Ólafur Ísleifs með fínan status.

 
Ólafur Ísleifs hagfræðingur og lektor við Hr með status í dag.
Ágætis skot.
 
Þegar öllu er á botnin hvolft hefur kjaraserðing almennings orðið minni í Grikklandi en Íslandi. 
Þegar NEI-sinnar benda á Grikkland sem slæmt fordæmi, þá eru þeir að skjóta út í loftið.
 
kv
 
Sleggjan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er ekki "Sambandið" að setja Grikki á 120% leiðina?

Verðtrygging lánveitenda þar heitir Euro.  Það stendur nokkuð stöðugt, á meðan laun, fasteignir og framleiðsla Grikkja fellur í verði. 

Grikkir fá greitt eftir Grískum standard, en þurfa að borga í "Þýsku Euroi".

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 15:06

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hehe góður

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 16:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ G. Tomas

" Verðtrygging lánveitenda þar heitir Euro"  : Nei

 "laun, fasteignir og framleiðsla Grikkja fellur í verði" Laun: ekki í líkingu við launalækkun á Íslandi,   Fasteignir: Já enda bóla að springa, Framleiðsla: nei framleiðsla lækkar ekki í verði, nema samkvæmt markaðsaðstæðum á evrusvæðinu, tengist ekki hruni Grikklands.

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Að öllum líkindum þá lækkar framleiðsla Grikkja í verði, enda lækkar tilkostnaður, þ.e.a.s. launakostnaður o.s.frv.

Það er enda það sem Grikkland þarf á að halda, til að gera vörur sínar samkeppnishæfari, auka útflutning og minnka innflutning. 

Launalækkanir hafa verið gríðarlegar í Grikklandi og eins t.d. í Eystrasaltslöndunum.  Í Eystrasaltslöndunum var kauplækkun allt að 40%, en sú lækkun varð auðvitað ekki yfir línuna, þar sem ekki var gengisfellingu sem kemur jafnt við alla.  Atvinnuleysi varð sömuleiðis mun hærra í þessum löndum en á Íslandi, þar sem eitthvað annað verður undan að láta, ef gjaldmiðillinn gerir það ekki.  Hvað skyldi kaupmáttur atvinnuleysingjanna hafa lækkað mikið?

Fasteignabólan sem sprakk víða um Evrópu var mögnuð upp á Euroinu og lágum vöxtum, sem tóku ekki mið af raunveruleika landanna, heldur þess sem Þýski og Franski efnahagurinn þurfti á að halda.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 17:27

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fasteignarbólan sprakk á Íslandi líka.... það varð 40% raunverðslækkun.

Gengisfallið fylgdi gífurleg kjaraskerðing á Íslandi.

Verðbólgan er að sliga heimilin í landinu með verðtryggingunni.

Hvað er verðbólgan á evru svæðinu miðað við Ísland seinustu 5ár?

Ekki beint uppbyggilegur samanburður... nema fyrir þá sem eru að fara að flytja til Evrópu.

Það er smá kómískt þegar hinir ýmsir NEI sinnar benda endalaust á Grikkland til að stiðja sín rök gegn ESB. Það er bara fáranlegt því án ESB þá væri Grikkland fyrir löngu komið á hausinn. Greiðsluþrot. Ekkert flókið.

En ef við tökum ESB í heild þá er skuldastaðan bara fín... margfallt betri en á Íslandi....sem þurfti að far að skríðandi til AGS.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 17:47

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ G tómas

Framleiðslan: Misskildi hvað þú meintir. Hélt þú varst að tala um framleiðsluafurðirnar t.d. Epli. En ekki framleiðslan : bændur.  

Já, þá er ég sammála þér. Lækkun launa rökrétt lausn Grikkja til að vera samkeppnishæfari miðað við önnur lönd.

Laun: Já rétt. Grikkir hafa lækkað í launum í evrutölum. En ég vill frekar tala um kaupmátt launa. Það sem þú færð fyrir peninginn. Á Íslandi hefur kaupmáttur lækkað töluvert meira.

Fasteignabólan fór í gang vegna lágra vaxta, Hárrétt. USA reið á vaðið með lækkun vaxta eftir ellefta september. Svo fylgdu hinir á eftir. Enda bankar orðnir alþjóðlegir og lána þvers og kurs á landamæri. Það er ekki hægt að tala um evrópskra, amerískra og asískra banka í dag. Þetta er semi allt sama sullið, nema kannski höfuðstöðvarnar.

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 18:17

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Grikkland er auðvitað svartasta dæmið, en skoðaðu Portugal, Spán, Ítaliu, Eystrasaltslöndin, Írland.

Skoðaðu atvinnleysistölur, skoðaðu fasteignaverð, skoðaðu launalækkanir, skoðaðu niðurskurð í velferðarkerfinu, skoðaðu brottflutning.

Þetta eru helstu breyturnar og þær sveiflast þeim mun meira, þegar sveiflan er tekin af gjaldmiðlinum.

Verðbólga í Eistlandi (sem er með hæstu verðbólguna af Eurolöndunum) er yfir 5% núna, sem er merkilegt nokk svipað og á Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 18:29

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mig langar að fara grísku leiðina.

Helmingur allra skulda felldar niður.

Fæst það ef við göngum í ESB?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2011 kl. 20:33

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Guðmundur

Fórum Íslensku leiðina.

Létum bankana skipa um kennitölu. Skyldum erlendu bankana með núll og nix. Meira en 50% . Þannig engar áhyggjur=)

Ef þú ert að tala um heimilin, þá nei þvi miður. En á Grikklandi eru heimilin ekki að fá afslátt. Bara ríkissjóður Grikkja.

@ G tómas Gunnarsson:

Nú veit ég ekki lengur hvort þú ert ennþá að meina að Grikkir hafi það verr en Íslendinga.

En jú, það er mikill órói á Evrúsvæðinu og í ESB. Enda kannski heimskreppa á leiðinni.

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 20:50

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Íslenska leiðin er engin draumaleið, en ef Grikkjum stæðin hún til boða myndu þeir stökkva á hana.

Gríska leiðin: Skuldir færðar niður í 170%, allt verðtryggt upp í topp plús hæstu vextir í allri heimsálfunni ... og sviptir sjálfræði!

Haraldur Hansson, 29.10.2011 kl. 02:23

11 identicon

@ Haraldur

 -Hversu háir vextir eru í Grikklandi núna?

-Engin verðtrygging er í Grikklandi

Hef ekki heyrt um 170 prósenta markið, ertu með link á það? heimildir.

sleggjan (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 11:05

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta hefur verið í öllum evrópskum fjölmiðlum síðustu dagana. Bara gúggla eða lesa t.d. þetta.

Planið er að koma skuldum Grikkja niður í 120% af GDP árið 2020! Sömu stöðu og er að sliga Ítali núna.

Grikkir þurfa að fjármagna sig með skuldabréfaútgáfu og almennum lántökum. Skuldatryggingarálagið er það lang, lang, lang hæsta í Evrópu sem segir allt sem segja þarf um vaxtakjörin.

Verðtryggingin felst í því að þeir geta ekki annað en notað evru sem er 40-60% of hátt skráð fyrir Grikkland. Það eru þyngri verðbætur en við þekkjum.

Það er búið að taka af þeim sjálfræðið. Þeir verða að selja flugvelli, hafnir og aðrar eignir, segja upp fólki og lækka laun. Og núna á að lækka laun og lífeyri aftur. Þannig virkar hin dulbúna verðtrygging þegar ríki hafa ekki eigin gjaldmiðil.

Haraldur Hansson, 29.10.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband