Góðar fréttir.

Það virðist sem við Íslendingar erum hræddir við breytingar. Sérstaklega eldra fólk. Eldra fólk er skíthrætt við ESB. Tenga þetta við Soviet eða eitthað þaðan af verra. Kannski vegna þess að þau ólust upp í kalda stríðinu þar sem allt var svart og hvítt. Heimurinn skipt í góðan og vondan.

En það er kannski fínt að við breytum ekki neinu fyrr en þjóðin segjir JÁ í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þá geta NEI-sinnar hætt að tala um aðlögun... því hún er ekki til staðar.

Sem eru jákvæðar fréttir.

Þó að breytingar væru bara til góðs... þá er fínt að taka þetta "aðlögunarvopn" af Heimssýn mönnum. Því þá eiga þeir voða lítið vopnabúr eftir.

Þetta eru góðar fréttir fyrir skynsama Íslendinga og JÁ-sinna.

hvells


mbl.is Samninginn í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að vita hvað þið eruð bjartsýnir um ESB.

Vonandi fylgist þið með umræðum ESB. þessa dagana. Stjórnarmenn þar á bæ eru ekki eins jákvæðir og þið "efasemdarmenn".

Vonsnfi rætist ur þessari evrukrísu, svo allir geti verið með rós í hnappagatinu í Brussell.

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 16:38

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er jákvætt ef evrópa (m.a Ísland) nær sig úr erfileikum.

Því ef evrópa fær kvef þá verður Ísland veikt. Enda fer 80% af okkar útlfutningi til Evrópu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.9.2011 kl. 16:51

3 identicon

Það mætti halda að fólk hafi aldrei verið á meginlandi Evrópu, þ.e. í ESB ríki.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband