Björn Valur ágætt mótvægi við skrýmsladeildina

Vill mæla mæla með einni bloggsíðu.

 

Björn Valur Gíslason þingmaður VG er beittur penni.

 

Hann tekur á hrunstjórninni, bendir á ósamræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar, rifjar upp óþægileg orð sem sagt voru af hægrimönnum , bendir á kunningjatengsl.

Þetta er ekki allt málefnalegt. En hann gerir þetta þó undir nafni. Þetta er ágætis mótvægi við AMX, Smáfuglana, Evrópuvaktina, Staksteinana, Hannes Hólmstein og Björn Bjarna.

 

Endilega bookmarkið þessa bloggsíðu hjá þessum ágæta þingmanni

 

kv

 

sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hann má eiga það ræfillinn, að vera hæfilega kjaftfor og tala sjómannamál. Það getur stundum verið kostur.

Gallinn við hann (og reyndar marga aðra) er hvað hann er fastur í fortíðinni. Hann er enn í þetta-er-allt-sjálfstæðismönnum-að-kenna gírnum. Það eru takmörk fyrir því hve lengi menn geta hangið í baksýnisspeglinum. Framtíðin á að vera viðfangsefnið.

Eitt get ég ekki sætt mig við hjá BVG: Það eru útskýringar hans á atkvæði sínu í Landsdómsmálinu. Það sýndi að hann skilur ekki hvað felst í því að vera handhafi ákæruvalds í landsdómsmái.
Hann talaði um þetta eins og hverja aðra kæru í almennu sakamáli, sem er ekki ásættanlegt (óháð skoðun manna á ætlaðri sekt þeirra ráðamanna sem um var fjallað).

Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 14:32

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

BJörn valur getur verið ágætur.

Maður þarf samt að vera meðvitaður í hvaða flokki hann er þegar maður les pislana hans.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband