Sýnir ruglið.

Sú staðreynd að Bretar vilja flýta klukkunni sinni sýnir ruglið á Íslandi.

Á hvaða tímabelti er Ísland??

Jújú......SAMA OG Í BRETLANDI.

Ef bretar vilja færa sig yfir í það sem gengur og gerist í mið evrópu þá lyggur alveg fyrir í hversu miklu rugli við erum í.

En það má ekki ræða neinar breytingar á Íslandi... íhaldssemin og afturhaldið er svo ríkjandi.

Hvort sem um er að ræða í esb, stórnarskrá, stjórnarráðið, landbúnaðurinn go fleiri þættir.

hvells


mbl.is Mögulega nýr tími í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé ekki að þetta hafi nein áhrif á okkur og okkar tíma. Bretar mega þess vegna fara á Japanskan tíma mín vegna.

Raunar væru þeir aðeins með þessari hugmynd að gera það sama og við gerðum fyrir áratugum, þegar hætt var að hringla með klukkuna og hún sett föst á klukkustund á undan staðartíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 16:59

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er allt miðað við sólina. Og okkar lífsklukku. Þegar við vöknum kl átta á morgnanna þá er lífsklukkan fimm um nótt.

Semsagt. Það hefur áhrif á okkur. Fólk verður þreyttara á morgnanna og hressari á kvöldin þegar það er komin háttartími.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.10.2011 kl. 17:12

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú hefur greinilega ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Magnús Sigurðsson, 29.10.2011 kl. 17:17

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einog ég sagði.. íhaldsemi ræður ríkjum á Ísandi því miður.... fólk  kemur með bull rök án heimilda.

http://en.wikipedia.org/wiki/Circadian_rhythm#Light_and_the_biological_clock

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.10.2011 kl. 17:32

5 Smámynd: Einar Steinsson

Við erum hvort sem er að nota rangt tímabelti til að vera nær Evrópu í tíma og erum þar með ekki í reynd á sama tímabelti og Bretar.

Við notum UTC+0 eins og Bretar en ættum að vera á UTC-1 miðað við landfræðilega legu. Meginland vestur Evrópu og Scandinavía nota UTC+1 (UTC+2 á sumrin). Mig minnir að Vestfirðir, Snæfellsnes og Reykjanes nái meira að segja inn á UTC-2.

UTC+0 er það sem einu sinni var kallað GMT.

Einar Steinsson, 29.10.2011 kl. 17:40

6 Smámynd: Vendetta

Einar, það heitir ennþá GMT. Því fær engu breytt. Enda miðað við Greenwich í SA-Englandi.

Vendetta, 29.10.2011 kl. 17:52

7 identicon

Hárrétt Einar, Ísland nær næstum því yfir eitt tímabelti.

Ef einhver vill hræra í klukkuni á Íslandi þá eigum við bara að færa okkur yfir á New York tíma hann hentar okkur miklu betur en mið-Evróputími.

Björn (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 17:53

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Minn punktur er að það gæti verið betra að miða tímann á Íslandi í samræmi við landfræðilega legu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.10.2011 kl. 17:54

9 Smámynd: Vendetta

Tíminn á Íslandi var færður fram, ekki út af sólinni (sem hvort eð er á ekki við hér á landi), heldur til að vera nær skrifstofutíma í Bretlandi og meginlandi Evrópu vegna viðskipta. Ég er ánægður með þetta og líka með að klukkunni á Íslandi sé ekki flýtt yfir sumartímann. Þannig var þetta málamiðlunargjörningur. Hvort þörf sé á því núna, eftir að samskipti hafa þróazt mjög vegna netviðskipta, er svo annað mál.

Þörfin á því að flýta og seinka klukkunni eins og gert er annars staðar í Evrópu er ekki lengur til staðar, ólíkt fyrir 6 áratugum síðan og fyrr, þegar fólk fór mjög snemma á fætur og þurfti að reiða sig á sólarljósið við vinnuna. Þannig er það ekki lengur, svo að hringlið er ástæðulaust. En það gefur hégómlegum embættismönnum eitthvað að dunda sér við tvisvar á ári.

Vendetta, 29.10.2011 kl. 18:13

10 Smámynd: Vendetta

Og ef tímabeltiskortið er grannt skoðað, þá sést að mismunandi ríki hafa valið sér tíma sem hentar þeim sjálfum og er ekkert endilega tengt landfræðilegri legu. T.d. notar öll austurströnd N-Ameríku (að Alaska undanskildu) sama tíma, þótt svæðið spanni fjögur tímabelti.

Þannig að þetta er stjórnsýslulegt atriði, en ekki eitthvað lögmál. Þó held ég ekki, að NY-tími myndi henta okkur hér á landi.

Vendetta, 29.10.2011 kl. 18:25

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Útfrá viðskipalegum sjónarmiður er þá ekki betra að vera mitt á milli NY og London....  stærstu viðskiptaborgir heims.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.10.2011 kl. 18:59

12 identicon

Ísland nær nú ekki yfir eitt tímabelti, en það nær yfir um það bil 40 mínútur í sólartíma. Um þetta leyti árs er sólin í hádegisstað hér í Reykjavík um það bil klukkan 13:11, en fer lengst í hina áttina um miðjan febrúar, en þá er hún í hádegisstað um kl. 13:42 - Þetta segir okkur það, að klukkan hér er að meðaltali rúmri klukkustund á undan sólu. Sú stund, þegar sól er í hádegisstað, er nokkurn veginn miðja birtutíma sólarhringsins. Einar Steinsson er með rétta skilgreiningu á tímanum, eins og hún er samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu. Varðandi það að líkamsklukka okkar sé þremur tímum á eftir klukkunni, eins og kemur fram hjá þeim sem kallar sig "Sleggjan og Hvellurinn" er ég ekki alveg að skilja í hverju liggur, hinsvegar er ekki óþekkt að líkamsklukka einstaklinga sé talsvert mismunandi, sem kemur, svo dæmi sé tekið fram í því, sem sumir kalla " A og B" fólk. Það væri hinsvegar með nokkrum rökum hægt að tala um að sú staða væri uppi að meðaltali færum við í að flýta klukkunni hér þannig að hún væri sú sama og í Mið- og Vestur-Evrópu og þá yfir sumarið. Frá mínum bæjardyrum séð uggir mig að þegar á reyndi myndi mörgu fólki hugnast illa að sá hluti ársins lengdist, sem börn eru að fara í skólann í myrkri á morgnana.

Ellilífeyrisþegi (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 19:52

13 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Bull rök án heimilda, segirðu og hendir svo inn hlekk á einhverja wiki síðu, sem fjallar um áhrif sólarljós á fólki. Hvernig styður það rök þín að líkamsklukka okkar sé 5 þegar klukkan er 8? Síðan hvernær fylgjum við Íslendingar sólinni? Á sumrin er hún nánast alltaf uppi og á veturnar poppar hún upp í þrjá skitna tíma. Haust og vor mánuðir hafa jafnara hlutfall en er alltaf á breytingu. Þá ætla ég að vona fyrir þína hönd að líkaminn þinn sé ekki háður göngu sólarinnar. Þá yrðirðu fljótt geðveikur.

þú áttar þig vonandi á að þessi hugmynd um að flýta klukkunni á Bretlandi myndi setja þá í svipaðar aðstæður og við erum þegar í. Klukkan okkar þykir óeðlilega fljót miðað við sólargang (allarvega á haust og vor mánuðunum). Því spyr ég, af hverju túlkarðu umræðu á Bretlandi um að vera meira eins og við sem sönnun að við séum í ruglinu?

Einar Örn Gissurarson, 29.10.2011 kl. 20:22

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég ætla að hnykkja á því Hvellur að þú hafðir greinilega enga hugmynd um hvað þú ætlaðir að tala og ruglar nú fram og til baka.

Magnús Sigurðsson, 29.10.2011 kl. 20:45

15 Smámynd: Vendetta

Leiðrétting: Í athugasemd #10 átti ég auðvitað við vesturströnd N-Ameríku. Biðst afsökunar. Hins vegar virðist enginn hafa tekið eftir þessari villu.

Vendetta, 29.10.2011 kl. 21:08

16 identicon

Það er augljóst að Bretar hafa lært eitthvað af okkur Íslendingum. Núna þarf Cameron að draga athyglina frá einhverju óþægilegu máli og þá hendir hann einhverju svona fram sem allir geta rifist um. Þetta er búið að gera nokkrum sinnum á Íslandi síðstu 30 mánuði eða svo.

Ég bíð alltaf eftir því að vitleysingurinn Björn hValur Gíslason komi fram með tillögu um að hringvegurinn á Íslandi verði gerður að einstefnugötu.

Björn (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 21:51

17 identicon

Rússar eru hættir að færa tímann hjá sér til.  

Ég færði tímann um eina klukkustund áður en ég fór í háttinn í gær.

Það er ekkert að því að Bretar vilji hætta þessu klukkustandi.  Að færa klukkuna um einn tíma fram, er þá ekki klukkan það saman og á meginlandi Evrópu?

Standard-EU-Time? ;) 

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband