Ragnarrök í aðsígi samkvæmt íslenskum fjölmiðlum.

Hlustaði á Spegilinn í gær. Þar var sagt að Ítalía væri of stórt til að bjarga. Á föstudag (já, ekki á morgun heldur hinn) mundi Ítalía loka mörkuðum, um helgina taka upp nýjan gjaldmiðil, réttara sagt gamlan gjaldmiðil, ítölsku lýruna. Loka landinu, gjaldeyrishöft, og jú, hljómar eins og "íslenska leiðin".

Kveikti á Útvarpi sögu í gær.

Þar var umræða um að Þýskaland ætti ESB. Allt stefndi í að Merkel mundi missa völdin í þeim óróa sem ríkir á ESB svæðinu. Það var minnt á að Hitler komst til valda í Þýskalandi á löglegan hátt þegar órói var mikill. Gefið var sterkt í skyn að sagan gæti endurtekið sig. Sterkur einstaklingur með gott foringjaeinkenni kæmist til valda í Þýskalandi landvinningar mundu hefjast. Þessi nýji sterki einstaklingur mundi komast inn með hálfan sigur því ESB væri hans (út af umræðunni um að Þýskaland ætti ESB). Gríðarlegt landsvæði þar á bæ.

Svo les maður á Viðskiptablaðinu í morgunsárið:

http://www.vb.is/frett/67297/

Sextíu og fimm prósent líkur eru á því að ný bankakreppa hefjist fyrir lok mánaðarins að mati greiningarfyrirtækisins Exclusive Analysis, að því er segir í frétt CNBC. Er spáin byggð á líkönum fyrirtækisins og segja sérfræðingar þess að sífellt líklegra sé að í stað þess að velta boltanum á undan sér grípi leiðtogar ESB til aðgerða sem muni leiða til fjármálakreppu. Að mati Exclusive Analysis er að Bandaríkin, Bretland, Rússland, Kína, Brasilía og Indland muni neita að taka þátt í því að fjármagna björgunarsjóð ESB í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Versta hugsanlega niðurstaðan í líkanareikningi fyrirtækisins er að ríkisstjórnir Grikklands og Portúgals falli vegna skorts á samkomulagi um hvernig koma eigi löndunum út úr efnahagsvandanum. Það muni svo leiða til samfélagsóróa í löndunum og Þjóðverjar verði sífellt tregari til að koma öðrum evruríkjum til bjargar eða stækka björgunarsjóðinn.

Fari svo að björgunarsjóðurinn verði ekki stækkaður gera sérfræðingarnir ráð fyrir því að evrópskir bankar neiti að samþykkja 50% niðurfellingu á grískum ríkisskuldum. Bæði evrópski seðlabankinn og AGS muni í kjölfarið hætta greiðslum til Grikklands. Þar á eftir spáir Exclusive Analysis því að lánshæfiseinkunn Frakklands verði lækkuð og einkunn björgunarsjóðsins sömuleiðis. Þessari atburðarás mun svo ljúka 23-26. nóvember næstkomandi þegar Grikkland gengur úr evrusvæðinu og hefur prentun á eigin gjaldmiðli. Allir sem eiga grísk ríkisskuldabréf munu því tapa gríðarlegum fjárhæðum, en í þeim hópi eru nokkrir mjög stórir bankar.

 

 Góða skemmtun

 

 

Sleggjan
mbl.is Sarkozy: Tveggja-hraða ESB eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ætli maður verði ekki að fara að hamsta bara

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.11.2011 kl. 21:08

2 identicon

Á hvað á maður að leggja áherslu ?

eldsneyti,matvöru eða landa?

Það er svo margt sem vont er að vera án.

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 00:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eruð þið, S+H, farnir að fatta, að ekki er allt í sómanum í evrulandi?

Og Sarkozy er farinn að tala opinskátt um sambandsríki (evrulandanna 17, ekki hinna 10 Esb -landanna), sjá fréttina.

Það fylgir ekki fréttinni, að skilyrði fyrir inntöku nýrra ríkja í Esbið er, að þau taki upp evruna. Þá fáum við global vandamál, ekki bara local, ef ykkur verður að ósk ykkar, óskhyggju- og innlimunarsinnar.

En sem sé: Samkvæmt Sarkozy-partinum af Merkozy, yrðum við þá partur af sambandsríki, ef fullveldisafsals- og evrusinnar hér fá vilja sínum framgengt í krafti áróðursfjárausturs frá Brussel.

Aumur er málstaður ykkar. Ættuð að skammast ykkar fyrir að vilja leggja niður lyðveldið í þess sjálfstæðu, fullvalda mynd.

PS. Svo skrifar maður: í aðsigi, ekki aðsígi.

Jón Valur Jensson, 10.11.2011 kl. 00:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góða skemmtun

Takk.  http://i297.photobucket.com/albums/mm213/bery159/ththEmoticons-EatingPopcorn.gif

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 04:53

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jæja S&H, eru augun loks að opnast fyrir því hvað fyrirheitna landið ESB stendur fyrir???

Það er bara jákvætt og ég tek því fagnandi þegar menn átta sig á því að þeir hafi haft rangt fyrir sér og viðurkenna það.  Ég hef þurft að gera það í gegnum tíðina, þó ekki í afstöðu minni til ESB-aðildar.  En það sýnir þroskamerki þegar menn eru tilbúnir að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

Ég býð ykkur velkomna í hópinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.11.2011 kl. 10:01

6 identicon

Sleggjan helt a pennanum i tessari faerslu.

Sleggjan er gagnryninn a sambandid ad sumu leiti en vill to klara vidraedurnar og kjosa svo um samningsplaggid.

Hvellurinn er meiri evropusinni, toluvert meiri.

Breytt stilbrogd, frelsun og vidurkenning a ad hafa rangt fyrir ser lysa ser ad mestu leiti a S helt a bloggpennanum en ekki H

kv

Sleggjan

sleggjan (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband