Föstudagur, 23. september 2011
Flokkskirteini skiptir ekki.
Það hefur hlakka mjög mikið í vinstra liðinu þegar þeir lesa um fjárhagslega erfileika í Reykjanesbæ vegna þess að "þeir eru svo heimskir að hafa kosið Sjáfstæðislfokkinn yfir sig í mörg ár"
Nú er stærsta krata-vígið þ.e Hafnafjörður við það að vera gjaldþrota. Ekki heyrist múkk í vinstra liðinu núna. Ekki frekar en þegar Álftanes varð gjaldþrota undir stjórn VG-mann sem var bæjarstjóri.
Ég held að flokkskirteini skiptir ekki öllu. T.d stendur Garðabær vel þrátt fyrir stjórn Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár og lægri skattar á þessu svæði. Og vissulega er til einhverjir vinstri bæjir sem standa vel þó ég get ekki nefnt neina.
Ráðdeild skiptir ekki öllu. Þeir sem stunduðu hagfræði hina hagsýnu húsmóður er að gera vel þ.e aldrei eyða meira en aflað.
Þessi einfald aðferð virkar vel allstaðar... skiptir ekki hvort það sé hægri eða vinstri maður sem beytir henni.
hvells
![]() |
Skuldir sliga Hafnarfjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á að sameina Hafnarfjörð við Reykjavík og líka Álftanes, væri hægt að spara miljarði þar sem yfirbyggingin væri orðin mikið minni.
Hvað var annars um áformin um að sameina Álftanes við annað sveitafélag? Það hefur lítið heyrst um það nýlega.
Arnaldur (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 10:16
VG-Mosfellsbær eru í fínum málum. Þó ekki eins skuldlausir og XD GRB og Seltjarnarnes.
sleggjan (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 10:44
Það á að sameina hfj, kóp,garðabæ,seltjarnarnes,álftanes,rvk og mósó í eina stóra borg.
Það eru nóg af smákóngum á íslandi nú þegar.
og þetta skipulagsslys og góðæris lóðar samkeppnisframboð er stór hluti í því að þessi sveitafélög á höfuðborgasvæðinu (með undartekningum) eru í tómu rugli.
Svo getum við fjölgað borgarfulltrúum til þess að auka lýðræðið.
hvells.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 11:13
Jabb. mikið rétt.
Hvet alla lesendur að fara á þessa síðu:
http://podcast.ruv.is/krossgotur/podcast.xml
Þar fer Hjálmar Sveinsson yfir kóngaveldið á höfuðborgarsvæðinu. Þar má skýra að hluta fasteignabóluna.
Synd að þessi frábæri útvarspmaður se kominn í pólítík í borginni. Vill hafa hann í útvarpinu.
sleggjan (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 12:40
Ég set ákveðið spurningamerki við að sameina öll þessi sveitarfélög og hvort stjórnsýlan verði eitthvað betri.
A.m.k tel ég ekki ráðlegt að sameina stór bæjarfélög eins og Kóp&Hafn en þau mætti vinna betur saman ásamt Garðabæ því hagsmundir allra þessara bæjarfélga fer mikið saman.
Að fjölga borgarfulltrúum er ekkert sérsaklega rétta leiðin er ekki frekar að fá þessa 16 til að vinna betur saman þannig að kraftar allra borgarfulltrúa nýtist.
Óðinn Þórisson, 23.9.2011 kl. 14:57
óðinn.
Ef verður af sameiningunni þá væri réttast að fjölga borgarfulltrúum í hinni nýju sameinuðu borg.
ég er ekki að tala um að það þarf að fjölga þeim núna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 16:04
Það er auðvelt að reikna út í excel að það sé hagkvæmt að sameina sveitarfélög. En sem betur fer var það ekki gert því eitt stór-höfuðborgar sveitarfélag væri örugglega farið þráðbeint á hausinn.
Að hafa nokkur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skapar þrátt fyrir allt smá aga því hægt er að horfa til þeirra best reknu og spyrja hvað þau séu að gera betur en önnur.
Litlar einingar eru nefnilega oft betur reknar en stórar. Oft er talað um hagkvæmni stærðarinnar eins og hún sé algild en óhagkvæmni stærðarinnar er oft vanmetin því hún er ekki eins sýnileg.
Fólki líður betur þegar boðleiðir eru stuttar, það þekkir þá sem það vinnur með og hefur greiðan aðgang að þeim sem fara með hagsmuni þeirra.
Almenningur hefur betra eftirlit með eyðslu í litlu sveitarfélagi.
Hvers vegna eru mörg best stæðu íslensku sveitarfélögin lítil?
Og hvers vegna eru hæstu skuldir á íbúa oftast í stórum sveitarfélögum?
Þorsteinn Sverrisson, 23.9.2011 kl. 16:41
Það er alveg hægt að færa rök fyrir að óbreytt ástand sé betra. Ef öll rök væru á þann veg að hafa eina borg RVK... þá væri örugglega búinn sameina þetta fyrir löngu.
En ég er ósammála því að óráðdeild og skuldir per íbúa skýrist að einhverju leiti að stærð sveitafélagsins. Ekki er álftanes að gera það gott þó að sveitifélagið er lítið. Garðabær er held ég fimmsta stærsta sveitafélag landsins þ.e mjög stórt. Það er að gera það fínt.
Var ekki eitt sveitafélag á vestfjörðum sem tapaði helming af sjóði skattborgara þar á bæ í stofnfjárbréf í sparisjóð sem var svo gjaldþrota... ekki var almenningur í því litla sveitafélagi með þetta svokallað eftirlit einosg þú nefnir
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.