Blekkingar NEI-sinna.

NEI sinnar töluðu um hvað eftir annað ef þjóðin kjósi NEI við Icesave þá mun Icesave hverfa. Því fer víðsfjarri. Og ég vænti þess að NEI sinnar og þá sérstaklega fólkið sem stóð að síðunni kosning.is biðji þjóðina opinberlega afsökunnar.

Icesave hefur ekki horfið og það eru bullandi lögfræðilegar deilur um Icesave og allt stefnir í dómsmál. Ísland er að tapa milljarða á því að hafa þetta mál óleyst og ég tala ekki um álitshnekkina sem þetta mál hefur haft á land og þjóð.

hvells


mbl.is Verður að lenda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvaða mál er óleyst? Icesave? Varla. Þetta mál hefur aldrei verið á ábyrgð hins almenna skattgreiðenda - samkvæmt reglum EES.

En ef þetta meinta óleysta mál stendur í vegi fyrir ESB aðild, þá ber að þakka það. :)

Kolbrún Hilmars, 15.10.2011 kl. 16:33

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kolbrún, Þetta hefur verið á ábyrgð skattgreiðenda eins og allar aðrar innistæður í bönkum á Íslandi síðan árið 2008. Enda var það ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa þennan háttin á þegar íslensku bankanir urðu gjaldþrota.

Svona fullyrðingar eins og þær sem þú setur fram hérna eru því ekkert nema rökleysa og vitleysa.

Jón Frímann Jónsson, 15.10.2011 kl. 17:14

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann. Ef við gefum okkur að ÞÚ hafir rétt fyrir þér, því í ósköpunum þurfa lánastofnanir þá að stofna sérstaka tryggingarsjóði innstæðna?

Svo ekki sé nú talað um þetta ákvæði EES um að þjóðríkjum sé óheimilt að hygla eigin lánastofnunum með ábyrgðum - svona með tilliti til samkeppnisaðstöðu annarra (vinveittra)ríkja?

Kolbrún Hilmars, 15.10.2011 kl. 17:30

4 identicon

Nei vinur, icesave er fullkomið málefni sem fjallar um tært réttlæti og ekkert annað en réttlæti.

Stundum er betra að falla með sæmd (ef þú trúir því einlægt og fullkomlega að málstaður þinn sé sannur og réttur) fremur en að skríða með skottið/stoltið bogið að eilífu.

icesave málið er óréttlátt í kjarna sínum og því get ég aldrei samþykkt niðurstöðuna sem í boði er..því miður.

runar (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband