Barns síns tíma.

VG er ótrúverðugar með hverjum degi.

VG vill að Ísland segi sig úr NATO. Þetta er algjör tímaskekkja. Það er líklega verið að fullnæja einhverjum gömlum hernaðarandstæðingum og gömlum Alþjýðubandalagsjálkum sem gengu Keflavíkurgöngu á sínum tíma.

NATO hefur enga vigt í dag. Þetta er tilgangslaust apparat. Það sást best í Lýbíu aðgerðunum. Það vill enginn axla ábyrð á þessu lengur. Bandaríkin hafa hröklast burtu frá þessu bandalagi með flæmingi. ESB hefur tekið við þessu kefli í Evrópu. M.a með yfirlýsingum og viðskiptaþvingunum.

Þetta er orðið einhverskonar heræfingaklúbbur þar sem hermenn fá að æfa að fljúga og sigla í mismunandi umhverfi.

Það er enginn her á Íslandi. Við erum varla í NATO nema að nafninu til. Leyfum nokkrum Dönum að sprikla hérna á herþotum 2 daga á ári... búið.

Þessi yfirling VG er aðalega fréttnæmt vegna þess að með þessu er VG að opinbera málefna þurrð þeirra endanlega.

hvells

 

hvells


mbl.is Einhugur í VG um úrsögn úr NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi yfirlýsing er VG til skammar. NATÓ hefur tekið virkan þátt í losa mannkynið við úrkynjaðan hryðjuverkaleiðtoga sem myrt hefur fjöldan allan af mönnum, konum og börnum. Eini glæpurinn hérna er að leyfa fólki með svona yfirgengilega barnalegar yfirlýsingar að tjá sig fyrir hönd heils stjórnmálaflokks.

Svo ekki sé nú minnst á brandarann í þessu öllu saman. VG vill úr NATÓ en inn í ESB. Greinilega ekki alveg kveikt á öllum perunum...

Jón Flón (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 23:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

VG vill segja sig úr Nató! Flott hjá þeim, en ætli enginn þar innanborðs hafi fattað að þeirra eru heimatökin hæg - í ríkisstjórn núna og allt hvað eina?

Eða VILL VG kannski ekki segja sig úr Nató? Erkióvinurinn AGS vandist t.d. vel, sagði formaðurinn í gær...

Kolbrún Hilmars, 30.8.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband