Miðvikudagur, 27. júlí 2011
Ég varaði við þessu allan tímann.
Rakst á skemmtilegan pistil á Evrópuvaktin.is
Hún er svohljóðandi
"
Fyrst setjast þeir niður Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson og semja um launahækkanir, sem báðir vita að engar forsendur eru fyrir. Svo bætist Steingrímur J. í hópinn og leggur blessun sína yfir verknaðinn.
Svo byrjar verð að hækka vegna kauphækkana, sem ekki var innistæða fyrir og verðbólgan þar með. Atvinnurekendur segja: við eigum tveggja kosta völ, annað hvort að hækka verðlag eða segja upp fólki og kannski verðum við að gera hvoru tveggja.
Svo kemur Steingrímur J. og segist verða að hækka skatta vegna kjarasamninganna.
Svo kemur Már Guðmundsson og segist verða að hækka vexti vegna verðbólgunnar, sem verður til vegna innistæðulausra kjarasamninga.
Verðlag hækkar, verðtrygging hækkar lánaskuldbindingar landsmanna. Vextir hækka. Afborganir hækka. Afkoman versnar. Allt heimatilbúinn vandi.
Það fer að verða grundvöllur fyrir því að mynda þjóðarhreyfingu til þess að koma þessu fólki frá völdum."
Þetta er nákvæmlega sem ég sagði allan tímann.
Þetta lýðskum um að hækka lágmarkslaun uppí 300þúsund krónur að minnsta kosti og annað verra heyrðist í bloggheimum.
Það var aldrei innistæða fyrir þessu og því fór sem fór.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er óttaleg hringrás.
Mér sýnist eina leiðin til að fá launahækkun án þess að svona gerist er að vera í einhverjum minnihluta sem fær launahækkun eða vera í fámennri starfsstétt.
Ef t.d. flugumferðarstjórar fá 20% hækkun gerist ekki. En almennir kjarasamningar hleypa öllum andskotanum í gang.
kv sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 27.7.2011 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.