Smáríki verða sterkari innan ESB.

Þetta sýnir að smáþjóð fær mikil völd í alþjoðasamfélaginu með því að vera í ESB.

Kýpur er 770þús manna þjóð en Tyrkir eru 72 milljónir manna.

Tyrkland er samt gríðarlega hrætt við að Kýpur taki við kefli ESB í hálft ár. Eitthvað sem Ísland mun gera ef við göngum í í ESB.

Allt tal um að Ísland verður áhrifalaust er bara bull og hræsðluáróður og þessi frétt er sönnun þess.

hvells


mbl.is Hóta að „frysta“ samskipti sín við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Get ekki séð að Tyrkir séu "hræddir" við Kýpur, þetta er dýpra en svo að þú skyljir. Enda hafa Tyrkir og Kýpurbúar átt í deilum um áraraðir og var komið löngu fyrir tíma stál og kolabandalagsins sem er fyrirrennari Evrópubandalagsins... Svo það að ríki fái mikil völd við það að taka vð einhverju forsæti þarna er líka á misskilningi byggt. Það eru ófá forsetaembættin í þessu bandalagi og flest virka bara eins og forsetaembættið hér, sýndarmenskan ein...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 19.9.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ólafur, Þetta innlegg þitt sýnir og sannar að þú hefur engan skilning á því hvernig Evrópusambandið starfar eða vinnur.

Tyrkir geta alveg fryst sín samskipti við Evrópusambandið. Þeir geta aftur á móti ekki vænst þess að aðildarviðræðum við þá verði haldið áfram ef þeir gera slíkt.

Jón Frímann Jónsson, 19.9.2011 kl. 13:16

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Jón, það er nú svo að þú ert ekki að koma með fréttir fyrir mig um það hvað Tyrkir geta gert gagnvart erópusambandinu. Þeir ættu líka að vera fegnir ef aðildarviðræðum við þá verði hætt...

kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 19.9.2011 kl. 15:19

4 identicon

Þetta er svipað og írland. Hluti af Kýpur er sjálfstæður og hluti af eynni tilheyrir Tyrklandi. Sama má segja um Írland, suður hluti Írlands er sjálfstæður en Norður Írland tilheyrir Bretlandi.  Það má líkja þessu við að Bretar yrðu reiðir ef suður íralnd tæki við keflinu í hálft ár.

arnar (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband