Elskum smáfuglana.

AMX smáfulgarnir hafa yndi á að hatast út í suma einstaklinga. Egil Helgason og Þorvald Gylfason sérstaklega.

 

Egill Helga kom með þessa bloggfærslu um mann sem hann hitti á götunni.

http://silfuregils.eyjan.is/2011/09/19/oskiljanlegt-3/

Ég hitti erlendan mann í dag sem hefur komið tvívegis áður til Íslands, hann er sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Við þekkjumst ekki, vorum rétt að spjalla, eitt af því fyrsta sem hann spurði var:

„Eruð þið ennþá með þennan furðulega sið að verðtryggja lánin sem fólkin tekur?“

„Já,“ svaraði ég.

„En með þessu er alltaf verið að færa peninga frá fólkinu?“ sagði hann.

„Jú, líklega er það rétt,“ svaraði ég.

„Og bankarnir taka enga áhættu?“

Hann hristi hausinn.

„Ég sem hélt að þið hlytuð að vera búin að afnema þetta.“

„Nei, það virðist ekki vera hægt.“

„Þarf eitthvað annað en vilja til þess? Þetta er hvergi annars staðar svona.“

„Það virðist ekki vera hægt. Hagsmunaöflin eru svo sterk.“

„En hvað með Alþingi, getur það ekki gert þetta með einfaldri tillögu?“

„Það virðist frekar vera á bandi hagsmunahópanna en fólksins.“

„Þetta er alveg óskiljanlegt,“ sagði útlendi maðurinn.

 

Smáfuglarnir lásu þessa bloggfærslu og skrifuðu sína eigin:

http://www.amx.is/fuglahvisl/17699/

Smáfuglarnir hittu erlendan mann sem hefur ekki nafn en segir engu að síður allt það sem smáfuglarnir vildu sagt hafa. Hann er sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Smáfuglarnir þekkja ekki manninn, voru bara rétt að spjalla, og eitt af því fyrsta sem hann spurði:

„Eruð þið ennþá með þennan furðulega Egil Helgason sem umræðustjóra ríkisins?“

„Já,“ svöruðu smáfuglarnir.

„En með þessu er alltaf verið að færa dagskrárvaldið frá fólkinu?“ sagði hann.

„Jú, líklega er það rétt,“ svöruðu smáfuglarnir.

„Og Páll Magnússon tekur aldrei á honum?“

Hann hristi hausinn.

„Ég sem hélt að þið hlytuð að vera búin að afnema þetta.“

„Nei, það virðist ekki vera hægt.“

„Þarf eitthvað annað en vilja til þess? Þetta er hvergi annars staðar svona.“

„Það virðist ekki vera hægt. Hagsmunaöfl RÚV eru svo sterk.“

„En hvað með Alþingi, getur það ekki gert þetta með einfaldri tillögu?“

„Það virðist frekar vera á bandi hagsmunahópanna en fólksins.“

„Þetta er alveg óskiljanlegt,“ sagði útlendi maðurinn.

 

 

LOLZ

 

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

LOL

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.9.2011 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband