Gæti haft slæmar afleiðingar í för fyrir Ísrael og Palestínu

http://eyjan.is/2011/09/17/island-mun-stydja-sjalfstaett-riki-palestinu-umsoknin-talin-verda-felld/

 

Ef Palestína fær hlutlausa ríkjastöðu eins og Vatíkanið sem gerir þeim kleift að gera alþjóðasamninga og annað slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Palestínu.

Blöðum hefur verið dreyft í öll hús í Ísrael nálægt landamærunum og þau beðin um að búa sig undir stríð ef Sameinuðu Þjóðirnar samþykkja umsókn Palestínu. Sem þýðir einfaldlega að Ísrael ætlar að fara í hart ef málið kemst svona langt.

Það mun lama bæði ríkin.

Ísrael búinn að missa ágætt stjórnmálasamband við Tyrkland og Egyptaland.Það samband mun ekki vera við bjargandi ef Ísraelar láta til skarar skríða.

Einu vinir þeirra eru USA og þau munu styðja Ísrael sama hvað. Ísraelar hafa gríðarlega sterk ítök í USA. Þökk sé AIPAC. Sterkasta Lobbý samtökin í landinu (http://en.wikipedia.org/wiki/American_Israel_Public_Affairs_Committee). Þau hafa svo sterk ítök að LÍÚ eru bara kettlingar miðað við AIPAC ef maður tekur samlíkingu úr íslenskum veruleika.

Svo fyrir Palestínu er staðan ekki góð. Ísrael hefur miklu sterkari her og við skulum bara segja það einsog þetta er. Palestína á ekki sjénns ef til stríðs kemur.

 

Ísland gæti gerst bandamenn Ísraels frekar en Palestínu. Býður upp á fleiri mögulega og fleiri sameiginlegir hagsmunir. Þeir hafa meiri kaupmátt, hagvöxt og framleiða/rækta góðar vörur og hafa á móti fjármagn til að kaupa af okkur vörur.

Svo eru Ísraelar líka með verðtryggingu. Getum deilt okkar vanlíðan með þeim í því sambandi.

 

kv

 

sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

flott grein

deilum verðtryggingar áhugann :)

sem margir vilja halda áfram ævilangt :)

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að auki legg ég til að við styrkjum stjórnmálasamband við gyðingana í Austri. Fínasta fólk :D

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband