Bandaríkin og skuldirnar

Í fljölmiðlum er talað um að USA sé á hausnum. Væntanlega út af veseninu út af hækkun skuldaþaks (sem Ísland er ekki með) og verra lánshæfismati í kjölfarið.

 

Skattar í USA er mjög lágir. Það er klárlega svigrúm til þess að hækka skatta (ólíkt Íslandi). Repúblikar vilja bara skera niður. Teboðshreyfingin er öfgahægristefna sem er að fara illa með pólítíkina þar í landi. Engin samræðustjórnmál. Repúblikar eru með meirihlutann á þinginu og er mjög á móti Obama.

Þingið og forseti geta unnið saman þó þetta séu demókratar og repúblikar. T.d. meirihlutinn af forsetatíð Bill Clintons var það þannig. Og almennt er sagt að það var góður forseti. Skuldir lækkuðu sem dæmi í hans tíð.

 

Guðmundur Ólafsson benti á í þætti á ÍNN að ef USA hækkar skatta á bensín um 20% væri hægt að borga niður allar skuldir USA á 4 árum. Ekki amalegt það.

Það er klárlega raunhæfur möguleiki í mínum huga því bensínverð í USA er með því lægsta í heiminum. Breyta þarf búsetustefnunni reyndar þar sem það er í menningunni að keyra úr úthverfum í vinnunna 1-2 tíma á hverjum degi. Mæli með þessari heimildamynd í því samhengi.

 http://www.freakingnews.com/pictures/90500/CHINA-keeps-buying-U-S-debt-----90739.jpg

kv

 

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú nefnir teboðshreyfinguna... og svo bensínverð í bandaríkjunum.

http://www.dv.is/frettir/2011/9/5/michele-bachmann-lofar-aftur-um-helmingi-laegra-bensinverdi/

Hér er frétt sem tvinnar þessa póla saman.

Lýðskrumararnir Lilja Mós, Höskuldur, Vigdís Hauks, Vilhjálmur Birgis eru bara ketlingar miðað við hana Michele.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.11.2011 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband