Fimmtudagur, 22. september 2011
Pilsfaldarkapítalisti
Ástandið orðið slæmt þegar fjárfestar treysta einungis á þjóðríkin og seðlabankana.
Hvað varð um frjálsa markaðinn án afskipta ríkisins sem fjárfestar hafa ávallt staðið fyrir og kenndur er í öllum háskólum í heiminum? Það hefur verið bókstafstrú í Viðskiptafræði og Hagfræði að markaðurinn leysir sín vandamál sjálfur og eigi að vera óafskiptur.
En mér sýnist það ekki vera tilfellið síðustu ár og sé fram á svipað næstu árin.
Pilsfaldarkapítalisti. Ekkert annað.
Af hverju er ekki pilsfaldarkapítalisti kenndur í háskólum. Best að læra um brannsann einsog hann er í alvöru en ekki einhverja ímyndaða útópíu sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum
kv
sleggjan
![]() |
Hlutabréf falla um allan heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Það hefur verið bókstafstrú í Viðskiptafræði og Hagfræði að markaðurinn leysir sín vandamál sjálfur og eigi að vera óafskiptur".
Þú bendir sjálfur á vandamálið, fjármálamarkaðurinn er akkúrat ekki látinn leysa sín vandamál sjálfur og er ekki óafskiptur, heldur er hann uppfullur af ríkisafskiptum, björgunarpökkum og þess háttar inngripum.
Björn (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 14:16
Af hverju er ekki pilsfaldarkapítalisti kenndur í háskólum.
Af hverju er hvergi kennd raunhagfræði?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2011 kl. 14:45
Ríkisstjórnin og atvinnulíf hafa alltaf tvinnast saman.
Guðmundur.
Skilgreindu raunhagfræði?
Hvað heitir þetta á ensku?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2011 kl. 16:05
Hvells
Erum að tala um fjármálakerfið.
Ekki atvinnulíf eins og framleiðsla og ræktun.
sleggjan (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 16:37
Ætli Milton Friedman væri enn að breiða út hinn eina sanna sannleika?
Villi Asgeirsson, 22.9.2011 kl. 19:22
Velferðakerfi fjármálakerfisins og svokallaðra fjárfesta er að ná fullkomnun.
Velferðakerfi almennings að hruni komið.
Hvort viljum við að rúli?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.9.2011 kl. 20:23
villi
Ef fólk hefði farið eftir Milton þá væri enginn í þessum vandræðum.
Bankar voru að haga sér gáleysislega vegna þess að þeir vissu að ríkið mundi hlaupa undir bagga. Þetta kallast Moral Hazard.
Ef við höfðum farið eftir fræði Miltons og ríkið mundi ekki skipta sér að.... þá hefðu bankarnir og markaðarnir tekið tillit til þess. Og ekkert af þessu hefði skeð.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 09:08
Held að lausnin sé að setja þak á stærð einstaka fjármálafyrirtækis.
Gallar: Minni stærðarhagkvæmni
Kostir: Lendum ekki í "too big to fail" aðstöðu, Moral Hazard úr sögunni, Stjórnendur stjórna sínum fyrirtækjum með þeirri vitneskju að ríkið mun aldrei hlaupa undir bagga.
Hvað viljið þið
slegg
sleggjan (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 10:47
ég vill ekki skerta frelsið en styrkja einhverskonar "gagsægisleið"
Allt á að vera upp á borðinu. Kennitölur bankana, eigifjárhlutfall, áhættuálag svo ýmsar aðrar úttektir. Eftirlitið verður að vera eflt t.d með endurskoðunarnefnd sem hefur komið á fót á Íslandi.
Bankar fá einkunn. grænn, gulur, appelsínugulur, rauður. eftir hversu áhættusamur bankinn er. Hversu gírarður hann er.
Fólk sem er í gænum banka sem tekur of mikla áhættu t.d er í útrásarhug þá fer hann úr grænn yfir í gulann eða appelsínugulann. Þá færa viðskiptavinir peningana sína frá þeim banka yfir í grænann banka.
Þetta er hvatning fyrir bankastjóra til að halda sér á mottunni... vera ávalt grænir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.