Þjóðaratkvæði. Pælingar með framkvæmd

Verið er að leggja fram að 10% landsmanna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur.

Gott og vel. Í dag eru það um 30 þúsund manns.

Undirskriftarsíður á netinu ná alltaf 30 þúsund á skömmum tíma á síðustu misserum. Enda Andrés Önd og Hitler fastagestir á þessum listum.

 30 þúsund manns er frekar lágt hlutfall þegar hver sem er getur sett kennitölu hjá hverjum sem er (t.d. var ég settur á Magma listann að mér forspurðum).

 

En þetta getur verið alveg fínt hlutfall ef undirskriftalistarnir eru solid!.

 

Það geta verið tvær leiðir til að skrifa undir lista:

1. Gegnum Hraðbanka, Heimabanka eða Skattur.is (eða stofna nýja þjóðaratkvæðasíðu sem verður þín persónulega undirskriftarsíða með þínu eigið lykilorði).

2. Gegnum sýslumann á þar til gerðu eyðublaði. Persónuskilríki er must. Gera má ráð fyrir að það þurfi að fjölga kannski einhverjum starfsmönnum en lýðræðið kostar. 

 

Með þessu geta undirskriftarlistar verið trúverðugir og við göngum þá til þjóðaratkvæðis með hreina samvisku.

 

 

 

kv

 

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband