Tekið af Staksteinum

Steingrímur J. er sannarlega ráðherra svarta markaðarins á Íslandi og hefur hann staðið sig með afbrigðum sem slíkur, enda blómstrar svört atvinnustarfsemi og skattaundandráttur sem aldrei fyrr.
Iðnaðarmenn fást ekki til starfa hjá löglegum fyrirtækjum, þrátt fyrir endurteknar starfsauglýsingar og þrátt fyrir að fjöldi manna í viðkomandi starfsgrein sé á atvinnuleysisskrá.

Skýringin er auðvitað sú, að þeir eru í vinnu á hinum svarta markaði, því slík er skattpíningin orðin á löglegan atvinnurekstur að bæði er orðið erfitt að manna þar stöður og fyrirtækin þar að auki alls ekki í stakk búin til að standa í samkeppni við þá, sem engin opinber gjöld borga af rekstri sínum.

Annað dæmi um viðskipti, sem færast í síauknum mæli yfir á svarta markaðinn, eru viðskipti með áfengi og tóbak, því með skattahækkanabrjálæðinu á þeim vörum hefur Steingrímur J. ýtt æ stærri hluta þeirra viðskipta yfir í neðanjarðarhagkerfið, því smyglað áfengi og landi eru sívaxandi hluti viðskiptanna með þessar vörur. Þótt einhverjir fagni minnkandi áfengissölu í „ríkinu“, þá er sá fögnuður byggður á fölskum forsendum, því áfengisneysla fer ekkert minnkandi, viðskiptin færast einfaldlega til þeirra sem okra ekki eins mikið og Steingrímur J.

Steingrímur J. er sannarlega ráðherra svarta markaðarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband