Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Nettó framlag Íslands til ESB verður 100 milljónir.
Nettó greiðsla verður 3 milljarðar. Ísland borgar nú þegar 2,9 milljarða í EES samninginn þannig að nettó greiðslur til ESB verða einungis 100milljónir ef EES samningurinn er dreginn frá (sem er eðilegt vegna þess að þær greiðslur falla niður við ESB aðild)
Í staðinn mun almenningur og ríkissjóður græða milljarða.
Almenningur borga 22 milljónir fyrir 20 milljóna húsnæðislán þegar við göngum í ESB og tökum upp evru. Í staðinn fyrir að borga 70 milljónir fyrir sama lán (verðtryggt) á Íslandi.
Svo mun ríkissjóður spara marga milljarða í vaxtakostnað.
Hagvöxtur mun aukast um 7% sem skilar milljarða tekjum skv nýjum rannsóknum.
Bara sú staðreynd að okkur verður kleift að leggja niður Seðlabanka Íslands mun spara okkur mörg hundur milljónir árlega.
Það er greinilega mikill ábati fyrir Ísland að ganga í ESB.
hvells
![]() |
Beint framlag til ESB 13-15 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Athugasemdir
Það er eins og fyrri daginn ekkert að marka ykkur ...
engin rök fyrir neinu.
Og var þetta opinber tilkynning um, að búið væri að hleypa nýju orði af stokkunum: "kleipt"?
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 13:00
Haraldur Hansson, 2.11.2011 kl. 13:02
Það hefur verið margrannakað að við Íslendingar munum spara milljarða í vaxtakostnað og fjárfestingar munu stóraukast. Þú mátt trúa á Harry Potter mín vegna. En staðreyndirnar tala sínu máli.
Gamalt og ódýrt bragð hjá NEI sinnum er að benda á Grikkland þegar þeir eru rökþrota og ég nenn ekki að svara því lengur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 13:47
Þetta svar "Sleggjunnar og Hvellsins" er vitaskuld lamað og haltrandi svar við sundurliðuðum ábendingum Haraldar Hanssonar.
Þar að auki taka útreikningarnir um þetta í frétt á Evrópuvefnum ekkert tillit til tugmilljarða taps okkar af veiðum Spánverja og annarra gírugra ESB-útgerða í íslenzkri landhelgi, sem við blasir, verði landið innlimað í evrópska tröllríkið með frekjulegu tilætlunina til algers lagaforræðis í sjálfum aðildarsamningnum, sem þegar er vitað í öllum meginatriðum, hvernig verður!
Þið eruð þegar orðnir umtalaðir hér að endemum, Sleggjan og Hvellurinn, fyrir að vera einhverjir trúgjörnustu og fullyrðingagrófustu ESB-innlimunarsinnar á gervöllu Moggablogginu.
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 14:02
Hlutfalllegur stöðugleiki mun tryggja okkur óbreytta landhelgi. Það er bara þannig.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 14:19
Sú "regla" tryggir ekki eitt né neitt til frambúðar, enda búin til af ráðherraráðinu og breytanleg af sama ráðherraráði Evrópusambandsins, þegar því þókknast. Sjá nánar hér um "regluna" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika!
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 14:31
Og ekki aðeins "breytanleg", heldur útskóflanleg!
Þeir hafa verið að ræða það í Brussel að afnema hana!
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 14:32
Ef við náum þessari reglu í samninginn okkar sem við leggjum fyrir dóm þjóðarinnar þá jafngildir það stofnsáttmála og er því ekki breytanlegur nema með samþykki Íslands.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 14:33
FALSVON, Sleggja og Hvellur! Norðmenn fengu enga slíka reglu inn í aðildarsamning sinnar ríkisstjórnar (þann samning sem þjóðin síðan felldi) og fengu ekki einu sinni einkarétt á hluta sinnar fiskveiðilögsögu.
Stefan Füle, útþenslumálaráðherra Evrópusambandsins, hefur talað slíkar falsvonir niður.
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 14:41
Svo er fínt að við séum umtalaðir fyrir það að vera opnir fyrir breytingum og viljum skoða allt til að bæta lífskjör hér á landi. Með inngöngu í ESB eða aðrar lausnir.
