Þriðjudagur, 20. september 2011
Svakaleg lesning
http://eyjan.is/2011/09/15/vinnur-myrka-a-milli-fyrir-skuldum-medan-nagranninn-borgar-ekkert-og-sleppur/
Bréf frá leiðum skuldara:
Kæru Alþingismenn
Hvar er réttlætið?
Ég og fjölskylda mín keyptum raðhús árið 2007 með ca 75% veðsetningu. Og 32 milljónir í lán. Um helmingur í myntkörfu og hinn helmingur í íslensku láni. Við vitum öll í hvernig rússibanaferð lánin fóru. Ég er svo heppin að við hjónin héldu vinnu og náðum að borga alla okkar gjalddaga á réttum tíma jafnvel þó það kostaði langa vinnudaga og fórnir hjá fjölskyldunni. Þegar verst stóð stóðu náði skuldatalan 50 milljónum.
Nágranni minn sem keypti sitt hús á sama tíma og við hætti að borga strax eftir hrun. Hann var með allt sitt í myntkörfu og réð einfaldlega ekki við það. Hann er viðskiptafræðingur og hann ráðlagði mér í upphafi að hætta að borga. Sennilega hefði ég átt að hlusta á hann. Núna er hann búinn að búa í húsinu án þess borga krónu af því frá hruni. Bankarnir hafa ekki en gert aðför að honum því hann virðist kunna tökin á þeim og bendi á lagabálka og reglugerðir og hótar málsóknum sem virðast halda þeim í fjarlægð. Hann hefur jafnframt boðið mér aðstoð vilji ég fara þessa sömu leið.
Bankinn hans er búin að gera honum nokkur tilboð til að fá hann til að byrja að borga aftur. Það nýjasta hljómar upp á ca 30 milljónir og afgangur af 78 miljón króna skuld hans yrði afskifuð. Svo til að toppa allt er mér bent á að ég fái enga niðurfellingu í 110% dæminu. Og þegar ég vildi fá útskýringu kom útskýring sem tiltók bankainnustæður barna og séreignarlífeyrirsjóð sem aðfararhæfar eignir. Að auki sem öll yfirvinnan sem ég vann á síðasta ári færði greiðslubirgðina niður í 18% (ath eftir leiðréttingu gengislána). Mér reiknast til að skuldastaða okkar sé 110% samkvæmt útreikningum bankans og til að halda greiðslubyrgði í 18% verð ég að halda áfram að vinna 30-40 yfirvinnustundir á mánuði.
Þegar ástandið var verst borguðum við hjónin upp undir 400 þúsund kr á mánuði fyrir húsnæði. Og telur nálægt 14 milljónir á 3 árum frá hruni.
Nágranninn hefur ekki borgað krónu. Ég fæ ekki krónu niðurfellda og honum er boðið gull og grænir skóga bara ef hann byrjar að borga aftur. Hvar er réttlætið? Hann fær að byrja með ca 85% veðsetningu núna og við stöndum 110% á sama tíma eftir að hafa greitt margar milljónir (um 14 milljónir). Ég er ekki að segja að það eigi ekki að gera neitt fyrir þá sem voru óheppnir í hruninu. En er ekkert hægt að gera eitthvað fyrir þá sem stóðu sína vakt og hlustuðu á Jóhönnu í sjónvarpinu sem grátbað fólk um að halda áfram að borga sama hvað gengi á. Í dag líður mér eins og ASNA að hafa hlustað á hana og yfir höfuð lagt þetta á fjölskylduna að setja afborganir af húsinu í forgang yfir fjölskyldunna. Við hefðum getað t.d. skroppið einu sinn á ári til sólarlanda, eytt tíma saman og sleppt því að vinna þessar 30-40 yfirvinnustundir á mánuði til að ná að borga af húsinu. Þá væri skuldastaða heimilins í leiðréttingu um þessar mundir. Lærdómur minn af þessu er að verða: Greidd skuld er glatað fé. Er markvisst verið að refsa þeim sem borguðu?
Kæru Alþingismenn ég veit að það eru fjölmargir í sömu sporum og við hjónin.Er ekki komin tími til að gera eitthvað fyrir þá sem stóðu við sínar skuldbindingar, sama á hverju gekk. Því þó að þessi mál virðast vera komin á kyrran sjó í dag, þá eru það þessir sem borguðu allt sitt sem virðast þurfa að bera þyngstu birgðirnar áfram.
Nágranninn frekar kaldur en er að virka fyrir hann. Hann á möguleika á miklu meira niðurfellingu út af hann hætti að borga. Það er verið að hygla skussunum og refsa samviskusömum.
kv
Slleg
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ljót sag, S&H, en því miður ekkert einsdæmi. Þekki mörg svipuð.
En þessi saga segir manni tvennt:
1. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar fjölskyldum landsins, koma einungis þeim til góða sem fóru óvarlega fyrir hrun. Við hin sem tókum okkar lán af ábyrgð og skynsem,þ.e. eins mikilli skynsemi og hægt var, fáum enga leiðréttingu okkar mála.
2. Það borgar sig greinilega að læra viðskiptafræði. Það nám virðist vera að gefa nágrannanum tugi miljóna í aðra hönd.
Gunnar Heiðarsson, 20.9.2011 kl. 10:09
það þarf að vera samræmi í þessu.
Framsóknarflokkurinn var með fína leið 20% yfir línuna.
En víst að bankarnir fengu 50% afslátt af lánunum. Þá væri nær að taka bara 50% yfir línuna. Afskrifað. Og ekkert meira en það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 10:55
Bankarnir fengu 50% afslátt af lánunum til að minnka eiginfjárframlag ríkisins til þeirra, hvað græðum við á því að ríkið þurfi að leggja þeim til meira fé?
gunso (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 13:25
hef aldrei heyrt þessa röksemnd
ertu með heimildir fyrir þessu?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.