Föstudagur, 7. október 2011
Rökrétt viðbrögð Ísraela og almennur réttur til Vesturbakkans.
Ég byrjar færsluna á að sýna kort af Ísrael.
Palestína vill fá að stofna ríki. En vita allir hvaða landsvæði þeir vilja? Þeir vilja "Gaza Strip" svæðið neðst t.v. á Ísrael og Vesturbakkann sem er t.h við Ísrael. Þetta "ríki" á að vera í tveim pörtum og óvinaríkið inn á milli. Það sér hver maður að það mun aldrei ganga.
Við stofnun Ísraelríkis var þeim boðin Vesurbakkinn. Þeir sögðu NEI. En ætla svo núna að heimta að fá hann eftir allt sem undan er gengið. Rifjum það upp.
Kringum fyrri heimstyrjöld réðu Bretar yfir þessu landsvæði. Svo þegar Bretar hættu nýlendustefnu sinni var Vesturbakkinn undir yfirráðum Jordaníu, ekki Palestínu.
Margoft eftir stofnun Ísraelsríkis með fullu samþykki Sameinuðu þjóðanna hafa Arabar reynt að eyða því.
Fyrst 1948. Tókst ekki.
Svo sex daga stríðinu 1967. Þar réðust 3 arabaríki samtímis á Ísrael. Egyptaland, Jordan og Sýrland. Arabaríkin töpuðu illilega. Þeir voru illa skipulagðir, töluðu ekki saman sín á milli og lugu hver að öðrum. Way to go in war Arabs.
Eftir sex daga stríðið yfirtóku Ísraelar Vesturbakkann sem alþjóðasamfélagið er svo illa við. En Ísrael var í stríði. Vann stríðið og tók yfir landsvæði. Hversu oft í heimssögunni hefur það gerst og ekkert vesen? Margoft. Skoðið t.d. landakort af heiminum fyrir fyrri heimstyrjöld og sjáið.
Eftir að Arabar réðust á Ísraela, töpuðu Vesturbakkkanum. En heimta hann nú aftur eftir niðurlægjandi ósigur. Hvrernig væri að bara sleppa að ráðast á Ísraela til að byrja með. Sjá þeir ekki sökina hjá sjálfum sér?
Svo er Vesturbakkinn svo gríðarlega hernaðarlega mikilvægur fyrir Ísraela að ómögulegt er fyrir þá að gefa hann frá sér.
Tala nú ekki um nátturlegu og landafræðilegu rök fyrir að Vesturbakkinn ætti að vera undir stjórn Ísraela. Jordan fljótið og Dauðahafið.
Einnig má benda á að Ísrael er lýðræðisríki og íbúar njóta fullrar mannréttinda og velferðar. Eitthvað annað en Arabaríkin.
20% af Ísraelum eru Múslimar og njóta fullrar réttinda á við Gyðingana í landinu. Þessi 20% eru líklega með betri lífskjör en þeir múslimar sem búa í nágrannaríkjunum.
Best væri ef múslimar í "Palestínu" sætti sig við að Vesturbakkinn sé undir yfirráðum Ísraela, taki ríkisborgararétt í því landi og njóti þeirra lífsgæða sem þau eiga skilið.
Ísrael er 24 sæti yfir stærsta efnahagskerfi heimsins. Seðlabanki Ísraels er Ranked NR1 sem skilvirkasti seðlabanki heims. Mikil nýsköpun, hagvöxtur vaxandi. Engin kreppa. Allt á uppleið.
Svo ég minnist á fréttina:
Skiljanlegt er að Ísraelsmenn auki öryggisgæslu kringum Yom Kippur heilagast dag ársins.
Egyptar og Sýrlendingar gerðust svo ósvífnir að ráðast á Ísrael árið 1973 á Yom Kippur algjörlega óvænt. Gyðingarnir í miðri föstu með fjölskyldum sínum. Þannig rökrétt er fyrir Ísraela að verjast á þessum degi því aldrei að vita hvort Arabar gerast svo sniðugir að taka upp á þessu aftur.
kv
Sleggjan
![]() |
Ísraelar loka á mosku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað verður ekki snúið að 1967 landamærunum. Það verða að vera einhverjar afleiðingar af áratuga hryðjuverkastarfsemi og árásum á Ísrael. Ef Ísrael myndi ekki neyða Palestínumenn til að slá af kröfum sínum eftir hryðjuverkin, þá væru þeir að senda þau skilaboð að hryðjuverk borgi sig.
Það er ekki hægt að fá bara do-over vegna þess að aröbunum mistókst að eyða Ísrael, en svo virðist vera vilji alþjóðasamfélagsins, að Ísrael skili alltaf öllu 100% eftir að hafa unnið stríð þangað til aröbunum tekst loks vel upp í eitt skiptið og eyða Ísrael fyrir fullt og allt.
Árásir verða að hafa afleiðingar. Stríðsyfirlýsingar líka. Því fengu Þjóðverjar að kenna á eftir seinni heimstyrjöld, þeir fengu ekki að byrja aftur á upphafspunkti til að geta reynt aftur seinna.
Arngrímur Stefánsson, 7.10.2011 kl. 14:20
mjög vönduð og góð grein.
áhugavert..
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2011 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.