Þessi skoðun er fínt mótvagi við öfgaskoðunum allstaðar hér á moggabloggi. Þvílik ormagryfja.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 14:47
Þið bætið ekki lífskjör hér á landi með því að leggja okkur undir valdfrekt Evrópusambandið, þar sem stefnan er að "evrópusambandsvæða" auðlindir okkar!* Menn selja heldur ekki sjálfstæði sitt fyrir súpudisk. Þar að auki hefur hlutdeild matarkörfunnar í útgjöldum heimila farið MINNKANDI á síðustu árum, skv. fréttaskrifum síðustu daga.
En hverng er það með ykkur, hafið þið ekki lesið hina merku grein Joschka Fischer, fyrrv. utanríkisráðherra Þýzkalands og leiðtoga Græningja, í Mogganum í dag? Hér er hún: Evrópusambandið evrópuvætt – stórmerkileg fyrir menn eins og ykkur og Jóhönnu, sem heldur enn áfram, sennilega þar til blaðran springur, að trúa á evruna og Evróputröllið (sem nær þó ekki yfir nema 42,5% Evrópu).
En Fischer vill auka valdsöfnun og miðstýringu Evrópusambandsins og segir: "Verði pólitísku völdin í Evrópusambandinu ekki evrópuvædd, þannig að núverandi ríkjabandalag verði að sambandsríki, mun evrusvæðið – og allt Evrópusambandið – leysast upp."
Og grein hans byrjar þannig (og haldið ykkur nú):
"Evrópusvæðið er í miðju alþjóðlegrar fjármálakreppu vegna þess að aðeins þar, á vettvangi næstmikilvægasta gjalmiðils heims, skellur kreppan á veikri „byggingu“ frekar en ríki með raunveruleg völd. Þetta er mannvirki eða fyrirkomulag sem bregst trausti borgaranna og markaða sem geta ekki treyst því til að leysa deilumálin – og ýtir fjármálakerfi heimsins á barm efnahagslegs stórslyss."
Framhaldið er afar spennandi fyrir ESB-stráka eins og ykkur!
* Sbr. einnig hér: Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009)
og hér: Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009).
Jón Valur Jensson, 2.11.2011 kl. 15:41
við tveir erum með þessa síðu.
Við kvittum undir hverja færslu svo það fer ekki á milli mála. Því misjafnar eru okkar skoðanir.
Ég er t.d. ekki blóðheitur ESB-sinni. En ég vill klára aðildaviðræður og kjósa um samninginn eftir að hafa lesið hann vel.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 19:38
ESB samningur verður aldrei samþykktur nema við fáum ásættanlegan samning um sjávarútveginn sem kveður á óbreytta fiskveiðilögsögu. Ef við fáum það ekki í gegn mun ég verða fyrstur til að kjósa NEI.
Þó að hlutdeild í matarkörfu hefur farið minnkandi þá er það ekki sönnun um að matarverð mun ekki lækka við inngöngu í ESB. Það er alveg klárt mál og óumdeilt að matarverð mun lækka. Tollar detta niður leiðir til lægri verðs. Það þarf ekkert að ræða það frekar Jón Valur.
En þó að einhver ráðherra útá spáni segir eitthvað ákveðið þá er það bara hans skoðun sem er notuð til heimabrúks í hans landi. Algjörlega ómarktækt og ég hélt að þú værir seinasti maðurinn sem tekur mark á ráðherrum útí ESB.
Svo verður Ísland sjálfstæð þjóð þrátt fyrir ESB aðild.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 20:44
Matarverð lækkaði í Finnlandi.
sleggjan (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 22:07
Eins og bent er réttilega á hér að ofan er engin trygging fyrir að lánakjör batni þar sem að við verðum áfram með infrastrúktúr sem er sjálfráða.
Þessu svo fyrir utan að þá munu lán á alminnilegum kjörum ekki bjóðast fyrr en EURO er orðinn gjaldmiðill hér og miðað við "hraða" uppbyggingarinnar (sem er nú fremur niðurrif í dag) að þá gæti þetta komið sér vel fyrir næstu kynslóð.
Jafnvel þó að allt gengi að óskum Samspillingarinnar verður EURO ekki orðinn gjaldmiðill hér fyrr en í kringum 2020 og þá verða hér fáir eftir sem enn trúa á þrælfúla lygina í Jóhönnu sem þá verður að nálgast 80 ári. Það verða fáir hér eftir yfir höfuð þar sem að Samspillingin hefur valið Færeysku leiðina sem er að flytja út allan verkalýð og kjarna undirstöðuna í hverju samfélagi, barnafjölskyldurnar.
