Hvar eiga peningarnir að koma?

"almennrar og réttlátrar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum"

síðan hvernæ eru þetta RÉTTLÁTAR leiðréttingar. 

þetta eru leiðréttingar... ég samþykki það. En það er ekki réttlátt að látta alla skattborgara og lífeyrisþega á landinu borga niður lán sem ÞÚ tókst og skrifaðir SJÁLFUR undir. Það neyddi þig enginn í að taka þessi lán.

Inn í þessum undirskifalista á að tilgreina hvar peningarnir eiga að koma. Flest húsnæðilán eru hjá Íbúaðrlánasjóð og það er alveg klárt að skattfé þarf að dælast inn í sjóðinn til að standa afskriftirnar af sér.

Hvar á sá peningur að koma. Ef hann á að koma frá sjúkrahúsunum vegna meiri niðruskurðar, taka peningnn frá félagslega kerfinu, taka peninginn frá málefnum fatalaða??  Eða hvaða skatta á að hækka?? Áfengisskattinn???  Virðisaukaskattinn. Kannski góð leið að hækka lægra skattþrepið frá 7% í 14%. En þá hækka matvælin sem er ekki beint gott fyrir fátæka.

En það væri allavega hreinlegra ef Hagsmunasamtökin kæmu svona fram og tilgreindu hvar peningurinn á að koma. Því annað er lýðskrum.

 

hvells


mbl.is Yfir 12.000 undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Miðað við stafsetninguna þá má alls ekki skera meira niður í menntakerfinu. Takk fyrir mig strákar, þetta var skemmtilegt.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 14:05

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við erum ekki að leytast eftir hugmyndum hvar á EKKI að skera niður. Heldur hvar á að skera niður.

 þakka innlitið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2011 kl. 14:21

3 identicon

Svona fljótlega hugsað mætti byrja á:

Sleppa þessari ESB umsókn og öllum kostnaðinum sem henni fylgir.

Skera niður styrki til listamanna og öðru því tengdu.

Lækka skatta á fyrirtæki, olíu, einstaklingum osfrv. þar sem slíkt myndi leiða til meiri neyslu sem myndi leiða til örvun atvinnulífsins og þar afleiðandi meiri skattpeninga til ríkisins. ÁSAMT betri lífsgæða borgara og betri afkomu fyrirtækja.

Auka hlutdeild ríkisins í afkomu náttúruauðlinda, þannig að örfáir ormar sitji ekki á fjarsjóði sem með réttu ætti að vera eign allra Íslendinga.

Hætta að eyða tíma og peningum í Landsdóm sem mun engu skila nema píslarvætti.

Loka og hagræða í sendiherramálefnum. 

Þetta eru bara örfá dæmi sem við getum skoðað!!!

Adam (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 15:53

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú spyrð hvaða peningarnir fyrir leiðréttingunni eigi að koma. Það er einfalt, nýju bankarnir fengu lán heimilanna á hálfvirði. Með því að sækja þennan afslátt og láta hann ganga áfram til lántakenda er hægt að framkvæma þessa nauðsynlegu leiðréttingu ríkinu algjörlega að kostnaðarlausu.

Það virkar nokkurnveginn svona: Lán sem var 10 milljónir fyrir hrun er nú orðið 14 milljónir svo dæmi sé tekið, ekki vegna þess að meira hafi verið tekið að láni heldur vegna þess að vísitalan hækkaði langt umfram eðlilegar væntingar. En þegar núverandi eigandi (nýji bankinn) keypti lánið á hálfvirði greiddi hann kannski 7 milljónir fyrir það. Þess vegna er vel hægt að lækka það aftur niður í 10 milljónir, og ef bankinn innheimtir þær er hann samt að græða, en lántakandinn er ekki að græða neitt, hann hefur borgað í þrjú ár og skuldar samt jafn mikið og fyrir þremur árum. Það skal tekið fram að þetta er ekki hárnákvæmur útreikningur, heldur til að nefna dæmi í grófum dráttum.

Slík leiðrétting þarf ekki að kosta ríkissjóð nokkurn skapaðan hlut, útreikningar sérfræðinga hafa sýnt að svigrúmið fyrir leiðréttingu er til staðar í bankakerfinu. Eina krafa okkar er að bankarnir fái ekki að sitja að þessum hagnaði óskiptum heldur láti viðskiptavini sína njóta góðs af honum til að draga úr þeirri miklu hækkun sem þeir hafa þurft að taka á sig að ósekju.

Hvaðan eiga peningarnir að koma er spurt? Svarið er einfalt: þeir þurfa að hvergi að koma frá, heldur eru þeir í bönkunum sem fengu þessa gjöf á sínum tíma, og við viljum að sanngjörnum hluta hennar verði skilað aftur til lántakenda. Og jafnvel þó eitthvað framlag þyrfti að koma á móti úr ríkissjóði yrði það smáræði miðað við þann þjóðhagslega ávinning sem af þessu hlytist.

Hinn möguleikinn er miklu verri, að leyfa bönkunum að innheimta lánin að fullu. Það gagnast nefninlega engum á Íslandi heldur færu þeir peningar sem innheimtast umfram hálfvirði að mestu leyti úr landi til erlendra kröfuhafa og þjóðhagslegur ávinningur af því er nákvæmlega enginn. Bara stór mínus!

Ég gæti svo að sama skapi spurt: Hvaðan komu peningarnir upphaflega? Og þá er ég að meina þann þriðjung af skuldum heimilanna sem er til kominn í formi verðbóta á höfuðstól? Það eru "peningar" sem voru aldrei fengnir að láni, en bættust engu að síður (ólöglega) við lánin vegna hærri vísitölu. Hvaðan komu þeir peningar og hvert fóru þeir? Hvert svo sem svarið er þá hefur allavega ekki króna af þeim farið til lántakendanna sjálfra. Getur verið að bankarnir hafi bara búið til þessar aukaskuldir úr engu? (Svarið segir sig sjálft því öll bankalán eru búin til úr lausu lofti, peningar skipta sjaldnast um hendur.) Þegar banki býr til skuldir en ekki peninga til að borga þær, með hverju á þá að borga skuldirnar? Heilbrigð skynsemi segir manni að það sé rökleysa, enda er hún það!

Heldurðu svo að það verði eitthvað ódýrara fyrir ríkið (og þar með þig sem skattgreiðanda) að þurfa að taka við öllu því fólki sem mun lenda á götunni og í örmum velferðarkerfisins því það stendur ekki undir hækkaðri greiðslubyrði? Svarið við því er einfalt: það yrði langdýrasta leiðin sem hægt væri að fara, og það er einmitt það sem stefnir í ef ekkert verður að gert!

Sleggjan, það þarf sem betur fer hvergi að skera niður til að hrinda kröfum Hagsmunasamtaka Heimilanna í framkvæmd, heldur þvert á móti ef ekkert verður gert til að fyrirbyggja hörmungar. Þú gagnrýnir harkalega að þetta skuli ekki vera útskýrt á vefsíðu okkar. En málið er að þar er einmitt að finna mikið af upplýsingum kröfunni til stuðnings, sem þú hefur augljóslega ekki verið búinn að kynna þér þegar þú ákvaðst engu að síður að gagnrýna þetta hjá okkur. Ef þú vilt bæta úr og vera málefnalegur, endilega útskýrðu fyrir mér hvers vegna þú heldur að þetta þurfi að kosta þig eða ríkið eitthvað? Hver væri sá kostnaður nákvæmlega og hvernig væri hann til kominn? Hver væri aftur á móti ávinningur þjóðfélagsins af hinum valkostinum, að senda allt sem innheimtist umfram helming beinustu leið úr landi án þess að það nýtist hér til fjárfestinga?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2011 kl. 16:39

5 identicon

Peningarnir gætu komið frá þeim sem geta borgað skuldir sínar eins og  þær voru fyrir hrunið. Þar sem lánin hafa stökkbreyst og allar forsendur brostnar og lánin kominn upp úr öllu valdi hafa sumir farið þá leið að hætta borga og farið í þrot og þarna tapast því peningar. Aðrir hafa geta borgað og einungis notað pening sinn í nauðsinlega hluti og það bitnar á hagkerfinu og minni skattpeningur. Ég tók lán hjá íbúðalánsjóði og þau hafa stökkbreyst svo um munar en ég get borgað og á sama tíma sé engan tilgang í því að borga þar sem öll eignamynduninn er farin og ekki fyrirséð að maður eignist neitt í íbúðinni. Meðan ég borga koma peningar en  ef mér dettur í  hug að hætta borga þar sem forsendurnar er farnar og þá koma ekki peningar.

Björn Ingi (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 16:50

6 identicon

Adam, hvað kemur það ESB umsókn Íslendinga við að það sé verið að safna undirskriftum vegna gríðarlegra hækkana á höfuðstól íbúðalána á Íslandi?  Það er enginn að fara að borga neitt, Sleggjan og Hvellurinn, þessi lán voru flutt í nýju bankana á smá broti af höfuðstól lána.  Höfuðstóllinn hækkaði gríðarlega vegna bankahruns og vegna þess að gjaldmiðillinn, þessi vesæla króna okkar, hrundi.  Þér, Sleggja, finnst það bara alveg sjálfsagt greinilega að lán sem tekið var 2006 upp á 20 millj. sé komið í 30 millj. í dag? Það eru fáar stéttir sem hafa hækkað um 60% í launum á síðustu árum sem réttlætir hækkun höfuðstóls upp á 10 milljónir.  Og hvernig ætlar þú fólki að borga þessar auka 10 milljónir með kannski 200 þúsund í heildar útborguð aun á mánuði?  Afborganir svona láns sem stendur í 30 milljónum er vel á annað hundrað þúsund á mánuði og samt hækkar höfuðstóllinn nánast í hverjum einasta mánuði.  Hvernig ætlar þú venjulegu launafólki að borga þetta, þruma og sleggja og hvells??

Margrét S. (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 17:13

7 identicon

Margrét

Sleggjan og Hvellurinn, vildu fá dæmi um það hvar væri hægt að spara peninga og þar kemur ESB umsóknin gríðarlega sterkt inn, þar sem hún er mjög kostnaðarsöm!!

Adam (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 17:31

8 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Nokkrar leiðir til að leiðrétta stökkbreytt lán og afnema verðtryggingu:

http://www.heimilin.is/varnarthing/hvernig

Þórður Björn Sigurðsson, 24.7.2011 kl. 19:22

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

Einsog ég nefndi í færslunni þá eru flest íbúðarlán hjá Íbúðarlánasjóð. Ekki rétt??  Þar er ekki hægt að gera þessa hókus pókus aðferðir sem þú ert að tala um í sambandi við bankana.

Tölum þá um Íbúðarlánasjóð sem er 100% á kostnað skattborgara.

http://www.vb.is/frett/61663/

http://eyjan.is/2011/03/19/ibudalanasjodur-dyrari-en-icesave-gaeti-thurft-48-milljarda-fra-rikinu/

http://www.visir.is/ibudalanasjodur-tharf-tugi-milljarda/article/2010419445688

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2011 kl. 22:53

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Margrét

Þú ert að tala um gengistryggðu lánin og þessi yfirfærslu skulda bankana á afslætti (reyndar er Steingrímur J búinn að gefa eftir þessum afslætti og því er þessi von úti)  Einsog ég var að segja við Guðmund og kom með heimildir til að bakka upp staðreyndirnar mínar. Þá er það íbúðarlánasjóður sem eru með flest húsnæðislánin. 

Og ég spyr. Hvar eiga peningarnir að koma til að spíta inní Íbúðarlánasjóð??

Adam er allavega með nokkrar tillögur og hann fær hrós fyrir það. Þá á að setja þessar tillögur í undirskriftarlistann vegna þess að það eru margir sem halda að það eru til peningar fyrir afskriftinar bara upp úr engu.

En Margrét. Ég er ekki að segja að það sé bara gott og blessað með þessu gengistryggðu lán. En það er óumdeilanlegt að það neyddi engin fólkið að taka þessi lán. Þau vissu áhættuna og þurftu að skrifa undir ákveðna yfirlýsingu í samningnum að þau skilja áhættuna.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2011 kl. 22:59

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Adam

takk fyrir tillögunar

en mikið af þessu er ekki rétt. ef þú lækkar skatta þá er ekki gefið að ríkið fær meiri tekjur.

En ef þér finnst það.... þá er ESB umsóknin rök... mjög góð rök fyrir því að skapa tekjur. Við munum eyða milljarði í ESB umsóknina og á móti fáum við 4 milljarða frá ESB.

Þessi erlendu greiðslur koma sér vel fyrir Íslenska hagkerfið í formi starfa og aukins hagvaxtar... þetta er peningur sem kemur inn í íslenska hagkerfið og mun valda meiri ábata heldur en milljarður sem við eyðum í umsóknina.

ég er bara að nota þín eigin rök fyrir að halda ESB ferlinu áfram.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2011 kl. 23:03

12 identicon

Hálfann milljarð má fá með að taka "geðþáttaákvarðannasjóð" af ráðherrum.

3,5 í viðbót við að slá af, fresta og dfella niður fleiri hundruðir styrkja til menningratengdra smáverkefna.

4,5 með því að segja upp helmingi af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins, loka 60% sendiráða, sameina þau sem eftir eru, flytja skrifstofur úr stórhöllum í hentugt skrifstofuhúsnæði og kalla heim óþarfa fulltrúa sem eru um allar jarðir.

15-20 milljarðar með að fresta öllum stærri jarðgangaframkvæmdum sem ekki bera arð.

Stærsti sparnaðurinn fer svo fram í SAMEININGU BYGGÐAR, með því að flyta heilu þorpin annað og þar með hreinlega að hafa "sumaropnun" á ferðamannastöðum sem hvort eð er er ekki hægt að finna í meðalári fyrir snjó. 

Hagræðing er aftur á móti orð sem að "ráðamenn" óttast mjög þar sem að það fylgja nefnilega orðin NIÐURSKURÐUR og UPPSAGNIR á fólki sem að raðlygarar hafa áratugum saman getað fengið til að kjósa sig án þess að standa við nokkuð.

Ríkið vertður nefnilega að átta sig á að það er bara stórt heimili. Þú ferð ekki í að uppfæra húsnæðið ef að þú átt ekki fyrir mat.

Það sem í raun þarf er að stokka ærlega upp í hrikalega þöndu ríkisbatteríi þar sem (þegar skipt er um stjórnir) ráðnir inn nýjir yfir þá sem fyrir eru ...en engum sagt upp.

Lansamlegast hagstæðasta lausnin væri að láta rýnihópa verkalýðsfélaganna sjá um að rýna fjárlagafrumvarpið enda eru þar innanbúða aðilar sem gera sér grein fyrir því hvernig er hægt að lifa af sultarkjörum (þeirra sem fjær eru kjöt-kötlunum).

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 18:13

13 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Þið fjórir ónafngreindu einstaklingar sem standa að þessu bloggi og Bjarni Freyr, áður en fullyrt er að það sé ekki hægt að leiðrétta forsendubrest lánasafns heimilanna sem stökkbreyttist við hrunið - sem fólk skrifaði reyndar ekki undir að greiða, því fólk skrifar yfirleitt undir greiðsluáætlanir sem miðast við 0-4% verðbólgu... þá ættuð þið kannski að lesa ykkur vel til um þær leiðir sem lagðar eru til. Það er augljóst að þið hafið ekki haft fyrir því áður en bloggað var.

Einn ykkar svarar Guðmundi hér að ofan á þessa leið;

Einsog ég nefndi í færslunni þá eru flest íbúðarlán hjá Íbúðarlánasjóð. Ekki rétt??  Þar er ekki hægt að gera þessa hókus pókus aðferðir sem þú ert að tala um í sambandi við bankana.

En rétt þar fyrir ofan hefur ykkur verið bent á þær leiðir sem lagðar eru til

Nokkrar leiðir til að leiðrétta stökkbreytt lán og afnema verðtryggingu:

http://www.heimilin.is/varnarthing/hvernig

Andrea J. Ólafsdóttir, 25.7.2011 kl. 22:04

14 identicon

Nennti svosum ekki að rúlla ítarlega í gegnum allar þessar leiðir ykkar því þær eru svo einhliða hlynntar fólki sem spennti bogann of hátt og reiknaði með að allt yrði alltaf bara í gúddí til frambúðar án þess að kynna sér svo mikið sem síðustu 5-10 ár af hagsögunni

Skiptigengisleiðin - Að meta krónur mismunandi? og þú telur það standast stjórnarskrána okkar hvernig? Jafnræðis og eignarréttarákvæðin koma í veg fyrir þessa blessuðu leið ykkar. Þetta er bara einhliða eignaupptaka án nokkurra bóta

Skattleggja lífeyrissjóðina? Já um að gera að skattleggja lífeyri allra landsmanna fyrir þá sem tóku lán

Skattleggja bankana? Ríkið er meirihlutaeigandi eins, á miklar skuldbindingar inn í bönkunum og er minnihlutaeigandi í hinum....Hvernig kemur það aukafjárframlag ríkisins eða minni hagnaður við sölu hlutanna ekki við kauninn á öllum landsmönnum einungis lántakendum til hagsbóta?

Auðlegðarskatturinn....jújú það má vel vera að margir hafi hagnast óskaplega á óeðlilegan hátt, þeir borga fæstir þennan skatt hinsvegar þar sem þeir hafa aðrar leiðir til að koma sér undan þeim og langstærstur hluti af þessum auðleggðarskatti kæmi ekki frá óeðlilegum hagnaði undan bönkunum, af hverju ætti þessi skattur þá einungis að renna til lántakenda?

Vísitöluleiðréttingin er náttúrulega skemmtilegt stjórnarskrárbrot líka, einfaldlega eignaupptaka á öllum eignum í þjóðfélaginu til að henda í lántakendur

Eignarnámsleiðin þyrfti að vera með lögum, lýsir vanþekkingu ykkar á þessum hlutum að halda að þetta sé einföld reglugerðarbreyting

Svo eins og þið leggið þetta fram:

Skiptigengisleið: Stjórnarskrárbrot

Eignarnámsleið: Stjórnarskrárbrot eins og þið setjið hana fram og myndi einfaldlega valda því að ríkið þyrfti að smella pening í bankakerfið - plús að þetta væri eflaust einhverskonar brot á EES samningnum

Vísitöluleiðrétting: stjórnarskrárbrot

leiðréttingaskattur:
lífeyrissjóðir - bara plain heimskulegt að heimta að lánin ykkar verði "leiðrétt" með lífeyri landsmanna
banka - ríkið þarf bara að leggja bönkunum meira fé að tapar peningum því virði þeirra lækkar
auðlegðarskattur - þegar lagður á, samt bara í meirihluta tilvika verið að taka pening af venjulegu fólki sem hefur auðgast á eðlilegan máta til að borga undir lántakendur

gunso (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 11:28

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég vil þakka gunso fyrir mjög góða færslu. Hann nær að endurspegla ruglið hjá hagsmunasamtökum heimilina.

það er ekki hægt að laga þetta með einhverjum hókus pókus aðferðum sem enginn tapar nema "VONDU ÚTLENDINGARNIR"

Svo er bara nafnið "eignarnámsleiðin"..... sýnir hvernig þetta lið hugsar þarna í þessum samtökum.

.... kannski þjóðnýta Magma í leiðnni  :)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2011 kl. 12:35

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://eyjan.is/2011/07/26/bjarni-falsmynd-af-stodu-rikissjods-skattahaekkanir-ekki-ad-gera-sig/

ástæðan var 31milljarðar sem fór í íbúðarlánasjóð.... að halda öðru fram er bara vitfyrring.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.7.2011 kl. 21:12

17 identicon

@ Guðmundur

Þú segir: "Hvaðan eiga peningarnir að koma er spurt? Svarið er einfalt: þeir þurfa að hvergi að koma frá, heldur eru þeir í bönkunum sem fengu þessa gjöf á sínum tíma, og við viljum að sanngjörnum hluta hennar verði skilað aftur til lántakenda "

 Bankarnir eru flestir í einkaeigu.  Bankar eru ekki og hafa aldrei verið sanngjarnir. Lánasöfnin þeirra eru eignir þeirra. Þeimdettur ekki í hug að gefa eignir sínar frekar en önnur fyrirtæki.

Þegar skipt var úr gömlu í nýju banka átti þá að koma  eitthvað skilyrði frá ríkinu með þessi stökkbreyttu lán , en það var ekki gert og nú er það of seint. So sorry.

p.s. Mér finnst  alltaf pirrandi að heyra þegar einhver þykir vænt um bankann sinn. Bankanum er sama um þig, af hverju ættir þú ekki að bera svipaðar tilfinningar á móti.

sleggjan (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 09:42

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála

sá misskilningur nú til dags að bankinn á að sýna þér einhverja væntumþykkju. sé einvherskonar stofnun sem á að vera góð við alla og umburðarlind.

en málið er að bankinn hefur aldrei verið þannig. ALDREI í sögu Íslands.

En nu eru allir vælandi og skælandi og sjá bankann í einhverskonar móðurímynd sem á að koma til hjálpar og hugga fólk.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.7.2011 kl. 12:39

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sorry guys, þetta verður langt innlegg, því ég hef mikið um þetta að segja og ég veit sem betur fer að þið kunnið að meta málefnalegar rökræður.

--- Sleggjan:

Einsog ég nefndi í færslunni þá eru flest íbúðarlán hjá Íbúðarlánasjóð. Ekki rétt??  Þar er ekki hægt að gera þessa hókus pókus aðferðir sem þú ert að tala um í sambandi við bankana.

Í fyrsta lagi er aðferðin síst minni "hókus pókus" en útreikningur verðtryggðra lána í núverandi mynd, og sú eignamyndun sem bankarnir fá þannig úr engu.

Í öðru lagi þá gengur sú aðferð sem um ræðir (eignarnámsleiðin) út á að færa fasteignalánasöfnin öll á einn stað, inn í Íbúðalánasjóð, einmitt til þess að geta framkvæmt leiðréttinguna þar þannig að allir njóti hennar með samræmdum hætti. Með því að hagnýta þá staðreynd að krafa um eiginfjárhlutfall er lægri hjá ILS (5%) en hjá bönkunum (16%) má svo afskrifa umtalsvert meira en ella væri hægt án viðbótarframlags.

Tölum þá um Íbúðarlánasjóð sem er 100% á kostnað skattborgara.

("þarf X tugi milljarða frá ríkinu") sem er ekki ósatt.

Vissulega á Íbúðalánasjóður í vanda, en hann verður til staðar hvort sem krafan um leiðréttingu nær fram að ganga eða ekki. Með réttri útfærslu gæti leiðrétting sú sem ég legg til jafnvel stuðlað að því að sá vandi yrði auðleystari. Það fer allt eftir hversu hátt leiðréttingarhlutfallið yrði.

Hvar eiga peningarnir að koma til að spíta inní Íbúðarlánasjóð??

Ríkið eyddi 30 milljörðum minna í vaxtagreiðslur á þessu ári en heimildir fjárlaga gerðu ráð fyrir svo þar hlýtur að vera svigrúm. Var ekki annars allt annað innan heimilda fjárlaga? (Og reyndar stjórnarskrár líka, en komum að því síðar ;)

Samkvæmt útreikningum á kostnaði við eignarnámsleiðina dugar samsvarandi upphæð til að bæði rétta við eiginfjárhlutfall ILS og framkvæma almennu leiðréttinguna. Hugmyndin gengur fyrst og fremst út á að færa þangað úr bönkunum, ekki peninga heldur afskriftasvigrúm sem er eftirsótt vara á fjármálamörkuðum í dag. Útkoman er þó svipuð.

Á móti vil ég ítreka spurningu mína, sem hefur ekki verið svarað: Hvaðan komu skuldirnar eiginlega, og þá er ég að meina þann þriðjung af skuldum heimilanna sem er til kominn í formi ólöglegra verðbóta á höfuðstól? Það eru fjárhæðir sem voru aldrei fengnir að láni, en urðu samt einhvernveginn að eignamyndun fyrir bankana. Hvernig öfluðu þeir þessarar eignaaukningar? Svarið er það það gerðu þeir ekki heldur er þetta bókhaldsbrella.

--- gunso:

Nennti svosum ekki að rúlla ítarlega í gegnum allar þessar leiðir ykkar

Greinilega ekki, en gott og vel.

því þær eru svo einhliða hlynntar fólki sem spennti bogann of hátt og reiknaði með að allt yrði alltaf bara í gúddí til frambúðar án þess að kynna sér svo mikið sem síðustu 5-10 ár af hagsögunni

Þú verður að fyrirgefa mér þó ég hafi ekki verið vel að mér í hagsögu þegar ég var nýskriðinn úr ströngu tölvunarfræðinámi. Fjölskyldan mín var þá nýorðin fjögurra manna og átti skömmu síðar eftir að verða fimm manna. Einhversstaðar þurftum við að búa og einfaldur útreikningur sýndi mér svart á hvítu, miðað við þær forsendur sem lágu til grundvallar og hóflegar væntingar innan áhættuveginna vikmarka, að það kostaði álíka mikið á mánuði að kaupa húsnæði og að leigja sambærilegt, en með kaupum fylgdi hinsvegar eignamyndun svo þetta var no-brainer að ég hélt. Ég stóð líka lengst af í þeirri meiningu að bankar væru löglega rekin fyrirtæki sem veittu viðskiptavinum fjármálaráðgjöf en ekki blekkingar. Núna eftir næstum þriggja ára miskunnarlaust heimanám í efnahagsögulegum hamförum, er ég margs vísari. Ég veit núna allt um það hversu forsendurnar sem mér voru gefnar og ég í reynsluleysi mínu ákvað að treysta, voru í raun kolrangar. Ég veit líka að ef það er eitthvað sem hagsagan hefur kennt mannkyninu, þá er það hversu auðvelt er að vera vitur eftir á. Og alveg sama hvernig á það er litið þá er samt rán alltaf rán, líka eftir á að hyggja í hagsögulegu samhengi.

Að meta krónur mismunandi? og þú telur það standast stjórnarskrána okkar hvernig?

Þú gætir spurt Seðlabanka Íslands að því, sem er einmitt að "meta krónur mismunandi" í hringekjuviðskiptum með krónur útlendinga um þessar mundir.

Og hérna kemur einmitt að því sem ég ýjaði að nokkrum málsgreinum á undan við Sleggjuna. Á síðasta ári fór rekstur ríkissjóðs 41 milljarð fram úr heimildum fjárlaga, þrátt fyrir að útgjöld úr ríkissjóði og skuldbindingar án lagaheimildar séu brot á stjórnarskrá.

Ef það á að fara eftir stjórnarskránni, hvernig væri þá að ríkið byrjaði á því, sem og að framfylgja henni? Til dæmis gagnvart eignarrétti einstaklinga í því húsnæði sem hýsir heimili þess. Hvorutveggja skal njóta verndar samkvæmt stjórnarskrá, og ef svo væri í reynd þyrftum við ekki að krefjast neinnar leiðréttingar á skuldastöðu heimilanna!

Um aðrar fabúleringar þínar um stjórnarskrárvarin réttindi, hver sem þau eru, má segja það sama, en þetta verð ég þó að staldra sérstaklega við:

Vísitöluleiðréttingin er náttúrulega skemmtilegt stjórnarskrárbrot líka, einfaldlega eignaupptaka á öllum eignum í þjóðfélaginu til að henda í lántakendur

Eins og þú viðurkenndir í upphafi hefurðu ekki kynnt þér þetta nógu vel. Þetta er ekki aðgerð til að framkvæma eignaupptöku, heldur er þetta aðferð til að koma í veg fyrir og vinda ofan af eignaupptöku í heimilum landsmanna. Ef það er eitthvað sem felur í sér einhliða eignaupptöku, þá er það verðtrygging þar sem öllum afleiðingum af mistökum í bankarekstri er velt yfir á viðskiptavini bankakerfisins. Ég var að vinna á pizzustað þegar ég var menntskælingur og þar var það æðsta regla fyrirtækisins að ef við gerðum mistök (sem gat komið fyrir) þá bættum við fyrir þau með því að gera vel við viðskiptavininn. Þetta er það sem kallast þjónustutrygging, en í bankarekstri er hinsvegar eins og sjálfsagðir mannasiðir, séu ekki einusinni sjálfsagðir.

Eignarnámsleiðin þyrfti að vera með lögum, lýsir vanþekkingu ykkar á þessum hlutum að halda að þetta sé einföld reglugerðarbreyting

Heimildin er til staðar í lögum, var sett á með breytingalögum nr. 125/2008, betur þekkt sem neyðarlög vegna fjármálahrunsins. Á grundvelli þeirra setti þáverandi félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð nr. 1081/2008 um heimild Íbúðalánasjóðs til að kaupa skuldabréf fjármálafyrirtækja sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Það eina sem þarf er að gera dálitla breytingu á henni (reglugerðinni, ekki Jóhönnu það er of seint). Það lýsir fyrst og fremst vanþekkingu þinni að halda að það þurfi eitthvað mikið meira til en bara viljann, eða til hvers heldurðu að þessi reglugerðarheimild sé ef ekki svo henni megi beita? Skrauts kannski?

