Sunnudagur, 18. september 2011
Var Davíð ástæðan.
Augu heimsins beintist að Íslandi á þessum tíma. Allt sem sagt var á þessum tíma. Stórnmálamenn og embættismenn þurftu að gæta tungur sínar. Það var ekki hægt að segja óvarnfæra hluti til heimabrúks á þessum tíma.
Davíð Odsson bankastjóri kom í Kastljós og sagði að Íslenidingar ætla ekki að borga skuldir óreiðumanna. Við borgum ekki! Sagði hann.
Eftir Kastljós þættinn fór stjórnaráð betra að þýða viðtalið og sentu til Bretlands hið snarasta...... og hvað gerðist.??
Jú morguninn eftir var sett hriðjuverkalög á Ísland. Og Davíð Oddson fór á taugum.
http://www.youtube.com/watch?v=26irOb_RxhU
hvells
![]() |
Vill kanna bótarétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þettað er kratalygi og baugsáróður af verstu gerð sem er svo vitlaus að hann virkar ekki.Allir vita að með því að borga ekki skuldir óreiðumanna (efnhagsböðla Evrópusambandsins) var komið í veg fyrir að þjóðin sogaðist inní gjaldþrotið með bönkunum og yrði þar með gjaldþrota og auðveldari bráð fyrir Evrópusambandið þessvegna á að slíta viðræðum strax og fara í skaðabótamál ekki bara við Breta heldur Evrópusambandið.
Örn Ægir (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 13:22
Bull það er marg oft búðið að afsanna þessa vitleysu hjá ykkur
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 18.9.2011 kl. 13:23
Auðvitað er Davíð fífl og hagaði sér sem slíkur í umræddu viðtali, m.a. með þeim dramatískustu afleiðingum sem þjóðin fékk síðan í fangið.
En suss suss, nú ætlar Bjarni að leggja Bretveldi að fótum Íslendinga og hrista af þeim pundin.
Áður en langt líður af förum við aftur að sjá rennilegar einkaþotur í lange banner á Reykjavíkurflugvelli. Það verður merkið, þá getum farið að öppdeita flatskjáina.
hilmar jónsson, 18.9.2011 kl. 13:30
En... en....
Mervyn King var búinn að segja mér að við þyrftum ekki að borga...???
Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 13:40
S&H, Darling hefur sagt hvers vegna þessi lög voru sett á okkur. Þeir voru hræddir um að allt fjármagn sem lá í útibúum íslensku bankana í Bretlandi yrði fært til Íslands. Þeir urðu hræddir.
Þetta er auðvitað "eftirá" söguskýring og ætluð til að reyna að réttlæta aðgerðina, en auðvitað er það ekki hægt.
Að viðtalið við Davíð hafi komið þessu eitthvað við er auðvitað eingöngu söguburður. Ef hægt er að tengja einhvern íslenskann stjórnmálamann við þessa ákvörðun Breta, er það Björgvin Sigurðsson, Darling hefur nefnt hann í þesu sambandi. Það er þó langsótt.
Aðgerð Breta er með öllu óafsakanleg, alveg sama hvað sagt var og gert. Það er ekkert sem getur réttlætt þessa gerð Breta.
Sú söguskýring að hætta á að fjámagn færi frá Bretlandi til Íslands er rugl, enda höfuðstöðvar bankanna hér á landi og vandséð hvaða rétt Bretar höfðu á að stöðva slíkar færslur.
Það er ekkert sem getur réttlætt þessar aðgerðir Breta, ekkert.
Mestu svikin við þjóðina voru þó þegar sá tími sem við höfðum til að leggja fram kæru vegna málsins var látinn líða án nokkurra aðgerða af hálfu íslenskra stjórnvalda. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands stöðvaði allar athugsemdir af.
Gunnar Heiðarsson, 18.9.2011 kl. 13:47
Gunnar já það hafa verið landráðamenn við stjórnvölin bæði fyrir og eftir hrun því að stjórnvöld hafa ekkert aðhafst gegn þjófunum sem tæmdu alla sjóði og hurfu úr landi með ránsfengin, ástæða fyrir þessu sinnuleysi er að sömu aðilar eru enn að verja bankamafíuna og sjáfan sig gagnvart almenningi í landinu!
Sigurður Haraldsson, 18.9.2011 kl. 13:59
Varðandi eftirá söguskýringuna sem Gunnar nefnir þá er þetta fullkomlega eðlilegt. Útlendingar töpuðu 8000 milljörðum á hruninu hér. Það er vitað að dagana sem bankarnir hrundu stóðu menn í London og Lux sveittir við að millifæra fjármagn úr bönkunum til Tortóla. Það er einfaldlega fullkomlega eðlilegt að bresk stjórnvöld hafi viljað stöðva þessa siðleysu, villimennsku og rán með öllum tiltækum ráðum. Ekki höfðu Íslensk stjórnvöld kjarkinn til þess.
Óskar, 18.9.2011 kl. 14:02
Gunnar
Darling nefndi Árna Matt í ákveðnu samhengi. Ekki Björgvin.
Þú hefur greinilega ekki mikið vit á þessu máli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2011 kl. 14:18
Þið eruð allir bjánar.....
Tobbi (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 14:54
Dabbinn stafaði náttúrulega fram þarna að hann ætlaði bara að taka allar eigur bankanns. Erlendir kröfuhafar fá ekkert eða næstum ekkert. Hann sagði þetta. Eg man ekki betur.
Foreign creditors "unfortunately only get 5–10–15% of their claims" Sagði hann. Hvað þýðir þetta varðandi Landsbankann? Að hann ætlaði bara að taka allar eigur bankanns erlendis og færa hingað upp eða á aflandseyjar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2011 kl. 15:01
ps. Hann hélt að enginn mundi frétta af þessu augljóslega. þeir í breska sendiráðinu horfðu hinsvegar á Kastljós og þýddu ummælin og sendu beint út. Ummælin voru svo eins og punkturinn yfir i-ið á öðrum aðgerðum þeirra sjalla sem virtust miðað að því að taka allt fjármagn hingað upp eða færa á leynistaði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2011 kl. 15:03
Tobbi
Mjög gáfulegt innlegg í umræðuna.
Þakka fyrir þetta
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2011 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.