Hagfræðin

Hagfræðingar setja fram kenningar sem þurfa ekkert að vera í tengslum við raunveruleikan.   Þeir búa til módel og reikna og komast að niðurstöðu.  Stundum laga þeir módelið ef niðurstaðan fellur ekki að skoðunu þeirra.  En þeir þurfa sjaldnast að gera grein fyrir módelinu.

Hagfræðingar þurfa ekkert að taka tillit til þess hvaða lög eru í gildi.  Þeir gefa sér að lagaumhverfið sé þannig að módelið hljóti að ganga upp.   Hagfræðingar byrja alltaf á núlli þegar þeir búa til módelið og raða svo þeim breytum inn sem hentar þeim.

Hagfræðingar vita ekkert um alþjóðasamninga og hvort aðgerðir sem þeir leggja til stangist á við samningana.   Það getur ruglað módelið og rispað glansmyndina.  Þess vegna er það bara ekki tekið með í dæmið.

Hagfræðingar geta leift sér að vera skotnir í gjaldmiðlum og notað það sem rök í máli sínu.

Þegar hagfræðingar koma saman á ráðstefnu er oftar ekki búið að velja hagfræðinga sem eru tilbúnir til þess að segja það sem sá sem borgar þeim launin vill heyra.

 

 

p.s. Í dag eru um 1000 manns í lögfræðifélaginu. 2000 manns eru að læra lögfræði. Offramboð lögfræðinga eru á næstu grösum.

 

kv

sll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

goal seak... fínt tæki.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 20:42

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

einhvernveginn grunar mig að þetta p.s þarna er til þess að stuða einn diggan lesenda síðunnar

hehe

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 22:21

3 identicon

Fréttin sem sleggjan er nú samt að vísa til var um lögmannafélagið, sem er langt því frá allir lögfræðingar, svo er lögfræðingafélagið til, en það er engin skylda og í raun fremur fátítt að lögfræðingar séu í því nema þeir sem vinna fyrir ríkið

Svo vantar nú inn í þessa 2 þús tölu alla þá sem falla út á 1. árinu í HÍ, þeir eru um 350 einir og sér.  Talan er í kringum 70 sem komust inn í lögfræðina síðast í HÍ síðast og hefur verið í kringum það í mörg ár, svo 5 ára nám, 350 um það bil að útskrifast á ári frá HÍ sem er langtum stærsti skólinn svo ég myndi veðja á að í kringum 100-130 lögfræðingar útskrifist árlega

Alveg sammála þér annars með að atvinnuleysi blasir við með þessu áframhaldi

gunso (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 09:21

4 identicon

Enda er verið að skoða inntökupróf í lögfræði

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/01/skoda_upptoku_inntokuprofs_i_lagadeild_hi_2/

sleggjan (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband