Skýr vilji.

Það á að sjálfsögðu að setja þetta í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þetta sníst um hið nýja Ísland... eitthvað sem við almenningur erum búnir að bíða eftir síðan eftir hrun.

Allar umbætur sem Alþingi hefur ætlað að framkvæma hafa mistekist og þess vegna er traust á Alþingi innan við tíu prósent.

Við eigum að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um nýja stjórnaskránna og Alþingi má ekki krukka í þessu útaf þetta varða þá beint og þeir vilja að sjálfsögðu ekki framselja vald sitt og eru hræddir um sína stöðu (t.d vegna persónukjörinu í nýju stjórnarskránni).

hvells


mbl.is Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Furðulegur málflutningur.

Næsta spurning verður líklega "eigum við að hafa reglur til að fara eftir?" og svarið verður sjálfsagt "já þegar það hentar"

Kristinn Daníelsson, 20.9.2011 kl. 12:39

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við erum þá klárlega ósammála.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 12:44

3 identicon

Það mætti taka þetta frumvarp þeirra og tuska það aðeins til og smella því síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu, sumt þarna á ekki heima í stjórnarskrá, annað eru marklaus ákvæði og nokkur einfaldlega bjánaleg, margir góðir punktar þarna samt sem mætti nýta og aðrir sem þarf einungis að skerpa aðeins á.

Mér finnst samt algjörlega óhæft að við setningu nýrrar stjórnarskrá að farið sé gegn þeirri eldri, það er varla í samræmi við það sem fólk talar um þegar fólk talar um að virðing gegn lögum og almennt siðferði sé ekki nógu gott hér á landi

Það verður aldrei sátt um stjórnarskrá sem er byggð upp á röngum forsendum, þetta er samt ágætis stjórnarskrá fyrir mína stétt, mun skapa nóg af heimskulegum dómsmálum

gunso (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 13:24

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki gott að hlusta á vilja þjóðarinnar í þessu mali?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 13:29

5 identicon

Af hverju? skoðanakannanir benda til þess að meirihluti þjóðarinnar hefur ekki einu sinni nennt að kynna sér málið, þar af leiðandi verður aldrei neinn raunverulegur vilji þjóðarinnar, í þokkabót er eitt af meginmarkmiðum stjórnarskráa að verja minnihluta, hversu sterk er slík stjórnarskrá sem færi kannski 55-45% í kosningum?

Fáranlega fáir sem tóku þátt í kosningum til stjórnlagaráðs

ógildar kosningar

er þannig séð ekki verið að fylgja núverandi stjórnarskrá við breytingu á henni, sem er á vissan máta fáranlegt þegar litið er til aðdraganda þess af hverju krafist var breytinga á henni

fáranlega fáir sem virðast hafa nennt að kynna sér frumvarpið

miðað við greinar sem hafa birst eftir stjórnlagaráðsliða vrðast þeir oftar en ekki skilja nema takmarkaðan hluta af því sem þeir voru að kjósa um

Það er langt frá því einhugur meðal þjóðarinnar um þetta

stjórnlagaráðsliðar hafa svo sjálfir látið út úr sér að þó að hún hafi verið samþykkt einróma að þeir hafi ekkert verið sammála en þetta átti allt að vera svo falegt svo þeir gáfu sig í einstaka málum til að fá öðrum málum sínum framgengt sem þeim þótti vænna um

Plús að það er miklu nær að kjósa um einstaka ákvæði í stjórnarskrám frekar en stjórnarskrár í heild, mætti reyndar til einföldunar fremur setja þetta upp í kosningar á einstaka köflum og hægt væri að strika út einstaka ákvæði í staðinn og í þeim kosningum væri gefið upp eitthvað val til að tryggja samræmi í stjórnarskránni

Væri þá hægt að splitta þessu mögulega upp í

framkvæmdavaldskafla

alþingiskafla

kjördæmakafla

mannréttindakafla sem væri mögulega hægt að splitta upp í 2-3 kafla

o.s.frv. eftir því hvað verið væri að kjósa um. Fram færi þá raunveruleg vitræn umræða um hvern kafla fyrir sig og fólk gæti tekið raunverulega afstöðu til hvers þeirra.

gunso (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband