Viðskiptahugmynd aldarinnar: Hótel.

Það virðist alltaf vera góð hugmynd að byggja hótel. Er það svo að það er mikil vöntun á hótelum í RVK. Ég sá tölur um daginn að um sumartímann er í kringum 85% nýting á hótelum í RVK en svo dettur nýtingin niður í 30-40% hina mánuðina. Þetta hljómar einsog einhverskonar sóun.

En það vilja allir byggja hótel. Þegar lóð losnar í RVK t.d ef eitthvað brennur þá er alltaf einhver fjárfestir sem vill reisa hótel á svæðinu. Hvað vildi kínverjinn byggja á Grímstöðum?  Jú hótel.

Svo átti að breyta heilsugæslunni í 101 í eitt stykki hótel áður en Álfheiður heilbrigðisráðherra greip inn í.

Ef ég ætti einhverja hundruðu milljóna þá mundi ég ekki eyða þeim í hótel. En það er gaman að fjárfestar hafa svona mikinn áhuga á þessu. Fimmstjörnu hótle við hliðina á Hörpu. Elítan verður að gista einhverstaðar.

hvells


mbl.is Telja hótel handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gott og blessað fyrir utan að Íslendingar eiga að gera þetta sjálfir. Lítið vit í að fá gjaldeyri ferðamanna til þess eins að skila honum inn í erlendar hótelkeðjur. Íslendingar eiga að hlúa að ferðaiðnaðinum og ekki hleypa erlendum keðjum í að hagnast á því sem við getum gert sjálf. Tilvalið að fá lífeyrissjóðina til að fjárfesta í ferðaiðnaði enda sú iðngrein sem er mestur broddur í þessi misserin.

Páll (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 11:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tekjur af ferðamönnum koma ekki engöngu varðandi hótelreksturinn.

Þó að erlend hótelkeðja er með starfsemi hér á landi þá þarf hún að greiða skatt af sínum hagnað hérlendis og launafólk þarf að greiða skatta hér á Íslandi einnig.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 12:39

3 identicon

veit það vel. En til hvers að setja hluta hagnaðar í erlend stórfyrirtæki þegar það er algjör óþarfi?

Páll (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband