Mánudagur, 7. nóvember 2011
Formerktar vörur stuðla að samráði.
Verðsamráð sem Jón Bjarnason stiður heilshugar. Sjá hér. Er mjög skaðleg fyrir neytendur þ.e almenning. Ólögleg verðsamráð skaðar samfélagið og sú staðreynd að sektin er um 400 milljónir sýnir hversu alvarlegt þetta er. Sjálfur skaðinn var líklega mun meiri en 400milljónir.
Samkeppniseftirlitið bönnuðu formerkingar á vörum fyrir nokkrum mánuðum. Sumir héldu að það vær vegna ESB reglna sem er nátturulega bara þvæla. Formerkingar voru bannaðar vegna þess að þær bjóða uppá verðsamráð einsog þetta dæmi sannar.
Nú þurfa allir að finna skanna sem eru við kjötvörurnar og skanna verðið sjálf. Sumir finnst þetta mikil kvöl og vilja helst fá ólögleg samráð aftur. En flestir skynsamir neytendur eru ánægðir með nýju breytingarnar
hvells
![]() |
80 milljóna sekt vegna verðsamráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað með bara val? Þú getur valið hvort þú velur samráðið og þægindin sem því fylgja eða ómerktu vörurnar sem þú nennir ekki að skanna og ert þar með lélegri neytandi
gunso (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 22:43
Formerktar vörur er fínt í sumum tilfellum.
T.d. ef þú ert að versla í 10-11. Þá veistu að það er sama verð og í lágvöruverslunum, 10-11 hefði eflaust hækkað um helming ef hægt væri.
sleggjan (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 23:13
Mér er andskotans sama um öll samráð, ég vill fá gömlu merkinguna aftur og ef einhver vill samráða þá getur hann eða þeir gert það hvort sem varan er formerkt eða ekki. Bölvað bull allsaman.
Eyjólfur Jónsson, 8.11.2011 kl. 00:13
"Mér er andskotans sama um öll samráð"
vilt þú ekki fá olíu samráðið aftur?? bensínið er nefnilega ekki nógu dýrt nú þegar.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2011 kl. 00:22
Ef að ég fengi ekki að vita hvað bensínið kostaði fyrr en kassakvittunin kæmi þá væri bensínsamráð kannski ekki svo slæmt, man heldur ekki til þess að bensínverð hafi lækkað mikið þegar það komst upp
gunso (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 20:14
Skynsamir neytendur láta ekki draga sig á asnaeyrunum að þessum skönnum bara vegna þess að verslanir vilja komast hjá því að verðmerkja vörur sínar. Burt með formerkingar matvara og burt með þessa fáránlegu skanna. Við borgum nógu mikið fyrir mat hér á landi og hljótum að eiga rétt á að fá að sjá hvað hver pakkning kostar. Kvörtum til neytendastofu öll sem ein svo við fáum þessa skanna burt. Verðmerkingar, já takk!
assa (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.