Þriðjudagur, 20. september 2011
Misstig.
Ef hann er að fara að leiða hesta sína saman við lið úr besta flokknum þá er Guðumundur algjörlega á rangri leið. Besti flokkurinn er vinstri flokkur það er ekkert tómarúm fyrir frjálslynt vinstri afl með ESB á stefnuskránni. Þetta afl kallast Samfylking.
Það er mikið vöntun á frjálslyndum hægriflokki sem vilja skoða ESB.
Þessi nýji flokkur mun ræna frá Samfylkingunni aðalega og hluta af Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismennirnir vilja ekki sjá þetta og gera Sjálfstæðisflokkinn ennþá sterkari gagnvart veikari vinstri öflum.
Guðmundur. Það er bara engin þörf fyrir þínum umhverfisvæna, frjálslynda vintri flokki.
Það þarf hægri afl sem er tilbúið til að virkja auðlindir þessa lands og skapa atvinnu og stöðugt rekstrarumhverfi.
hvells
![]() |
Hyggja á framboð til Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sennilega alveg rétt hjá þér.
Eyjólfur Sturlaugsson, 20.9.2011 kl. 23:28
Besti er að framfylgja stefnu Samfylkinarinnar í Reykjavík og Guðmundur mun fyrst og síðast sækja fylgi sitt til Samfylkingarinnar og ef af þessu verður, verður þetta klofningsframboð frá Samfylkingunni.
Það er gríðarleg óánægja inn Samfylkinarinnar og JS hefur farið með flokkinn allt of mikið til vinstri EN kratar eiga enga samleið með Besta og Samfylkingunni.
En varðandi síðustu setninguna hjá þér þá er þetta afl til og heitir Sjálfstæðisflokkurinn.
Óðinn Þórisson, 21.9.2011 kl. 07:10
Óðinn..
Já XD... nema þetta seinasta.
Með ESB færðu stöðugleika með alþjóðlegir mynt. Ekki þetta sveiflhagkerfi og gengisfall með of háa vexti og óvissu með okkar litlu krónu sem hvaða vogunasjóður getur ráðist á.
Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 09:41
GS á heima í XS. Það er ekkert flókið.
sleggjan (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.