lýðskrumið.

"afnám verðtryggingar"

Þetta er tískusetningin í dag. En í rauninni merkingalaus í stóra samhenginu.Þetta er svipað og segja "burt með fátækt" en koma ekki með neinar lausnir í þeim efnum. 

Ef það væri engin verðbólga þá væri engin verðtrygging. Hvaða lausnir hefur Birgitta til að kveða niður verðbólgu. Hefur hún stutt ESB, nýjan gjaldmiðil, einungis hóflegar launahækkanir??  Nei alls ekki.

 Svo toppar hún lýðskrumið með meiri lýðskrumi "Birgitta sagði, að 21. öldin væri öld almennings." Hvað þýðir þetta??....annað en að vera lýðskrum frá helvíti.

hvells


mbl.is Gæti skapað traust með afnámi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Afhverju má ég ekki hafa mín lán verðtryggð?

Þetta tal er einfaldlega byggt á fáfræði. Hvernig eru heimilin betur sett með því að borga tæp 70 þúsund kr. mánaðarlega af óverðtryggðu láni m.v. 53 þúsund af verðtryggðu sambærilegu láni (12 milljónir til 40 ára)?

Ólafur Guðmundsson, 3.10.2011 kl. 22:57

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nákvæmlega ólafur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 3.10.2011 kl. 23:15

3 identicon

Á föstudagin þann 30 sept, byrtist auglýsing í öllum blöðunum,en þar er vitnað í grein sem hin heilaga Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði í Morgunblaðið, 2 nóvember 1996,grein þessarar Jóhönnu heitir  ,,Ísland eina landið sem verðtryggir skuldir heimilina,,  Skora á ykkur að lesa þessa grein hennar en hún er byrt í heild sinni í þessum blöðum frá því á föstudag.  Jóhanna ritar tildæmis þetta í grein sinni ,,Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð,,   Lesið þessa grein hennar endilega frá 2 nóvember 1996.

Númi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 00:06

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

lestu bloggið mitt aftur.

verðbólgan er rót vandans.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2011 kl. 10:06

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það væri engin verðbólga þá væri engin verðtrygging.

lestu bloggið mitt aftur.

verðbólgan er rót vandans.

Flott. Þá afnemum við einfaldlega verbólguna líka. Lausnin fundin.

Og plís ekki fara að bulla um að það sé ekki hægt af því að við erum með svo mikla örmynt og amma mín ólst upp við vosbúð á vestfjarðakjálkanum og guð má vita hvaða vælukjóavitleysu ykkur kjánunum dettur í hug til að reyna að réttlæta það að gefast upp og segja sig á sveitina.

Verðbólga er afleiðing ákvarðana sem eru okkar mannanna verk.

Það er einfalt að fá betri útkomu, með því að taka betri ákvarðanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 15:29

6 identicon

Af hverju afnemar verðtrygginguna? Þið sem keyptuð húsnæði á  uppsprengdu verði 2007 100% má ég spurja ykkur. Vissuð þið ekki að lánið var verðtryggt? Og svo að höfuðstóllinn gæti þá hækkað í samræmi, en á móti kemur lægri vextir og lægri afborganir?

Nú í dag er hægt að taka óverðtryggt lán á 6,5% vöxtum sem mér finnst bara mjög góð kjör miðað við þetta blessaða land!

En langbest er að fá evruna og solid evruvexti. Og það ferli er í gangi.  Eru ekki allir sáttir með það.?

sleggjan (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband