Hanna Birna vill halda krónunni. Kannast ekkert við gengstryggingu eða verðtryggingu.

Hvernig getur ein manneskja sem er í stjórnmálum og ætti að fylgjast með hvernig almenningi líður sagt svona þvælu.

Skuldavandi heimilana er stærsta einstaka vandamál okkar í dag. Það er ekkert gert fyrir heimilin og mótmælin á götum úti snýst aðalega um leiðréttingu skulda. Skuldir sem eru tilkomin vegna krónunnar. Fólk sem var með verðtryggt eða gengistryggt lán sáu skuldir sínar tvöfaldast.

Nú er krónan í höftum og á eftir að falla ennþá meira þegar höftin fara. Með tilheyrandi verðbólgu og hækkun á lánum.

En "krónan er að reynast okkur vel"... þetta er algjör vitfyrring.

Hún var ekki að reynast okkur vel í góðærinu þegar krónan var alltof hátt skráð og var að kæfa sprotafyrirtækin í landinu. Okkar eini vaxtabroddur var ekki að fá sitt súrefni vegna krónunnar og þegar bankakerfi féll þá var engin framleiðsa eftir nema fiskur og ál.

Hér er eitt dæmi um sprotafyrirtæki sem er að skapa hundruði starfa á Íslandi og skapa milljarða í gjaldeyristekjur en er að hugsa sér að flýja land útaf krónunni og höftum sem henni fylgja.

Ég vona að Hanna Birna lætur ekki svona út úr sér í aðdraganda landsfundarins aftur. Þá mun hún tapa slagnum og opinbera það að hún hefur enga jarðtengingu við fólkið í landinu.

Krónan er greinilega dýrasti fimmaurabrandari frá upphafi.

hvells


mbl.is Vill hætta við ESB og halda í krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hvað með evruna? Er hún þá dýrasti milljarða brandari frá upphafi? Atvinnuleysi hefur alltaf verið hærra en hérlendis, þökk sé krónunni.

Af hverju heldur þú að skuldir heimila hafi hækkað svona? Það er ekki krónunni að kenna heldur lélegri efnahagsstjórn, ríkisafskiptum og lágu atvinnustigi.

Það er rangt hjá þér að þegar bankakerfið hafi fallið hafi enginn framleiðsla verið eftir nema fiskur og ál. Ferðamannaiðnaðurinn framleiðir líka verðmæti, ekki satt? Hann naut góðs af falli krónunnar. Hvað með hugbúnaðargeirann?

Afnema á höftin og leyfa krónunni að falla, slíkt mun skapa mörg störf. Bankar verða á bera ábyrgð á lélegri útlánastefnu, hér getur ríkið sem eigandi banka komið að málum.

Ein spurning svona undir lokin. Veistu af hverju krónan féll?

Helgi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 09:43

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi.

Ativnnuleysið er um 3% í evrulandinu Hollandi.

Ef þú vilt minnka atvinnuleysi í formi gengisfalls og kjaraskerðingu þá væri fínt að afnema lágmarkslaun. Þó mun atvinnuleysið minnka.

Í greininni þá linkaði ég eitt stykki hugbúnaðarfyrirtæki sem er að íhuga að flýja land útaf krónunni. Ég hvet þig til þess að tékka á linkinum.

Svo hafa ferðamenn verið að fljölga öll seinustu tíu ár. Það koma fleiri til landsins núna en tekjurnar eru svipaðar og seinustu ár í evrum talið. Svo er er voða lítil arðsemi í ferðarþjónustu ég held að enginn vill að Íslendingar finni sér vinnu við að skipta á lökum í hótelum.

Krónan féll m.a vegna þess að þetta er minnsti gjaldmiðill í heimi og bankamenn fór létt með að taka stóra stöðu gegn krónunni svo hún hríðféll.... og ekki bætt það að krónan var alltof hátt skráð á tímum fyrir hrun.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 10:04

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru spillt vinnubrögð og stjórnleysi, sem er stærsti vandi Íslands. Spillingin á bak við evruna er ekkert skárri en spillingin á bak við krónuna.

Hér breytist ekkert fyrr en við höfum fengið óspillt fólk, til að stjórna landinu og gjaldmiðlamálunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2011 kl. 10:40

4 identicon

sleggjan (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Spilling hefur voða lítið að gera sambandi við gjaldmiðlismál.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 13:43

6 identicon

Ertu búinn að rannsaka samband spillingar við gjaldeyrismál ítarlega eða ertu bara að koma með órökstudda staðhæfingu að venju?

Það eru ekki lágmarkslaun í landinu, við höfum jú kjarasamninga en það eru engin takmörk á hvað launin geta verið lág ef atvinnurekendur myndu ekki semja þannig.

p.s. bara því það er langt síðan ég hef hvatt þig til þess:

lærðu íslensku

gunso (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband