Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Í Framsóknarflokknum leynist mesta þjóðremban.
Framsóknarflokkurinn þarf ekki að fara í kerfi þegar sannleikurinn kemur í ljós. Ef Framsókn mundi virkilega telja að þetta væri bull og vitleysa þá mundi þeir vera sléttsama um grein Eiríks. En sannleikurinn er sárastur og þess vegna bregðast þeir svona við.
Það sást í ESB málinu, það sést í Icesave málinu og fleiri málum. Það er bara staðreynd að Framsóknarflokkurinn er þjóðrembuflokkurinn í dag. Það er ekkert neikvætt við það. Framsóknarflokkurinn hafa fengið marga liðsmenn til sín vegna þessara afstöðu. Og Framsókn eiga bara að halda áfram að hrofa á glímu, éta sviðakjamma og skála Brennivíni en ekki væla útí einn dósent sem segir sannleikann.
hvells
![]() |
Gagnrýna grein dósents |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef að einhver hópur fólks vill ekki gangast undir að láta innlima þjóð sína í annað ríki kallast þjóðrembingsflokkur þá mun ég tilheyra þeim hópi fólks. Tek fram að ég hélt ég ætti aldrey eftir að verja Framsóknarflokkinn en það geri ég nú. Það að vera andþjóðernislega sinnaður er andstætt mínu uppeldi, enda alinn upp sem sjálfstæður Íslendingur. Það er ekki það sama og að vera á móti fólki af öðrum uppruna enda á ég pólska konu og elska hana og virði. Ég er hinsvegar á móti því að minnihluti landsmanna vilji láta fremja landráð og selja okkur hin undir vald stofnanna í Brussel hvar okkar málefni munu verða undir er fram líða stundir.
Það er svo hvergi að sjá á vef Framsóknarflokksins einhverja skýrskotun til þjóðrembingsflokka, hvorki hér á landi eða annarsstaðar. Merki þau er ég fann á heimasíðu Framsóknarflokksins hafa enga skýrskotun til nasisma eða annarra öfgaflokka á þeirri línu. Stefnuskrá Framsóknarflokksins fjallar um jafnrétti óháð uppruna fólks, það er andstætt nasískum/þjóðrembings málflutningi svo ekki er þjóðrembingi fyrir að fara þar.
Við lestur Stefnuskrár Framsóknarflokksins varð ég næstum að Framsóknarmanni en ég er staðfastur mínum skoðunum þannig að ég lét ekki glepjast. Framsóknarflokkurinn er samt langt frá því að vera þjóðrembingsflokkur.
Þessi maður sem kallar sig prófessor er ekki hæfur til að bera þessa nafnbót eftir allt sem á undan er gengið enda í mínum huga einn af harðari landráðamönnum þessarrar þjóðar. Hann svífst einskis í umleitan sinni að selja fullveldi þjóðar vorrar til skriffinsku og spillingarbáknsins í Brussel.
Það er mín skoðun að ef menn vilja komast að hjá þessu skriffinskubákni þá ega þeir hinir sömu að koma sér þangað sjálfir á egin kostnað en ekki þjóðarinnar. Easy Jet er að fara að fljúga til London í mars og mun þá verða ódýrara fyrir menn eins og þá sem vilja til ESB að fara þangað en til Akureyrar, svo góða ferð. Allavega mun ég ekki sakna þeirra.
Með kveðju og von um áframhaldandi FULLVELDI ÍSLANDS!
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 9.11.2011 kl. 14:19
Gott komment hjá þer Ólafur.
Hvað finnst þér um EES samninginn í tilliti til fullveldi Íslands?
Annars finnst mér vafasaöm fullyrðing þegar framsókn segir að Eiríkur skrifaði þetta í "pólítískum tilgangi". Þetta er fræðimaður í Háskóla.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 16:20
Tek undir með þér Ólafur Björn svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 19:08
Fræðimaður í háskóla sem er samt vel tengdur inn í annan af stjórnarflokkunum, eitthvað vafasamari fullyrðing en að hannes hólmsteinn skrifi hluti í pólitískum tilgangi? hann er jú fræðimaður í háskóla...ögmundur jónsson kenndi svo sögu frjálshyggjunnar sem fræðimaður í háskóla
gunso (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 00:29
Samfylkingin er mesti þjóðernisöfgaflokkur sem litið hefur dagsins ljós á Íslandi. Ætlar að ná undirtökum í heilli álfu með inngöngu í ESB á fölskum forsendum, og fara svo að skipa mönnum þar fyrir hægri vinstri hvernig eigi að gera hlutina. Vegna þess að Íslendingar vita allt og geta mest, alveg eins og þeir sýndu í bankarekstri væntanlega. En síðast þegar þjóðernisjafnaðarflokkur ætlaði að ná tökum á Evrópu, þá fór nú aldeilis illa þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 04:37
Sigmundur kom aftur í pontu og spurði Össur hvaða ESB hann vildi að Ísland yrði hluti af. Þá lagði hann til að fyrst utanríkisráðherra byggi yfir slíkri trú á evrunni, meiri en nokkur hagfræðingur innan sambandsins, þá ætti hann að bjóða fram aðstoð sína og leysa vanda evrusvæðisins.
Össur svaraði á þá leið að hann vildi frekar bjóða fram aðstoð Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, til þeirra verka enda hefði hann staðið sig gríðarlega vel við að halda á efnahagsmálum Íslands. Yrði óskað eftir aðstoð Steingríms myndi hann taka vel í það. (hlekkur)
"Icelandic supremacy to rule over Europe!" ???
Eins og ég sagði þá geta þjóðernisjafnaðarmenn verið stórvarasamir.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.