Föstudagur, 30. september 2011
Jón er búinn að klúðra þessu.
Í staðinn fyrir að finna varanlega og góða lausn á kvótamálunum þá hefur Jón Bjarna smíðað frumvarp sem er svo mikil hrákasmíð að allir umsóknaraðilar hafa gefið frumvarpinu falleinkunn. Það hefur aldrei gerst áður. Hvað þá með stærsta hagsmunamál í sögunni. Þetta er eina tækifærið okkar til að gera þetta kvótakerfi sanngjarnara og Jón hefur klúðrað málunum. Hann á að segja af sér strax. Ef hann væri starfsmaður í mínu fyrirtæki þá væri ég löngu búinn að reka þennan dreng.
hvells
![]() |
Bullandi ágreiningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.