Miðvikudagur, 26. október 2011
Bara svo þið vitið.....
Þá er sama hvað NEi sinnar reyna að blekkja og ljúga um ESB... staðreyndin er alveg ljós og Gylfi á þakkir fyrir að minna okkur almenning á það:
Húsnæðisvextir hér allt að fimm til sex sinnum hærri en á evru-svæðinu
Þetta er bara staðreynd.
hvells
![]() |
Biðja á um aðstoð vegna krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Húsnæðisvextir lækkuðu í Portúgal þegar þar var tekin upp evra.
Það eru ekki gæði sem falla af himnum ofan, ókeypis fyrir alla. Portúgalar eru að komast að því núna. Bankarnir geta ekki fjármagnað sig á innanlandsmarkaði og lausafjárkreppa vofir yfir með tilheyrandi hörmungum.
Það þarf að fara skynsamlegri leið til að lækka vexti en að gefast upp og skríða til Brussel. Ekkert kemur í staðinn fyrir bætta hagstjórn og betri bankarekstur.
Haraldur Hansson, 26.10.2011 kl. 12:52
Við þurfum að bæta hagstjórnina og taka upp stöðugan gjaldmiðil svo atvinnulifið fær stöðugleika.
Það er óásættanlegt að íslensk fyrirtæki dragast aftur úr hinni alþjóðlegri samkeppni vegna krónunnar (í raun hafa fjölmörg fyrirtæki séð veikleika krónunnar og gert upp í evrum) með tilheyrandi skertum lífskjörum á Íslandi.
hvellls
Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 13:15
"Kostnaður vegna húsnæðis er hlutfallslega heldur minni hér en í Danmörku."
Fréttatíminn helgina 21-23 janúar 2011
"Húsnæðiskostnaður innan viðmiðs
Ríflega 20% af ráðstöfunartekjum heimila á Íslandi fara í að greiða fyrir húsakost. Hlutfallslega dýrast er fyrir fjölskyldur í Danmörku að eiga eða leigja húsnæði."
"Þá er í svarinu samanburður milli Norðurlandanna og sést á honum að húsnæðiskostnaðurinn er hæstur í Danmörku en lægstur í Finnlandi. Í Noregi og Svíþjóð hefur húsnæðiskostnaðurinn undanfarin ár verið sambærilegur og á Íslandi." -MBL.is http://mbl.is/frettir/innlent/2011/09/17/husnaediskostnadur_ekki_yfir_25_prosent/
Gylfi ESB dindill er vísvitandi að ljúga að fólki enda skal landið undir stjórn Þjóðverja og Frakka með góðu eða illu. Gylfi er þjóðernisjafnaðarmaður en þjóðernið er bara ekki Íslenskt heldur Evrópskt, hér er linkur á annan þekktan þjóðernisjafnaðarmann.
Öllum gjaldmiðlum heims er stýrt á einn eða annan hátt eftir þörfum hvers og eins og þá oft með peningaprentun þegar þarf að auka samkeppnishæfni þjóða eða eyða skuldafjöllum.
Ef við viljum lækka raunvexti þá verður að lækka raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna og hækka skatta.
Stöðugleikin sem Gylfi er að kalla eftir fellst í stöðugt háu atvinnuleysi c.a 10-12% og launalækunum eftir þörfum sem bitnar að sjálfsögðu ekki á fjármagnseigendum.
Eggert Sigurbergsson, 26.10.2011 kl. 16:19
http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin's_law
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 16:32
"Godwin's law itself can be abused as a distraction, diversion or even as censorship, fallaciously miscasting an opponent's argument as hyperbole when the comparisons made by the argument are actually appropriate."
The National Socialist German Workers' Party (German:
Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei (help·info), abbreviated NSDAP), commonly known in English as the Nazi Party, was a political party in Germany between 1920 and 1945. þ.e Jafnaðarmannaflokkur, það var og er draumur jafnaðarmanna að sameina Evrópu undir einu merki eins og það var draumur NSDAP að sameina Evrópu undir einu merki en MEÐ VALDI blönduðu öðrum viðbjóði!
Þessi vilji jafnaðarmanna er jafn raunverulegur í dag, og hann var á tímum NSDAP, en með öðrum aðferðum þó, þetta efni má alveg ræða enda stendur það okkur mjög nálagt í tíma, rúmi og á sér sögu. Flestir Íslendingar þekkja fórnarlömb þessarar "sameiningar tilraunar" af eigin raun.
Vert er að geta þess að aðrir jafnaðarmannaflokkar spruttu upp eftir stíðslok þegar NSDAP var lagður niður, sumir af þessum flokkum er við völd í Þýskalandi í dag.
Eggert Sigurbergsson, 26.10.2011 kl. 17:43
Jafnaðarflokkurinn á Íslandi vill í á ESB en ekki hægri flokkurinn.
Í evrópu þá vilja hægri flokkar í ESB. Ástandið á Íslandi er mjög sérstakt þegar kemur að þessu.
Rök þín Eggert er á villigötum að mínu mati.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 18:19
Jafnaðarmannastefnan og sameining Evrópu er blóði drifin, það væri ábyrgðarlaust annað en að halda því til haga.
Jafnaðarmennska og sameining Evrópu er ekki ný uppfinning og hana ber að skoða í ljósi sögunnar þótt sumu líki það ekki.
Tilraunir til að þagga niður í sögunni er ekki rétta leiðin.
Jafnaðarmönnum á Íslandi hættir til að að geta ekki rætt heiðarlega um þennan svarta blett í sögu jafnaðarmanna og eru margir hverjir tilbúnir að beita ýmsum ráðum til að þagga niður í óþæginlegri umræðu.
Eggert Sigurbergsson, 26.10.2011 kl. 19:44
En fólk sem eru kapitalistar sem vilja í ESB???
Við erum að tala um ESB og það hefur ekki komið stríð í Evrópu síðan stála og kolabadalagið var stofnað.
Langt frá því að vera blóði drifið.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 19:52
"Poland warns of war 'in 10 years' as EU leaders scramble to contain panic"
Við fyrsta mótvind þá þá stendur ekki steinn yfir steini í hinu pólitíska viðrini Evruni. Það er vitað að Evran var ekkert annað en pólitískt verkfæri evrokratan til að hraða sameiningu Evrópu, í þeirri sameiningu verða ekki allir sigurvegar, reyndar bara örfáar sigurvegarar.
Það er full ástæða að skoða misheppnaðar tilraunir um sameiningu Evrópu ALLA síðustu öld.
Bandaríkin urðu til á 200árum, sameining Evrópu gerist á margföldum þeim tíma ef þá nokkurtíman.
http://euobserver.com/18/113625Eggert Sigurbergsson, 26.10.2011 kl. 20:58
Að búa til stöðugleika með því að skipta um mynt getur ekki orðið annað en falskur stöðugleiki. Eitthvað annað lætur undan í staðinn.
Við erum hrávöruframleiðendur og eigum mikið undir duttlungum náttúrunnar. Tíðarfar og aflabrögð hafa mikil áhrif og stundum eldgos. Þetta gildir ekki um stór iðnaðar- og þjónusturíki, en evran tekur mið af þeim.
Ef það verður aflabrestur á loðnuvertíð rýrir það kjör okkar sem þjóðar. Þá er eðlilegt að gjaldmiðillinn veikist. Á sama hátt styrkist hann ef afli verður óvænt meiri, ferðamönnum fjölgar mikið eða álverð hækkar.
Hér er lítið flöktandi hagkerfi. Að búa til "stöðugleika" með stórum sterkum gjaldmiðli er beinlínis hættulegt. Eitthvað brotnar eða lætur undan. Það kæmi örugglega fram í miklu og viðvarandi atvinnuleysi, sem einmitt hefur verið eitt megin einkenni ESB undanfarin 30 ár.
Þá er betra að halda í krónuna, læra af hruninu, bæta hagstjórnina og efla lagarammann. Umfram allt að láta af lántökuáráttu. Allt þetta skapar alvöru stöðugleika en ekki hættulegt evru-plat.
Haraldur Hansson, 26.10.2011 kl. 22:36
Atvinnulífið vill ESB og evru.
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf
Að sætta sig við að vera fiski og hrávöruþjóð í framtíðinni er sorgleg framtíðarsýn. Við eigum að efla hugvit og nýsköpun og haga peningamálum okkar þannig að það styrkir okkar sprotafyrirtæki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 23:18
Það eru léttbær rök að benda á þrjú fyrirtæki, þó að þau séu öll bæði stór og glæsileg.
Það má láta sig dreyma, en við verðum að halda okkur við raunveruleikann. Hvort sem okkur líkar betur eða verr munum við byggja velmegun okkar á hrávöru næstu áratugina, fiski og áli.
En ég er sammála því að við eigum að efla nýsköpun og hugvit og gefa sprotafyrirtækjum möguleika. Ferðaþjónusta hefur eflst mikið, framleiðsla á hugbúnaði styrkist jafnt og þétt og fjölbreytni vex í iðnaði.
En þetta tekur langan tíma og menn mega ekki reikna með útþenslu að hætti bankanna. Reynslan segir okkur að það sé ekki raunhæft.
Og gleymum ekki: Það er órjúfanlegur hluti af fullveldi hverrar þjóðar að hafa sinn eigin gjaldmiðil sem þjónar hagsmunum hennar. Við þurfum að læra að fara betur með krónuna en ekki kasta henni.
Haraldur Hansson, 26.10.2011 kl. 23:37
@ Haraldur
Er ekki fullreynt með íslenska pólítíkusa með að fá þá til að stunda góða hagstjórn?
sleggjan (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 16:09
Ekki horfa svo stíft í baksýnisspegilinn að þú sjáir ekki fram á veginn. Framtíðin er bjartari en þig grunar.
Þegar Ísland fékk fullveldi 1918 vorum við fátækasta og fámennasta þjóð Evrópu, íbúatalan var 91.900 manns. Við kunnum ekki að vera ríki en þurftum að læra það. Allt slíkt tekur tíma.
Núna erum við 319.000. Unga kynslóðin fyllir mann bjartsýni. Aldrei hafa fleiri sótt menntun, almenna þekkingu og reynslu til annarra landa. Aldrei hefur menntunarstigið verið jafn hátt. Aldrei hafa tækifærin verið jafn mörg og fjölbreytt.
Kreppan er bara tímabundin. Eftir rúma 500 daga verðum við laus við vinstri stjórnina.
Þótt mín kynslóð hafi ekki staðið vel í hagstjórn og sú á undan enn verr, hef ég tröllatrú á þeirri sem tekur við. Og þeirri næstu. Eftir-kreppu kynslóðin, sem nú er að fæðast, verður komin á vinnumarkaðinn eftir 25 ár og mun örugglega gera góða hluti. 25 ár eru ekki nema lítið augnablik í lífi þjóðr.
Hættum að horfa í baksýnisspegilinn. Horfum fram á veginn. Enga uppgjöf og aumingjaskap með því að skríða til Brussel og biðja Berlusconi og Barroso að stjórna fyrir okkur. Sjálfstæðið er okkar verðmætasta auðlind.
Haraldur Hansson, 27.10.2011 kl. 21:16
@ Haraldur
Já . Náðir að sannfæra mig að vissu leiti. Gott ef næsta kynslóð hefur meira vit á hagstjórn og stendur fast á sínu þegar á þing er komið.
Svo les maður ályktun SUS http://www.sus.is/?p=405 og missir aðeins trúnna
sleggjan (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 10:48
Svona, svona. Þó að þér líki ekki það sem einhverjir sjallaguttar á stuttbuxum segja máttu ekki missa trúna. Ungir Vinstri-grænir samþykktu ályktun um daginn um "einræðistilburði forsetans" sem var óttalega unggæðingsleg.
Þetta tilheyrir því að vera ungur, en menn öðlast fljótt reynslu og aukinn skilning. Við verðum að leyfa þeim að hlaupa af sér hornin.
Viltu frekar láta stóru strákana í Brusslel hugsa fyrir þig? Af því að þeir hafa staðið svo rooosalega vel. Ekkert evruríki uppfyllir Maastricht lengur, flest eru skuldug upp fyrir haus og evran liggur á gjörgæslu! Glæsilegt.
Það hugsar engin um heimili þitt betur en þú sjálfur. Það hugsar enginn betur um landið þitt en þú og þjóðin sem þú ert hluti af. Ekki láta þér detta í hug að einhver jakkaklæddur Miroslav í Brussel, sem varla gæti fundið Ísland á korti, geti gefið íslenskum trillukörlum ráð. Þó að hann færi kommissar fiskveiðimála.
Sjálfstæðið er okkar dýrmætasta auðlind. Þú þarft bara að koma auga á það.
Haraldur Hansson, 29.10.2011 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.