Sunnudagur, 4. september 2011
Algjör öfugmæli.
Þegar fólk er á móti erlendi fjárfestingu og ESB þá koma þeir oft með heimskuleg rök einsog.
"Jón Sigurðsson mundi ekki vilja þetta"
"Jón Sigurðsson mundi snúa sér við í gröfinni ef hann mundi frétta af þessari erlendri fjárfestingu"
En staðreyndin er sú að Jón Sigurðsson var hagfræðingur og var hvatamaður á erlenda fjárfestingu og hann mundi sannarlega stiðja ESB ef hann væri á lífi í dag.
Einsog kemur fram í fréttinni.
"Jóns Sigurðsson forseti hafi verið jákvæður gagnvart þessum fjárfestingum. Hann taldi þetta vera mjög jákvætt skref. Íslendingar þyrftu að fá kunnáttu inn í landið og þekkingu á því hvernig ætti að vinna fiskinn."
hvells
![]() |
Lítil erlend fjárfesting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Menn eru að teygja sig ansi langt með því að tengja stuðning Jóns Sigurðssonar við erlendar fjárfestingar við stuðning við ESB-samrunaverkefnið. Ef þetta er einlæg skoðun bloggara, þá þarf að rökstyðja í lengra máli.
Geir Ágústsson, 4.9.2011 kl. 13:46
það er ekki hægt að sanna það vegna þess að ESB var ekki til þegar Jón var á lífi. Þetta er bara mín sannfæring og mín skoðun.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2011 kl. 13:52
" Þekkingu á því hvernig ætti að vinna fiskinn " Þeir eru nú ekki búnir að ná þeirri þekkingu ennþá, nema að mjög litlu leiti!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 15:03
algjörlega þreytandi að gefa Jón Sigurðssyni upp skoðanir. Hann er löngu látinn og lifði algjörlega aðra tíma en nú eru.
sleggjan (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 15:54
"En staðreyndin er sú að Jón Sigurðsson var hagfræðingur og var hvatamaður á erlenda fjárfestingu og hann mundi sannarlega stiðja ESB ef hann væri á lífi í dag."
"það er ekki hægt að sanna það vegna þess að ESB var ekki til þegar Jón var á lífi. Þetta er bara mín sannfæring og mín skoðun."
Hvað segiru, hvort er þetta staðreynd eða þín skoðun?
gunso (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.