Rétt skal vera rétt.

Þegar talað er um hreinar tekjur af Hörpu og sett fram niðurstöður hvort Harpan borgar sig eða ekki þá þarf að fara rétt að mælingum.

Það á að mæla nettó aukningu af ráðstefnum. Ef Harpan er að ræna viðskiptavinum frá t.d Grand Hotel þá er það yfirfærsla á tekjum. Frá Grand Hótel og yfir í Hörpu. Þjóðarbúið stendur í stað. Þó að rekstrareikningur Hörpuna sjálfra lítur betur út.

hvells


mbl.is Harpa skilar yfir milljarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.10.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Er nú nokkuð viss um að hagfræðistofnunnin hafi tekið tillit til áhrifanna á tekjum annarra. Þar að auki eru þetta erlendir gestir og því er réttara að tala um erlendan ráðstefnumarkað (ekki innlendan). Aðrir innlendir ráðstefnuhýsendur þurfa því ekki að missa spón úr aski sínum.

Ólafur Guðmundsson, 13.10.2011 kl. 14:37

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ólafur

Það skiptir ekki máli hvort við erum að tala um innlendan eða erlendan ráðstefnumarkað.

Það er ekkert skárra að Harpa rænir frá Grand Hótel ráðstefnugestir sem eru að koma frá Finnlandi eða ráðstefnugesti sem eru að koma frá Egilsstöðum.

Harpa þarf núna strax að fara í auglýsingaherferð til að stækka ráðstefnukökuna.... en ekki stela sneiðum frá innlendum ráðstefnuaðilu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.10.2011 kl. 15:47

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Eins og ég benti á þá gerir ég ráð fyrir að hagfræðistofan hafi tekið þetta með í reikninginn. En ég tel að þessir gestir séu nánast hrein viðbót við erlendu ferðamennina. Þess vegna er Harpan ekki að taka mikið frá öðrum ráðstefnuhöldurum. Vissulega má vel vera að það sé þó eitthvað.

Það sem ég átti við erlendan markað er að það er markaður fyrir allar ráðstefnur í heiminum óháð staðsetningu. Innlendur markaður er markaður ráðstefna sem munu vera haldnar á Íslandi hvort sem Harpan er eða ekki.

Munurinn á ráðstefnu gesti frá Finnlandi og Egilsstöðum er því sá að sá finnski kæmi ekki ef að Harpan væri ekki til staðar.

Ólafur Guðmundsson, 13.10.2011 kl. 16:13

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" En ég tel að þessir gestir séu nánast hrein viðbót við erlendu ferðamennina"

Ef þú hefur rétt fyrir þér í þessum efnum þá er ég mjög sáttur við Hörpuna og er hún þá mikil kjarabót fyrir Reykvíkinga og alla landsmenn.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.10.2011 kl. 16:53

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

kostnaðurinn við þessar tekjur er ekki talinn upp í þessari skýrslu.  Vonandi verður það gert í annarri skýrslu.  Það er ekki mjög vísindalegt að tala bara um tekjur en taka ekki tillit til þess hvað kostar að afla þeirra.

Lúðvík Júlíusson, 13.10.2011 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband