Sigurður Ingi hefur ekki hundsvit á efnahagsmálum.

Hann er menntaður dýralæknir og hefur aðalega starfað sem bóndi eða dýralæknir ef við tökum bitlingana út. Við munum öll hvernig dýralæknir stóð sig í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma. Og þá vitna ég einnig í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Það er mjög ódýrt að Sigurður sé að benda á hvað Össur sagði í Rannsóknarskýrslunni. Þá viðurkenndi Össur að hann hafa litla þekkingu á flóknum fjármálagerningum. En þó að Össur er meiri maður og viðurkennir vanþekkinguna sína þá er það ekki þarmeð sagt að Sigurður Ingi veit eitthvað meira en Össur um efnahagsmál. Þvert á móti þá held ég að Sigurður Ingi hefur ekki hundsvit á efnahagsmálum. Það er ekkert í hans störfum sem gefur til kynna að hann hefur einhverja þekkingu á efnahagsmálum eða hagfræði.

hvells


mbl.is Segir ummæli Össurar ekki trúverðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef Sigurður hefur ekki hundsvit á fjármálum er þá þar með sagt að Össur sé að fara með rétt mál?

Ég hefið viljað fá það upp hjá Össuri hvernig hann fékk þessa niðurstöðu. Er hún byggð á einhverju öðru en ályktun hans sjálfs án nokkurra raka?

Ég spyr. Hvað haldið þið? Hvernig styrkist Evran við það sem gengur á í þessi misserin?  Hafið þið guttarnir kannski þekkingu til að uppfræða okkur um það?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 09:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Össur sagði ekki að hann hefði litla þekkingu á flóknum fjármaálageiranum þarna í skýrslunni. Hann sagðist ekki hafa hundsvit á fjármálum. Punktur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 09:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er Össur þá einhver spekingur.  Ummæli hans undanfarið renna stoðum undir það hversu mikið/lítið vit Össur hefur á efnahagsmálum...........   

Jóhann Elíasson, 9.11.2011 kl. 09:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er kannski í eina skiptið sem hann hefur sagt satt.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 09:43

5 identicon

Hér lítil dæmisaga.

Ef þið Sleggjan og Hvellurinn væruð nú íslenskir sauðfjárbændur á Sleggjustöðum.

Nokkuð skyndilega sæjuð þið að það væri komin eihver óværa í fjárstofninn ykkar og þetta ágerðist nokkuð hratt, sumar ærnar nærðust ekki, aðrar lægju bara og bærðu ekki á sér og forystuféið ykkar væri greinilega órótt en gæti ekkert að gert.

Þið hringduð í skyndingu í Héraðsdýralæknamiðstöðina og innan klukkutíma væri mættur inná fjárhúsgólf hjá ykkur feitlaginn maður í jakkafötum með skegg og með þverslaufu, án nokkurra tækja og tóla.

Þið bændurnir spyrjið hver hann sé og þá segist hann vera komin hérna af því að hann hafi frétt af þessum krankleika í fénu okkar. Nú já segið þið, en þið segist bara aldrei hafa séð þennan dýralækni fyrr.

Komumaður segist ekki vera neinn dýralæknir og hafi aldrei haft hundsvit á sauðfé eða sauðfjáveiki.

Síðan tilkynnir hann okkur hróðugur að hann sé sérstakur boðberi samevrópskrar dýrasameiningar og svo bætir hann greinilega upp með sér að hann sé auk þess hámenntaður í týmgun og klaki íslenska urriðastofnsins.

Hann segir okkur síðan alveg ákveðið að hafa alls ekki neinar áhyggjur af kindunum okkar hann hafi nú horft vel yfir kindahópinn ykkar og þessi krankleiki muni hverfa eins og dögg fyrir sóliu mjög fljótlega og féið ykkar verður bara enn betra og fallegra en nokkru sinni fyrr.

Hann kveður okkur síðan með handabandi hróðugur á svip en þegar við hváum en, en...

Nei, nei strákar mínir þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur ég skal meira að segja láta senda ykkur heilbrigðisvottorð upp á þetta með hraði frá Evrópusambandinu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 10:11

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evran er að slá í gegn. Þetta verður örugglega miklu betra eftir en áður.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 11:09

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ítalía, Spánn, Grikkland, Portúgal og Írland eru að hrynja af því að þeir ráða ekki gengi gjaldmiðilsins, sem er sniðinn að og fastur við velmegun Þjóðverja. Það er ekkert hægt að gera.

Meirra að segja Frakkkar hamast við að halda balans og nota til þess vald sitt til að gera hlutina enn verri. 