Óskar Guðmundsson, 2.11.2011 kl. 23:40
Með því að ganga í ESB þá er mögulegt að snúa þessari þróun við. Unga fólkið vilja ekki vinna á sjó eða álveri. Til þess að fá fjölbreyttnari atvinnuvegi til Íslands þarf stöðugleika.
Marel er búið að flytja sínar höfuðstöðvar útaf óstöðugleika.
Össur er kominn í kauphöllina í Köben.
CCP hefur verið að hugleiða að flytja úr landi vegna gjaldeyrishaftana.
Við munum fá evruna miklu fyrr ef það er haldið rétt á spöðunum. En þó að við fáum ekki Evru fytt en 2020 einsog þú heldur fram þá er það í lagi. ESB er framtíðarlausn ekki skammtímalausn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 3.11.2011 kl. 08:13
"Hlutfalllegur stöðugleiki mun tryggja okkur óbreytta landhelgi. Það er bara þannig."
Það hefur eitthvað farið alvarlega úrskeiðis á milli eyrnanna á þér líkt og fyrri daginn.
Magnús Sigurðsson, 3.11.2011 kl. 15:19
Rétt hjá þér, Magnús.
"Unga fólkið vilja [sic] ekki vinna á sjó eða álveri," segir Hvellurinn. Hvaðan hefur hann það? Ekki vantar fólk á sjóinn eða í vel borguð störf í álverunum. Sennilega er Hvellurinn háskólastrákur í 101 Reykjavík og hyggur gott til glóðarinnar að fá eitthvert óþjóðnýtt starf hjá Brusselkörlum.
Og það vella út úr honum trúarjátningarnar, á evruna (!!!) og Evrópusambandið!
Jón Valur Jensson, 3.11.2011 kl. 20:06
Voðaleg hræðsla er þetta Jón Valur. Ef ESB tæki uppá því eftir 10, 15 eða 50 ár að breyta löggjöfinni og hrúga spænskum togurum í landhelgina þá yfirgefum við einfaldlega sambandið. Fyrir utan að slík kollvörpun næði aldrei gegnum ráðherraráðið. Við værum ekki eina smáþjóðin þarna.
Óskar Guðmundsson: Ég get sagt þér hvað mun EKKI tryggja betri lánakjör hér á landi, og það er óbreytt ástand.
Páll (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 00:31
Þetta er alls ekki rétt hjá þér, Páll. Þeir geta leikandi breytt þessu á næstu 1-3 árum frá "aðildarsamningi", og það eru fleiri en Spánverjar sem hafa hug til þess, m.a. ýmsar þjóðir sem einnig hafa hér langa veiðireynslu (Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Belgar), og aðrar til. Þeir í ráðherraráðinu geta breytt veiðireynslu-tímabilsviðmiðinu (enda er það nú þegar arbítrert og mismunandi eftir fisktegundum), og þeir geta einnig breytt eða aflagt "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika, og jafnvel þrátt fyrir hana sáu Norðmenn glöggt, að ESB ætlaði inn í fiskveiðilögsögu þeirra með algerlega óásættanlegum hætti; spænsk varðskip áttu m.a.s. að annast eftirlit með spænskum togurum––ekki norsk varðskip! Og það er brjálað atvinnuleysi á Spáni, nýjustu tölur sýna = 5 milljón manns atvinnulaus, þ. á m. mýgrútur sjómanna, sem þrýsta munu á um þetta, rétt eins og ráðamenn þeirra líka. Og fórstu inn á tenglana mína í innlegginu 2.11. kl. 15:41?
Hættið að berja hausnum við steininn og að vera svona áhættufíknir!
Jón Valur Jensson, 4.11.2011 kl. 01:42
Veistu Jón, þetta er bara víst rétt hjá mér. Og þú skautar framhjá þeirri staðreynd að komi upp óásættanleg afskipti af fiskveiðilögsögu Íslendinga geturm við tekið pokann okkar og sagt þeim að eiga sig. Fiskimið, stofnar og veiðihefð Norðmanna kemur okkar aðild akkúrat ekkert við.
Páll (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 23:54
Nei, Páll, það er EKKI auðhlaupið að því að ganga úr Evrópusambandinu.
Og þeir hefðu allt að vinna að sleppa okkur EKKI.
Orð Snorra Hjartarsonar eiga við um það (og reynið nú að muna!).
Jón Valur Jensson, 6.11.2011 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.