Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Jón Bjarnason er að stuðla að inngöngu í ESB.
Jón Bjarnason er á móti ESB og hann er að gera allt til þess að tefja ferlið. Væntanlega vegna þess að hann vill alls ekki fara þangað inn.
En með því að tefja ferlið þá er hann að stuðla að inngöngu í ESB. Meirihluti landsmanna eru á móti ESB í núna eða á næsta ári um samninginn þá mundi hann vera felldur af almenningi. En upphafla átti að kjósa um samninginn árið 2012
Þökk sé Jóni Bjarnasyni þá verður kosið um samninginn seinna. Þó gæti kreppan á ESB svæðinu gengin yfir og fólk séð til sólar þar. ESB væri búin að fræða almenning um tilgang og eðli ESB svo almenningur verður upplýstari um þau málefni. Framtíð evrunnar verður ljósari og það verður búið að eyða óvissunni í kringum hana.
Þetta er bara besta mál og ég hvet Jón Bjarnason að tefja þetta mál sem lengst. Þangað til almenningur skiptir um skoðun og sér að ESB er framtíðarsýnin fyrir Ísland. Ég veit að gallharðir andstæðingar ESB munu aldrei skipta um skoðun en flestir væru tilbúin að skoða aðild að ESB þegar óvissan þar er búin. Sú staðreynd að ESB aðild mældist 70% meðal landsmanna stuttu eftir hrunið þannig að flest fólk er tilbúin að skoða ýmsa möguleika.
hvells
![]() |
Jón hraði vinnu í aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
LOL líklega er það rétt hjá þér. Margir sem ég ræði við dags daglega furða sig á þumbaragangi jóns og meintri stjórnvisku og ekki eingöngu í esb málum.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.11.2011 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.