Ef þið eruð ekki að átta ykkur á að Pabbapólitíkin ykkar er ekkert annað en ofsatrúarbrögð, þá þurfið þið ekki að kemba hærurnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 11:14

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Framhald af dæmisögu........

Síðan þessi bísperrti litli feiti stubbur og þverslaufugæi keyrði úr hlaði hjá ykkur á glæskerrunni sinni með einkabílstjóra og alles, hafið þið bændurnir á Sleggjustöðum verið hálf ringlaðir.

Skömmu seinna birtist pósturinn á hlaðinu hjá ykkur sem er góðkunningi ykkar. Hann spyr ykkur frétta og þið segið honum söguna af þessum furðulega "EKKI dýralækni" sem sagðist ekki hafa hundsvit á hvorki sauðfé né sauðfjársjúkdómum, en lofði ykkur samt öllu fögru og heilbrigðisvottorði fyrir allt ykkar fé beint frá Brussel.

Pósturinn horfir nú graf alvarlegur á ykkur og segir með mikilli alvör. Varið ykkur að taka hið minnsta mark á þessum manni, Hann eins og hann segir sjálfur frá hefur ekki hundsvit á þessum málum. Ég kem við á öllum bæjum hér í héraðinu og þekki ykkur alla bændurna hér og ég hef hitt sérfræðinga og dýralækna hér á bæjunum þar sem þessi sjúkdómur er nú alls staðar að stinga sér niður og þeir segja að þetta sé mjög varhugaverður og alvarlegur og langdrægur sjúkdómur.

Ekki hlusta á þennan mann sem kom hérna.

Þá segið þið eins og Bakkabræður hefðu sagt. Hvernig getur þú sagt þetta og hvernig eigum við að geta trúa þér þú ert heldur ekki dýralæknir eða neinn sérfræðingur í þessum málum.

Þessi dæmisaga um bændurna á Sleggjustöðum og síðustu svör þeirra og ályktanir hefði verið sú sama og Bakkabræður hefðu ályktað í þessu máli.

Gunnlaugur I., 9.11.2011 kl. 11:45

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú rétt í þessu var formaður Já-hreyfingarinnar í Noregi að gefa þá yfirlýsingu að umsókn í sambandið væri vitfirring. (galskap)

Hvað þarf til að jámenn hér heima vakni úr trúartransinum?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 12:21

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur.. þetta er skemmtileg saga.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 12:22

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Steinar.

Ástandið á Spáni er ekki evrunni að kenna. Það eru aðrir þættir sem spila inn í.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 12:23

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er svo bara þannig að meirihluti Íslendinga vilja klára ferlið og ef ESB er svona slæmt einsog þið haldið fram þá ætti þið ekki að hafa áhyggjur af þessu.... samningurinn verður kolfelldur

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 12:24

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála samningurinn við ESB stjórnsýsluapparatið verður alltaf kolfelldur.

Hvernig sem hann mun líta út af því hann verður aldrei neitt verri eða betri en slæmur.

Betra væri samt að taka þennan ESB eiturbikar frá þjóðinni sem allra fyrst.

Svo þjóðin geti snúið sér að raunverulegu uppbyggingar starfi og sameiningu og sátt þjóðarinnar í stað þessarar ESB- sundrungar sem hefur aðeins leitt til þess að þjóðin er sundruð og tætt !

Gunnlaugur I., 9.11.2011 kl. 15:42

14 Smámynd: Dexter Morgan

Vel mælt Gunnlaugur. Þessi samningur verður alltaf kolfelldur og það mun fólk gera til að ná fram "hefndum" í sambandi við hina meintu "skjaldborg" sem Samfylkinginn boðaði. Ég hlakka bara til að geta gefið valdhöfum löngutöng. Þó svo ég vildi að þessari vitleysu væri hætt sem fyrst til að spara tíma og peninga og snúa sér að ALVÖRU málefnum.

Dexter Morgan, 9.11.2011 kl. 16:38

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Betra er að kjósa um samninginn. Ef við segjum nei, þá er það frá ekki satt. Betra en að "setja samningaviðræður í pásu" , þá er þetta alltaf hangandi yfir okkur.

Klárum þetta, kjósum um þetta, nei eða já. Meirihlutinn ræður, málið dautt?

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 17:17

16 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið kjósið málið DAUTT !

GOTT !

Gunnlaugur I., 9.11.2011 kl. 18:18

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já við kjósum hérna á Íslandi.

Mikið rétt hjá þér GI.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband