Fimmtudagur, 1. september 2011
Jákvætt. En varúðarvert.
Þetta er jákvætt verkefni en seinasti punkturinn er mikilvægur
"Verkefnið getur varað í allt að sex mánuði, en hægt er að sækja um framlengingu í aðra sex mánuði ef viðskiptahugmyndin inniheldur mikla nýsköpun og er ekki í beinni samkeppni við innlenda starfsemi. "
Það er mjög ósanngjarnt að þessir bótaþegar er í samkeppni við önnur fyrirtæki. Ef ég ætti t.d sólbaðstofu og skammtaði mér laun t.d 150þús vegna þess að þessi bransi er erfiður. Þá er ósanngjarnt að ég væri að keppa við fyrirtæki sem bótaþegi væri búinn að stofna og ríkið borgar launin hans.
hvells
![]() |
Nýtt úrræði fyrir atvinnulausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hehe, ég efast nú um að sólbaðsstofa falli undir nýsköpun, þú fengir ekki einu sinni 6 mánaðan séns með svoleiðis hugmynd. En þetta er jákvætt framtak, verð þó að undirstrika að atvinnulaus maður mun öruglega ekki hafa fjármagn í að stofna og setja á laggirnar nýtt fyrirtæki, svoleiðis að þetta fellur um sjálft sig.
Dexter Morgan, 1.9.2011 kl. 15:33
OK
Ef þetta er engöngu fyrir nýsköpun þá mun ljósabekkjafyrirtæki ekki fá þennan pening. Nema ef hún er með einhverkonar nýja tækni.
En atvinnulaus maður á fjölskyldu sem getur hjálpað sér eða vini. Svo eru kannski fjárfestar sem hafa áhuga á góðum hugmyndum. Það er ósanngjarnt að afskrifa þetta algjörlega.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.9.2011 kl. 16:00
Ég er vissum að þessi maður sem var með þessa rofa og var að auglýsa sig mikið í fréttinni á Rúv, á í dag ekki nema 50% eftir í fyrirtækinum í mestalagi.
Nýsköpunarmiðsöð er ekki að gefa hlutafé. Hef séð svona fyrirtæki þau eru tekinn inn á koppinn og mjólkuð.
Matthildur Jóhannsdóttir, 2.9.2011 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.