20% skattur á allt.

Ég ætla að byrja að hrósa Guðlaugi Þór fyrir góð störf. Hann er duglegasti þingmaðurinn sem við eigum og alltaf að standa sig.´

Mín skoðun er að það á að vera 20% skattur á alltsaman.

Ef við miðum við 2007 (áður en skattkerfið var rústað) þá mun fyrirtækjaskattur hækka frá 15% uppí 20%. Fjármagnstekjur mun hækka frá 10% uppí 20%. Tekjuskattur mun lækka frá 37% niður í 20% og virðisaukaskattur mun lækka frá um 25% niður í 20% (7% skatturinn mun hækka).

Þetta hefur jákvæð áhrif á lalmenning í landinu því efnameiri fá skattahækkanir þ.e fjármagstekjur hækka og svo fyrirtækjaskattur hækkar. Arðgreiðslur úr fyrirtækjum eru þá líka í 20% skattþrepi.

Hinsvegar mun launafólk borga minni skatt og vaskurinn lækkar þ.e almenningur borgar minna fyrir vörur. Svo mun persónuafsláttur stýra einhverskonar þrepi þ.e láglaunafólkið þarf ekki að borga skatt.

Svo mun ríkissjóður, fyrirtæki og almenningur spara milljarða vegna einfaldleika. Skattalögfræðingar og endurskoðendur hafa reyndar minna að gera en það er óþarfi að við almenningur eru að halda þeim uppi. Það er engin verðmætasköpun í að hafa svoa sérfræðinga í vinnu við flokið skattkerfi.

hvells


mbl.is Rannsaki áhrif einfaldara skattkerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Smá leiðrétting hér: tekjuskattur er ekki 37% heldur 22,9% í neðsta þrepi.  Útsvarið til sveitarfélaga er 14,41%, samanlagt 37,31% í neðsta skattþrepi.

Sigríður Jósefsdóttir, 9.11.2011 kl. 09:06

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Takk fyrir þessar upplýsingar en ég var að taka útsvarið með í þessari færslu.

Það er oftast þannig að útsvarið er sameinað inn í tekjuskattinn til einföldunnar. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:24

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Allnokkrun sinnum hefur flatur skattur verið reiknaður út.

Þorsteinn Pálsson vildi þetta á á sínum tíma og reiknaðist þá til að 7% myndu duga en lagði þó til 11%. 

Ekki hefur fjárþörf ríkissjóðs, nema í egið innra bruðl, aukist svo á sl 20 árum að stökkva þurfi upp um 7% til viðbótar heldur ættu 14-15% að nægja.

Það sem fæstir gera sér grein fyrir er að í flötum skatti er hrikalega letjandi að stunda undansvik og næst því í mun stærri hluta heildarskattstofnsins og lítið endar í svötu/neðanjarðar-hagkerfunum. 

Framur lár flatur skattur, nokkuð svipað neysluskatti er s.s. framtíðin þar sem í háskattakerfi bíður ekkert nema að snúa sönnunarbirgðinni.

Óskar Guðmundsson, 9.11.2011 kl. 10:04

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

FL-Guðlaugur er ágætur. Hann þarf reyndar að gera grein fyrir REI-Reykjavíkurævintýrinu. Einnig að opna styrkjabókhaldið sitt. Ekki má gleyma að sjálfur FLokkurinn mældi með því að Guðlaugur mundi segja af sér á síðasta Landsfundi.  Ef FLokkurinn segir það, hversu mikil skítalegt er þá eftri að koma upp á yfirborðið?

Annars er ég hlynntur einföldu skattkerfi !

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 17:21

5 identicon

Hefði haldið að stærðfræðiséníið hvellurinn myndi átta sig á þessu en það er víst best að kenna honum sitthvað

gefum okkur eftirfarandi forsendur bara svona til að leika okkur með tölurnar en þetta eru tölurnar fyrir hrun nokkurn veginn:

launaskattur - 37%

fyrirtækjaskattur - 26% (hann var 26% ekki 15%)

fjármagnstekjuskattur - 15%

fyrirtæki á einstaklingskennitölu græðir hundrað, borgar 37% í skatt, eftir sitja 63 kr.

ehf. græðir hundrað, 26 er tekið í skatt, eftir sitja 74. ehf-ið borgar út allan hagnaðinn í arð til eiganda síns. Af því er tekinn fjármagnstekjuskattur 74*0,15 = um það bil 11. 74-11 = 63

Vona innilega að þú sért ekki endurskoðandi einhvers fyrirtækis ef þú getur ekki áttað þig á þessari einföldu grundvallarstaðreynd

gunso (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 00:21

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Að sjálfsögðu er heildarupphæðin sem tekin er af hverjum launamanni 37,31% í neðsta þrepi, en það eru samt bara 22,9% sem ganga til ríkisins.  Restin gengur til viðkomandi sveitarfélags.

Sigríður Jósefsdóttir, 10.11.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband