Merkilegt.

Þetta er merkilegt. Og einhvernvegin lýsandi dæmi um Ísland í dag.

Skuldarinn er vorkenndur svo mikið að það borgar sig ekki að borga skuldir.

Fámenni og háværi hópurinn ræður.

Hvet alla til að lesa fréttina.

hvells


mbl.is Gjaldþrot „og þú ert laus allra mála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er auðvitað ábyrgðarlaus ráðstöfun fjármuna að afhenda þá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Eins og að veifa kjötbita framan í úlfahjörð.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2011 kl. 14:16

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er núna ábyrðgarlaust að borga skuldir sínar?

Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2011 kl. 14:19

3 Smámynd: Landfari

Þetta eru alveg fáránlega ósanngörn lög. Hvað ætli margir fari á hausinn ef almenningur fattaði þessa leið?

Það er bara orðið valkvætt hvort maður borgar eða borgar ekki. Af hveruj í ósköpunum ætti maður að vera að borga.

Ég þarf nú bara að spá aðeins í þetta. Á maður nokkuð að vera að streða þetta?

Landfari, 22.10.2011 kl. 14:33

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt athugað hjá þér Landfari.

Það er smá misræmi þarna á milli. 

Það virðist borga sig margfallt að gíra sig upp á sem mestu lanum og sleppa að borga í staðnn fyrir að sýna ráðdeild.

110% leiðin og þessi gjaldþrotalög eru dæmi um slíka hvatningu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.10.2011 kl. 15:19

5 identicon

Ábyrgð litla mannsins er ofmetin. Hversu mikla ábyrgð sýndi fjármagnseigandinn þegar hann var að lána litla manninum? Ef þú lánar þitt fjármagn til aðila sem að getur ekki greitt til baka er það bara þitt mál. Og það er algjörlega allt í lagi að litli maðurinn fái eitthvert vogarafl í viðskiptum sínum við fjármálastofnanir. Nógu illa hafa spilin verið gefin út af ríkisvaldinu hingað til.

En þar sem að hér er verið að reyna að skíta yfir þá sem þurfa að fara gjaldþrotaleiðina, þá má benda á það að mjög fáir hafa farið þessa leið, eins og kemur fram í fréttinni. Það er vegna þess að fólk fer ekki þessa leið nema það sé knúið til þess.

P.s. Þeir sem gíruðu sig mest upp eru þeir sem sleppa best í dag. Og þeir hafa fæstir þurft á þessum lögum að halda til þess, þar sem að bankarnir hafa þegar afskrifað skuldir þeirra

K (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 15:53

6 Smámynd: Landfari

K, þetta er ekki bara spurning um einhverja fjármagnseigendur. Þetta eru líka almennir skattgreiðendur því allar sektargreiðslur sem og íbúðalánasjóður er þarna undir og og sveitafélögin með meðlagsgreiðslurnar. Þolendur nauðgunar og annara líkamsárása sem dæmdar hafa verið skaðabætur sitja líka óbættir hjá garði.

Spurning hvort hægt sé að takmarka þessa leið við þá sem hafa lent illa í misgengi íbúðalána og húsnæðis t.d. þannig að óprútnir aðilar geti ekki misnotað þessa leið.

Landfari, 22.10.2011 kl. 19:05

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankaráns-stjóri Glitnis sagði að það væri ábyrgðarleysi að borga skuldir sínar og það var látið viðgangast, og ef það er ekki fordæmisgefandi þá veit ég ekki hvað það er. Hverjum ætti að finnast eðlilegt að borga bönkum eitthvað eftir slíka yfirlýsingu hjá honum, sem hann komst upp með?

Og í dag rekur hann víst einhverskonar sjoppu, sem hann hefur líklega óvænt unnið í lottóinu, eða hvað? Og almenningur fær ekki að halda heimilum sínum! Það sjá það allir að vitleysan nær ekki nokkurri átt að réttlæti. Enginn hefur áhuga á að sýna ábyrgð í svona gjörspilltu ræningja-umhverfi.

Ef þetta er þessi gífurlegi árangur í jöfnuði, sem Jóhanna blessunin var látin tala um, þá skil ég ekki hvað orðin árangur og jöfnuður þýða nú orðið.

Kannski rétt að fá sér nýja orðabók, og athuga hvort sé búið að breyta íslenskunni svona algjörlega, að svart þýði hvítt og hvítt svart, og að bankar hafi líf og sál sem þurfi að bjarga og fólk sé dauðir hlutir sem ekki þarf að halda á lífi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.10.2011 kl. 01:29

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gjaldþrota Mokkapakkið að setja sig á háan hest. snork, snork.

Því fyrr sem almenningur áttar sig á því að þingmenn eru illa gefnir hálfvitar og aumingjar upp til hópa, því betra.

Jóhanna og Steingrímur eru bestu dæmin, en þau eru alls ekki þau verstu hvað það varðar.

Guðmundur Pétursson, 23.10.2011 kl. 11:05

9 identicon

Það eiga allir að borga skuldirnar sínar.

En það á ENGINN að borga skuldir sem eru búnar til með reiknilíkönum og excelforrirtum með þeim tilgangi að færa fámennri fjármagnsklíku alla eignamyndun í landinu.

Klíku sem virkar þannig að um leið og einhver asnast til að kaupa sér húsnæði á Íslandi er hann festur eins og hamstur í hlaupahjóli alla sína ævi og eignast aldrei neitt, sama hvað hann borgar.

Þetta hefur ekkert með það að gera að "borga skuldir sínar", heldur meira að láta hafa sig að fífli og féþúfu.

Verðtryggð og ólöglega gengistryggð lán átti að hætta að borga strax á vormánuðum 2008 og ekki leggja eina einustu krónu í viðbót í þessa botnlausu hít fyrr en þessum lánamálum hefur verið komið í eðlilegt horf, og það hefur einhvern tilgang að halda áfram að borga af upplognum lánunum.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 14:34

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er núna ábyrðgarlaust að borga skuldir sínar?

Alls ekki. En það er jafnframt ábyrgðarlaust að borga einhverjum sem ekki á lögmæta kröfu á hendur þér þó hann veifi einhverjum falspappír. Það er til dæmis ábyrgðarleysi að semja um kröfur sínar við einhver eignarhaldsfélög úti í bæ sem eiga ekkert í þeim eins og er í mörgum tilvikum.

En borguðu íslensku bankarnir skuldir sínar? Nei, það var logið upp á íslenska skattgreiðendur að þeir myndu ábyrgjast kennitöluflakk með skuldbindingar vegna innlendra innstæðna og restin var afskrifuð. Lygin heldur enn, eins og meintur og fullkomlega óraunhæfur ofsahagnaður bankanna ber vott um.

Myndirðu trúa því ef kornbændur tilkynntu metuppskeru þrjú ár í röð í mestu þurrkatíð sem elstu menn muna stæði yfir?

Ef þú gerðir það værirðu vitlausari en ég hélt.

Ef ég fengi ríkisábyrgð á mínum skuldum gefins og samkvæmt því miklu betri lánskjör en bjóðast almenningi, þá teldist það gjafagerningur og ávinningurinn að fullu leyti tekjuskattskyldur. Því miður er ég ekki banki... en sem betur fer nýt ég ekki heldur ríkisábyrgðar sem ég þarf að borga skatt af.

En ef við gæfum okkur að meint ríkisábyrgð væri til staðar, þá þýddi það einfaldlega að bankarnir væru í vanskilum með ríkisábyrgðargjald og á hinum enda kröfunnar væri almenningur. Það er algengt í viðskiptum að skuldajafna kröfum milli tveggja aðila, ekki síst þegar annar er í vanskilum, og í uppgjörum þrotabúa eins og hér um ræðir er það beinlínis alvanalegt.

Hingað til hefur það ekki talist ábyrgðarlaust.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2011 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband