Mánudagur, 29. ágúst 2011
Guðmundur í DV.
Guðmundur Steingrímsson sem er besti og efnilegasti stjórnmálamaður sem Íslendingar hafa alið kom með hnyttna athugasemd í DV um helgina.
Einsog flestir vita þá hætti Guðmundur Steingrímsson í Framsóknarflokknum. Aðalega vegna þess að hann fann sig ekki vegna þess að flokkurinn hefur dregið frá því að vilja betrumbæta vinnubrögð og læra af hruninu og farið í algjöra einangrunarhyggju og afturhaldssemi.
Hann var í DV í dag í viðtali. Mjög flott viðtal og hann kom með góð og sterk rök fyrir sínum ákvörðunum. Hann minntist á að þegar Ásmundur Einar gekk í Framsókn og var fagnað einsog týndi sonurinn kominn heim þá rann upp fyrir honum að hann átti bara ekki neitt sameiginlegt með þessum dreng sem er formaður Heimssýn og berst að öllu afli fyrir féausur í Landbúnaðinn meðan heilbrigðiskerfið blæður.
Það er reyndar skiljanlegt enda á hann innflutningsfyrirtæki sem fytur inn landbúnaðarvörur einsog geldingaklippur. Sem ganga úta það að sprengja eistun á natum, hrútum og öðrum dýrum. Ekki ásvipað og taka bara venjulegann hamar og mölbrjóta eistun á spendýri. En það má deila um hversu mannlegt þetta er. En Ásmundur finnst þetta fínt enda græðir helling á þessu... svo segir hann að meðferð dýra eru léleg í ESB. Sem er önnur saga.
Guðmundur lýsti því vel hvernig hann hefur einangrast í þjóðrembuflokknum. Sagði meðal annars
"Ég hef stundum
velt því fyrir mér hvernig
opnir fundir okkar þriggja, mín,
Ásmundar og Gunnars Braga,
hefðu átt að fara fram í kjördæminu.
Það hefði eiginlega
þurft að auglýsa þá sem kappræður."
En Sigmundur er í þjóðerniskúr. Borðar bara íslenskt og er að mjókka. Fín megrun.
En ekki eins góð megrun fyrir Sigumnd er Framsóknarflokkurinn. Hann er í góðri megrun. Þungaviktamenn í flokknum eru að segja sig úr flokknum. Hann verður heppinn að ná 5% markinu næstu kosningar.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur átti reyndar aldrei að fara frá samfylkingunni. Gleymi ekki hvað ég var hissa þegar hann tók ákvörðun að fara í framsókn. Og þá töluðu allir að hann væri að fara "heim". Enda afi hans og faðir solid framsóknarmenn.
Get ekki dæmt um hvort hann sé einhvað efnilegum stjórnmalamaður. Hef heyrt alltof lítið frá honum. Finnst hann vera lítið í fjölmiðlum, manbara eftir honum þegar han var með þátt á Skjá Einum þegar sú stöð var nýbyrjuð. Þetta var svona "jay leno" kvöld þáttur. Helviti góður. En vona að hann sé nuna að fara vera áberandi. T.d. þetta viðtal í DV til merkis um það.
Annars veit ég ekki hvað er verður um þetta væntanlega nýja framboð. Ekki nógu skýr mörk milli þess og XS. En kannski kemur hann með eitthvað solid sem greinir hann frá öðrum. Svo mikilvægt að hann fær gott fólk með sér, og það þurfa ekki endilega að vera einhverjir jaxlar í pólítik. Heldur fólk úr hinum og þessum áttum.
sleggjan (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 20:49
ég held persónulega að hann gekk í framsókn fyrir pabba sinn sem átti ekki mikið eftir. þeir tveir sáman á flokkþingi. ég sá að pabbin var sáttur að sjá son sinn loksins "heima"
svo dó steingrímur fljótlega eftir þetta.
ég held að guðmundir líður betur með sjálfan sig að hafa allavega reynd að gera föður sínum til góðs. hann reyndi framsókn.. en það virkaði ekki.
þar innanborð er engin vilji á breytingar eða ný vinnubrögð. skítkastið og skotgrafahernaðurinn er í hávegum höfð í þessum afturhaldsflokki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2011 kl. 21:22
til að þessi flokkur verði ekki Samfylkingin vol 2 þá verður þessi flokkur að passa sig að færast ekki of mikið til vinstri.
Guðmundur segjir að flokkurinn á að vera grænn. En hann verður að passa að fara ekki út í öfgar í þeim efnum. Það er mikilvægt. það væri fínt að fara að ráðum Hörð Arnarssonar forstjóra landsvirkjun. virkja einungis það sem getur myndast sátt í þjóðfélaginu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2011 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.