Mánudagur, 5. september 2011
Rétt hjá Steingrími.
Það er alveg rétt að NEI sinnar í Icesave málinu geta ekki kringt sig sem sigurvegarar í Icesave málinu. Það mál er rétt svo byrjað. ÉSA er að undirbúa dómsmál á íslenska ríkinu. Hollendingar munu fara í mál ef þeir fá ekki vexti af upphæðinni. Svo er möugleiki að við brutum EES samninginn og er þá sá samningur í hættu.
Þetta mál er langt frá því að vera búið. Eina sem er víst er að óbeinn kostnaður af Icesave er gríðarlegur og heypur á tugi milljörðum króna. Jafnvel hundruðum.
Nú er komið á hreint um það sem við Já sinnar sögðum. Að þrotabú Landsbankans mun að mestu leyti duga fyrir Icesave og þar af leiðandi mundi ekkert lenda á ríkissjóð. En NEI sinnar héldu áróði sínum uppi um að ekkert mundi ná uppí Icesave og þeir félagar í kjósum.is voru að fabúlear um einhverjar glórulausar gengisáhættur sem átti að hleypta á þúsund milljörðum. En það er nú komið í ljós að þessi málflutningur var lygi og hræsðluáróður. Og nú er þessi svokallaði hópur að beyta sömu brögðum þ.e hræðsluáróði og lygum í ESB málinu. Sorglegt.
hvells
![]() |
Ætlar ekki að munnhöggvast við forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefuru einhvern tímann sagt eitthvað af viti?
Ertu ekki viðskiptafræðimenntaður? Að sjálfsögðu var gengisáhætta og er enn. Hvað heldur þú að orðið áhætta þýði eiginlega? Það að eitthvað gerist ekki þýðir ekki að áhættan hafi ekki verið til staðar og sem Íslendingur ættiru nú vel að þekkja að gengið okkar er ekki beint það stöðugasta.
Möguleiki að EES samningurinn sé í hættu því við brutum gegn honum? Vertu ekki svona vitlaus, ríki EES og ESB brjóta þessa samninga í sífellu og mörg dómsmál höfðuð á ári hverju sem ríkin stundum tapa og stundum vinna, samningarnir eru samt ekkert í hættu.
Hollendingar fara þá bara í mál, það er bara fínt, þá er sú deila bara útkljáð og við vitum þá bara með vissu hvort og þá hvaða vexti við eigum að greiða.
Hver er þessi óbeini kostnaður upp á tugi og hundruði milljarða? Ertu að tala um fjárfestinguna sem VG stoppar daglega? Eða sífelldu breytingarnar á skattkerfinu sem fæla fjárfesta frá? Komdu hluti og tölur um hvern hlut sem þessi óbeini kostnaður er fólginn í því ef eitthvað hefur komið í ljós er það að icesave var bara aldrei tengt neinu og því ekekrt nema áróður ykkar já sinna
gunso (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 13:54
Ég er að benda á að hræðsluáróður ykkur NEI sinna var tilhæfulaus... einsog komið hefur á daginn.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 14:47
http://www.ruv.is/pistlar/sigrun-davidsdottir/icesave-og-atvinnulifid
http://eoe.is/2011/04/05/15.33.38
http://www.visir.is/nei-kostar-tugi-milljarda-a-ari/article/2011704019895
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 14:50
Sorrí en enginn af þessum tenglum sanna nokkurn skapaðan hlut, bara menn að segja eitthvað út í loftið og gefa sér hluti
Það væri gjaldeyrishöft þrátt fyrir icesave
Við værum enn með krónuna þrátt fyrir icesave
Lánshæfismatseinkunn ríkisins fór ekkert
Varstu ekki að gagnrýna nei sinna fyrir hræðsluáróður og þú vitnar í þessa pistla?
gunso (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 22:51
Eitt sem þú H/S gleymir að reikna með er að ef að við hefðum leyft UK/NL að taka yfir bankann strax eftir kosningarnar hefðiu hann aðeins verið 320 milljarða virði og því allu auka hagnaðurinn sem komið hefur fram verið eitthvað sem við hefðum þurft að brúa.
Óskar Guðmundsson, 6.9.2011 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.