Frakkar frekar frakkir.

http://visir.is/aetla-ad-birta-samkynhneigdan-muhamed/article/2011111108934

Ritstjóri franska tímaritsins Charlie Hebdo hefur ákveðið að birta aðra mynd af spámanninum Múhameð. Fyrir nokkru voru skrifstofur tímaritsins sprengdar eftir að blaðið birti mynd af Múhameð ásamt orðunum: „100 svipuhögg ef þú deyrð ekki úr hlátri"

Nýja myndin sýnir spámann Íslam í lostafullum kossi við Carbonner sjálfann. Fyrirsögn myndarinnar er: „Ást er kröftugri en hatur."

Tveimur eldsprengjum var varpað á skrifstofur Charlie Hebdo eftir upphaflegu myndbirtinguna. Einnig réðust tyrkneskir tölvuhakkarar á vefsíðu tímaritsins og komu fyrir mynd af mosku ásamt skilaboðum um almætti Allah.

 

Hérna er myndin :

Algjört bann er við að myndgera Múhameð spámann. Það má því segja að Carbonner sé ansi frakkur í myndbirtingum sínum.
 
Þið mundið þegar Jylland Posten í Danmörku lenti í miklum vandræðum þegar þau birtu þessa mynd:
http://3.bp.blogspot.com/_RwdH5DTKRas/SoTX_W4jCaI/AAAAAAAAB2o/J3425GiRaSE/s400/mohammed%2520cartoon%2520danish-thumb.jpg
 
 
 
Ég spyr ykkur. Hvor finnst ykkur grófari?
 
Held að franska tímaritið á  í vændum viðburðarríka daga !
 
kv
Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og þú birtir báðar myndirnar hérna.

Spurning hvort að Sleggjan sjálf er í hættu :)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband