Allt á fullri ferð.

Þetta eru ánægilegar fréttir. Brátt mun þjóðin fá að kjósa um samninginn. Já eða Nei.

Það er hin lýðræðislega leið... en því miður eru öfl í landinu sem stuðla að því að svipta þjóðinni rétt til þess að kjósa. En svo betur fer er þetta einangraður og fámennur hópur.

Svo er gleðilegt að upplýsingaskrifstofa verður upnuð í RVK. Það er mikil þörf á þessu vegna þess að ranghugmyndir um ESB eru mjög útbreiddar.

Upplýsingaskrifstofa ESB verður opnuð í Reykjavík innan nokkurra vikna með það að markmiði að auka almenna umræðu um ESB og mögulega aðild að sambandinu

Svo væri best að hafa nokkrar svona stofu úti á landi til að fræða landsbyggðina einnig.

hvells


mbl.is Stækkunarstjóri ESB á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú segir nokkuð, hvernig væri þá að opna nokkrar slíkar upplýsingaskrifstofur sem upplýsa almenning um hvað það er hættulegt að ganga inn í Brussel peningamafíuna og hrunabandalag ESB annars er ekki hægt að horfa á þessar skrifstofur nema sem áróðurshreiður fyrir inngöngu í ESB!

Sigurður Haraldsson, 19.10.2011 kl. 12:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða samning ertu að tala um, ertu að meina aðlögunarferlið?  Og er það gott að fá áróðursmaskínu hingað með milljónir til að "leiðrétta" kúrsinn?  er ekki nær að veita hultlausar upplýsingar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bíðum nú aðeins ég veit ekki betur en að rétturinn á fyrri Þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi verið tekin af Þjóðinni...

Þjóðin hefur ekkert í hendi sér sem segir að hún fái seinni Þjóðaratkvæðagreiðsluna nema loforð frá þeim sem að sviku loforð...

Ríkisstjórnin er gjörsamlega rúin traust vegna svika...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2011 kl. 13:29

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður 

Upplýsingaskrifstofa ESB mun veita hlutlausar upplýsingar.

"upplýsingaskrifstofur sem upplýsa almenning um hvað það er hættulegt að ganga inn í Brussel peningamafíuna og hrunabandalag ESB"    

er langt frá því að vera hlutlausar upplýsingar.

Ásthildur

hvaða aðlögun ertu að tala um. nefndu dæmi.

ingibjörg

Er ekki fínt að kjósa um samninginn þegar hann lyggur fyrir? þá erum við að kjósa um eitthvað sem er í hendi og ekki hægt að hrekja með hræðsluáróðri.

í Icesave málinu. Þá var þjóðaratkvæðisgreiðsla um samninginn sjálfann. En ekki um hvort við áttum að skipa samningsnefnd.

Það er því eðlilegast að kjósa þegar samningurinn lyggur fyrir. Alveg einsog í Icesave málinu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 15:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég nenni nú ekki að leita að rökum hér.  En bendi á til dæmis að ESB sendi ráðherra landbúnaðar bréf um að hann hefði ekki staðið sig í aðlögun að umsóknarferlinu.  Við eigum sem sagt að aðlaga okkur að ESB ÁÐUR en við kjósum um málið,.  Það hefur margsinnis komið fram að m.a. hjá stækkunarstjóra og forstöðumönnum ESB að það er ekkert sem heitir aðildarulmsókn, heldur aðlögunarferli sem enda með inngöngu Íslands í ESB.  Það er með ólíkindum hve sum ykkar getið haft bæði augu, eyru og nef lokað fyrir þessari einföldu staðreynd.  Þegar aðlögunarferlinu likur stöndum við frammi fyrir gerðum hlut og ekki verður aftur snúið.  Að vísu stóla ég þá á stuðning forsetans við að neita að skrifa undir.  Og að það verði þjóðaratakvæðagreiðsla um málið.  En þá verður erfitt að vinda ofan af öllu lagabákninu sem við verðum búin að gangast undir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 15:46

6 identicon

Auðvitað mátti og hefði átt að kjósa um það meðal allrar þjóðarinnar hvort að fara ætti í jafn afdrifaríkt og umdeilt mál eins og að sækja formlega um ESB aðild og hefja aðildarviðræður sem eru rándýrar taka mörg ár og hafa sett sundurlyndisfjandann í öndvegi í íslenskum stjórnmálum og meðal þjóðarinnar allrar.

Slíkt hefði verið langsamlega lýðræðislegast, en það var því miður naumlega fellt á Alþingi af þeim sem nú tala hæst um að ekki megi hætta við þetta ferli og að ekki megi taka frá þjóðin þann lýðræðislega rétt að fá að kjósa um samninginn.

Slík atkvæðagreiðsla yrði samt ekki einu sinni bindandi fyrir Samfylkinguna, samkvæmt samþykktum Alþingis.

Ef kosið hefði verið um það hvort sækja ætti formlega um aðild og fara í aðildarviðræður þá hefði það, á hvern veginn sem það hefði farið.

Ef málið hefði verið samþykkt, þá hefði Ríkisstjórnin og þingið mun sterkara umboð til þess að fara í þessa vegferð og meiri friður hefði verið um framgang málsins og við sem vorum á móti hefðum betur orðið að sætta okkur við þessa málsmeðferð.

Ef málið hefði verið fellt, þá hefði það verið úr sögunni í bili alla vegana og þing og þjóð getað einhent sér í sameiningu í að byggja landið upp eftir Hrunið.

Svo er það hreinn einfeldningsháttur að halda það að hundruðir milljóna og sendiráð og upplýsingaskrifstofa muni eingöngu veita hlutlausar upplýsingar um ESB. Þetta er nú bara brandari hjá ykkur strákar.

Hlustið þið bara á fyrrverandi kommúnistaforingjann STEFÁN FULLE Yfir stækkunar Commísar ESB Elítunnar og heyriði hvernig hann talar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 16:00

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í Icesave málinu var þjóðaratkvæði um samninginn.

Ekki um hvort við áttum að fara í samningaviðræður.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 16:31

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samkvæmt Þorsteini Pálssyni sem situr í samninganefnd íslands við esb þá verða samningaviðræðurnar ekki kláraðar á þessu kjörtímabili vegna ósamstöðu í ríkisstjórninni.

Ég skal segja það einu sinni enn aumingjaskpaur Samfylkingarinnar verður til þess að þetta mál verður ekki klárað.

Óðinn Þórisson, 19.10.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband