Hvað er að ske í Grikklandi.

Ástandið er greinilega geðveikt þarna í Grikklandi.

Fjármálaráðherrann segir að blaðamenn eru óvinir þjóðarinnar. Þetta er svipað og ef Árni Matt hefði sagt þetta á Íslandi fyrir hrun.

En ástandið var geðveikt á Íslandi líka... Seðlabankastjórinn kom í sjónvarpsviðtal og sagðist ætla að binda gengisvísitöluna við 174 vegna þess að Seðlabaknastjórinn sjálfur þ.e Davíð Oddson er 174cm á hæð.

Ég er viss um geðveikin var ekkert minni á Íslandi þegar við vorum á barmi gjaldþrots.

hvells


mbl.is Blaðamenn óvinir grísku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taktar Evrópusambandsins,að ekki má segja sannleikan helst á að ljúga og ljúga. Þvílíkur Brusselsmafíufnykur af þessu. Hryðjuverkabandalagið í Brussel hlýtur að vera að hugsa Grískum blaðamönnum þegjandi þörfina ef má orða það svo.

Númi (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 15:57

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Grískir stjórnmálamenn eru að uppnefna blaðamenn... ekki Evrópusambandið.'

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2011 kl. 16:45

3 Smámynd: el-Toro

þegar átt er við að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar.  er átt við að rangur fréttaflutningur geti sett heilu þjóðirnar í vanda.  hinir vestrænu fjölmiðlar eru á bandi evrópusambandsins....ekki grikklands. 

við ættum að vita þetta af umfjöllun þessara sömu fjölmiðla af "ICESAVE".

fjölmiðlar eru tæki til að fá þig til að hugsa á ákveðin hátt.  EKKI TIL AÐ SEGJA SANNLEIKAN.

því miður er ekki allir sem átta sig á því.

el-Toro, 19.9.2011 kl. 19:56

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

el toro

það eru ekki hagsmunir ESB að fjölmiðlar tala illa um Grikkland. Þver á móti þá er vandi Grikklands á herðum ESB.

Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2011 kl. 20:27

5 Smámynd: el-Toro

eigðu góðar stundir.

el-Toro, 19.9.2011 kl. 21:15

6 identicon

@ el torro

Vestrænu fjölmiðlar á bandi ESB.............geturu útskýrt með heimildum.

sleggjan (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 22:12

7 Smámynd: el-Toro

sleggjan: berðu saman erlendan fréttaflutning af icesave við þann innlenda.  þetta er einfaldlega eitthvað sem þú þarft að leggja í að kanna sjálfur.  þú getur skoðað eignarhaldið á fjölmiðlum bæði í EU löndunum og USA.  svo getur þú tekið eitthvað viðfangsefni sem tengist hagsmunum EU og skoðað fréttaflutning og borið það saman við þá vitneskju sem þú hefur aflað þér um það tiltekna málefni. 

ég veit þetta er langsótt.  en á endanum áttar fólk sig á þessu vafalítið.  um leið og það les sér til.  það á samt ekki að koma fólki á óvart að fjölmiðlar séu hallir undir eigendur sína og þau fyrirtæki sem halda þeim gangandi með tekjum af auglýsingum. 

el-Toro, 20.9.2011 kl. 00:24

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt að sumir fjölmiðlar... jafnvel flestir eru hallir undir eigendur sínar og hugsa um auglýsingar sem borgar starfsfólkinu laun

En það tengist þessu máli ekki neitt. Icesave tengist þessu máli ekki neitt. Grikkland er í ESB. Ísland er ekki í ESB.

Heimsmyndin þín er mjög brengluð. Mjög svo.

Það er ekki séns að "fólk áttar sig á þessu á endanum".. vegna þess að þetta er tóm þvæla

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband