Mánudagur, 29. ágúst 2011
Án öfgana.
Ef maður lítur á hlutina. Án allra öfga. Sá þetta yfirvegað þá er ábati augljós fyrir Ísland.
Það er best að spurja fólk sem er í ESB og hefur reynslu á þessu sambandi.
Það kemur skýrt fram í málflutningi Dalia.
"Haft er eftir Grybauskaitė að Evrópusambandsaðild hafi falið í sér mikinn ávinning fyrir Litháa."
Við eigum að taka Litháa til fyrirmyndar og verða þess njótandi að upplifa betri lífskjör í framtíðinni.
í samstarfi við aðrar þjóðir.
hvells
![]() |
Ísland gangi í ESB árið 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvells, Litháar eru ekki fyrirmynd. Þeir voru ekki fyrr búnir að losna frá Sovíet en þeir duttu í faðm ESB. Vita þeir nokkuð hvað "betri" lífskjör er? Eða sjálfstæði yfirhöfuð?
Það fyrsta sem mér dettur í hug með samanburð er heimasætan, sem losnar ekki frá foreldravaldinu fyrr en hún giftir sig og flyst undir yfirráð eiginmanns og tengdó.
Og hvað með það þótt hún fái að stjórna fjölskylduboðum af og til - t.d. árið 2013?
Kolbrún Hilmars, 29.8.2011 kl. 22:35
Sælir.
Að bera sig saman við fátæka, ósjálfstæða þjóð eru mikil mistök. Eins vel og ég vil Litháum vel, þá fóru þeir úr eldinum í öskuna. Sérstaklega núna þegar ESB er að breytast í sambandsríki.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 29.8.2011 kl. 23:23
"Þrír efasemndamenn með skoðanir" hahaha...hefði ekki verið réttara að segja; Þrír áróðurspennar með "agenda"!
Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 23:47
Andri kallar þú það áróður þegar er verið að benda á það augljósa? Við sjáum nú þetta einstaka ferli sem Grikkland er í, það er nú meiri samstaðan og hjálpsemin gagnvart samherjum innan ESB. Nei það hefði aldrei átt að hefja þessa vegferð.
Sandy, 30.8.2011 kl. 06:47
ESB er að gera mjög mikið til að hjálpa Grikklandi. Ef það væri ekki fyrir ESB þá væri Grikkland löngu kominn á hausinn.
Sigurjón.
Ef þú ert að halda því fram að ESB er verri en Soviet þá er það bara þín skoðun. Litháen búar finnast það ekki. Og maður tekur mark á þeim. Einsog forseti landsins segir. Litháen hefur hagnast mikið af ESB. Það er staðreynd málsins.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2011 kl. 09:14
Sælir.
Ég sagði einmitt að þeir hafi farið úr eldinum í öskuna, sem þýðir að það er skömminni skárra. Reyna að lesa það sem skrifað er...
Þó Litháar hafi það skárra í ESB en í Sovét, þá þýðir það ekki að það sé gott fyrir aðrar þjóðir að fara í ESB. Við erum búin að vera sjálfstæð í meira en hálfa öld og erum tiltölulega rík í samanburði við flestar þjóðir (ekki sízt Litháa). Það er því vandséð hvað við myndum græða á aðild að þessu komandi sambandsríki.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 30.8.2011 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.