Fyrir tíu árum.

Stundaði nám í FS. Var í stærðfræðitíma þegar Arnar Þór bekkjarfélagi minn var að tala við sessanaut sinn. Stærðfræðikennarinn nálgaðist strákana.. sennilega vegna þess að þeir voru með of mikil læti. Arnar Þór útskýrði fyrir kennaranum að Arabar voru farnir í stríð við Bandaríkin. Kennarinn fór að hlæja og hélt að Arnar var að grínast. Kennarinn var greinilega ekki búinn að sjá fréttirnar.Ég var 18 ára.

Þegar tíminn var búinn þá fór ég heim. 

Ég kveikti á sjónvarpinu inní eldhúsi heima og sá fréttirnar. Þá var seinni flugvélin nú þegar farin á húsið. Ég missti líka af því þegar turnarnir féllu. Ég var ekki eins límdur við sjónvarpið og aðrir.

Ég man þegar passamynd að Osama Bin Laden birtist á skjáinn og fréttamenn sögðu að þessi aðili ber ábyrgð á þessu. (hvernig vissu þau það svona fljótt? Samsæri?)  Ég man að ég var þarna inní eldhúsi á ákvað að leggja þetta nafn "osama bin laden" á minnið. Vegna þess að þetta nafn verður mikið í frettum á næstunni.

Ég hafði rétt fyrir mér.

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

maður heyrði mörg orð í fyrsta skipti: osama, al queda , og einnig múslimar, arabar o.s.frv. sem maður hafði mesta lagi kynni í myndinni Aladin.

sleggjan (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband