útflutningsskattur

Hún er að tala um útflutningsskatt. Þ.e 40% skattur á allan útflutning.

Þetta mun skerða samkeppnishæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja. Það er skiljanlegt að vilja kroppa í auð fyrirtækja sem nýta auðlindir Íslands einsog útgerðarfyrirtæki og álfyrirtækin... en að leggja svona skatt á sprotafyrirtæki einsog Össur, Marel og CCP er óráðlegt. Það tekur eina helgi að færa skrifstofur CCP frá Íslandi til New York. En auðlinda-nýtinga fyrirtækin hreyfa sig hvergi.

 

Rökin hennar fyrir þessum skatti er að hún vill taka til sín allan hagnaðinn sem varð að gengsifallinu... sem skítur dálitið skökku við frá NEI sinna einsog Lilju. Sem hefur dásamað krónuna og lífkjaraskerðinguna sem varð að gengisfallinu sem hjalpaði útflutninginum. Hún vill semsagt taka það jákvæða við krónuna burt frá fyrirtækjunum.

hvells


mbl.is Vill lýðræði í atvinnulífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það sem mér finnst "frábært" við útflutningsskattinn er að gömlu fyrirtækin sem "græða" á gengisfallinu geta borgað og lifa en nýju útflutningsfyrirtækin geta ekki borgað, enda hafa ekkert grætt, og þau deyja.

Er markmiðið hjá útflutningsskattasinnum að festa gamla Ísland í sessi og koma í veg fyrir að nýir aðilar komi inn á markaðinn?

Það væri gaman að sjá útfærslu á þessum skatti.

Lúðvík Júlíusson, 29.10.2011 kl. 19:33

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hún vill semsagt taka það jákvæða við krónuna burt frá fyrirtækjunum...

...og færa það almenningi. Þar sem flest umræddra fyrirtækja eru annaðhvort alþjóðleg glæpafyrirtæki á borð við Alcoa og Rio Tinto, eða þá fiskveiðisamsteypur sem fengu kvótann minn gefins, þá segi ég já takk.

Væri svo alveg til í að skila hluta af því áfram til þeirra sem þurfa á því að halda.

Ég er nefninlega ekki banki.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2011 kl. 19:51

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Lúðvik ... hugsandi maður á ferð.

Annað en Guðmundur.... er Össur HF, Marel og CCP glæpafyrirtæki??

Hvað með sprotafyrirtæki einsog Clara og Remake electric??

Einsog Lúðvík bendir á þá er verður þessi skattur þess valdandi að fæla þessi fyrirtæki úr landi. Þ.e fyrirtæki sem nýta EKKI auðlindir Íslands.

Það væri nær að leggja á auðlindaskatt til þess að auka tekjur af álinu og fiskinum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.10.2011 kl. 20:24

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er gamall sósíalískur siður að að vilja auka skatta alls staðar þar sem sést í hagnað.  Helst taka stærstan hluta hagnaðarins eða hann allan.  Sósíalistarnir trúa því að peningurinn sé engum til góðs nema hann sé hjá ríkinu.

Ég varð hins vegar ekki var við að þessum fyrirtækjum væri boðin sérstök aðstoð þegar gengi krónunnar var í raun alltof hátt og útflutningsfyrirtæki þurftu að herða beltisólína.

Ég er sammála því að þetta myndi koma sérlega illa við smærri útflutningsfyrirtæki og sprotafyrirtæki.

Það þarf svo nauðsynlega að koma t.d. sjávarútvegsstefnunni í fastan farveg, þannig að sjávarútvegsfyrirtæki sjái sér akk í að nota hagnað sinn til fjárfestinga.

Ég er nógu gamall til að muna eftir þeim tíma sem ríkissjóður og Byggðastofnanir þess tíma þurftu reglulega að setja reiðufé í útgerðarfyrirtæki, og féleysi þeirra og styrkveitingar til þeirra voru að segja má fyrstu fréttir í hverjum hádegisfréttatíma.  Ég held að enginn vilji sjá þá tíma aftur.

Má ég þá frekar biðja um kvótakerfið.

G. Tómas Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 21:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því G.tómas.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 01:07

6 identicon

Álfyrirtækin kaupa álið af sjálfum sér.  Þau lækka þá verðið sem þau greiða fyrir álið frá Íslandi.

Eins með mörg alvöru alþjóðleg fyrirtæki.  Þau annað hvort kaupa þjónustu og vörur af sjálfu sér erlendis, þ.e. útflutningin.

Svona skattur endar með því að stóru fyrirtækin greiða nærri ekkert neitt á meðan að smætti sprotafyrirtæki greiða fullan skatt.

Nema þá að lágmarksvelta verði á skattinum.  Þá greiðir ekki neinn og fyrirtæki í vexti passa sig á því að ná ekki þessu lágmarki. 

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 07:22

7 identicon

Það má auðvitað skattleggja landbúnaðarvörur.  Kanski best að skattleggja aðeins útflutning sem er ríkisstyrktur.

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 07:32

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stefán... góð hugmynd með landbúnaðarvörurnar...

það væri í rauninni ekki skattur... heldur endurgreiðsla af peningi sem þeir fengu frá skattborgurum hvort sem er.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 10:17

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sumir líta ekki á landsbúnaðarstyrki sem styrk heldur sem eðlilegt verð sem samfélagið greiðir fyrir þá þjónustu eða forréttindi(fer eftir því hvernig maður lítur á það) að geta keypt íslenskar landbúnaðarvörur.

Lúðvík Júlíusson, 30.10.2011 kl. 10:23

10 identicon

Hræðileg hugmynd hjá Lilju.

sleggjan (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband