Mánudagur, 26. september 2011
Svona gerist.
Ef það er farið útí launahækkanir sem engin innistæða er fyrir þá hækkar það verð og eykur verðbólgu.
Þetta hef ég verið að segja aftur og aftur. En fékk ekki gott fyrir.
En staðreyndirnar tala sínu máli.
hvells
![]() |
Hækka gjöld um 30% á 4 mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur virkilega engum dottið í hug að skylda þá sem fá atvinnuleysisbætur til að vinna þarna kauplaust á milli þess að þeir sæki um vinnu og mæti til viðtals eða á námskeið eða hvað það nú er sem þeir þurfa að gera til að fá þær bætur sem þeir eiga trúlega fullan rétt á?
Agla (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 15:33
Það þarf að fá svör við mörgum spurningum. t.d afhverju er svona erfitt að fá starfsmenn í vinnu(t.d við sláturtíð) þegar það er bullandi atvinnuleysi?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 16:02
Sammála Agla
Og þeir sem væru ekki síður ánægðir væru atvinnuleysingjarnir. Þeir mundu fá holla hreyfingu og lífsfyllingu að vera að vinna í staðinn fyrir að hanga og gera ekki neitt.
sleggjan (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 16:04
Hækkuðu laun póstburðafólks um 7,8%?
Hafa laun þeirra hækkað um 30% á einu ár?
NEI!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 16:52
Tekið beint út úr fréttinni:
"Nýjasta hækkunin er vegna nýrra kjarasamninga við póstmenn."
hvet fólk til að lesa fréttina áður en að vera með skæting.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 16:56
Bara ef tölur virkuðu þannig að 4% hækkun á einu þýddi 4% hækkun allsstaðar, þá væri lífið ljúft Óskar minn
gunso (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.