Eignarnámsleið: Stjórnarskrárbrot eins og þið setjið hana fram og myndi einfaldlega valda því að ríkið þyrfti að smella pening í bankakerfið

Samkvæmt stjórnarskrá er eignarnám heimilt að tveimur skilyrðum uppfylltum: 1) að almannahagsmunir krefjist þess eins og þeir gera í þessu tilviki, og 2) að sanngjarnt endurgjald komi fyrir eignaupptökuna.

Til þess að svara því hvað sé sanngjarnt endurgjald fyrir lánasöfn sem voru keypt á hálfvirði, þá þarf í raun að spyrja sig að því sama og þegar maður er að reyna að verðmeta gamlan lélegan bíl sem hefur lent í tjóni. Þetta er það sem tjónamatsmenn tryggingafélaga fást við alla daga, og ég hef alveg reynslu af því að eiga gamla druslu og lenda í nuddi við strætó og fá beyglu á brettið. Sénsinn bensinn að það fáist bætt á fullu verði! Glætan spætan!

Á móti þarf svo að spyrja að því hvaða endurgjald sé sanngjarnt fyrir þá eignaupptöku sem heimili landsmanna hafa orðið fyrir vegna afleiðinga þeirra lánveitinga sem þeim er nú ætlað að endurgreiða margfaldar? Hvaðan komu þeir fjármunir sem jafngilda þriðjungi útistandandi útlána til heimilanna í formi verðbóta sem aldrei voru fengnar að láni, en bankarnir færðu sem eignir í bókhaldi sínu? Hvað varð um það lausafé sem á móti þessari eignaaukningu var hægt að greiða út úr rekstri bankanna í formi arðs og kaupauka? Getur verið að einhverjir þiggjendanna séu þeir sömu og eru enn að rukka?

Kröfur Hagsmunasamtaka Heimilanna ganga ekki lengra en svo, að leggja til að heimilin fái að endurgreiða lánin sem þau tóku, í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru við lántökuna, innan hóflegra marka. Mótaðilinn í þessum díl fær sitt sanngjarna hálfvirði og gott betur. Hann fær nefninlega heilbrigt og blómstrandi efnahagslíf, sem hann getur alveg fleytt rjómann af með þjónustugjöldum eins og hann gerir alltaf hvort sem er. Eftir svona góða hreinsun væri til dæmis útilokað að nokkur banki færi á hausinn næstu árin því fólk myndi líklega byrja að taka aftur lán sem þýðir auknar eignir fyrir bankana og þá gegn traustari veðum. Munið bara að fara hægar í sakirnar í þetta sinn heldur en síðast...

plús að þetta væri eflaust einhverskonar brot á EES samningnum

Það hefði ríkisábyrgð á IceSave eflaust líka verið, ásamt því að brjóta sennilega stjórnarskránna líka. Samt studdu það herskari fokdýrra stjörnulögmanna, tveir þriðju hlutar þingmanna og fjórði hver kjósandi.

Reyndar hafa neyðarlögin haldið fram til þessa þó reynt hafi á þau. Nýlega komst ESA meira að segja að því áliti að óheimilt sé að greiða meira en markaðsverð fyrir lánasöfn sem keypt eru til ríkisrekins Íbúðalánasjóðs þar sem yfirverð jafngildi í raun ríkisstuðningi. Markaðsverð mótast af þeim viðskiptum sem hafa átt sér stað óþvingað og athugasemdalaust með viðkomandi eign eða sambærilegar eignir. Einu viðskiptin sem þannig hafa farið fram með lánasöfn gjaldþrota einkarekinna íslenskra banka gegn ótryggum veðum, fóru einmitt fram á um það bil hálfvirði.

Það þýðir að komið er grunnviðmið fyrir það sem teljist "sanngjarnt endurgjald", samkvæmt EES-rétti og stjórnarskrá. Nú ef svo kemur í ljós að EES réttinum ber ekki saman við stjórnarskrá, þá er EES-samningurinn og allt sem honum fylgir einfaldlega ólöglegur. Sorry, en þannig virkar það bara. 

--- hvells

kannski þjóðnýta Magma í leiðnni 

Voru ekki uppi hugmyndir um það af hálfu ríkisins? Og einnig að kröfu mikils fjölda almennra borgara?

Svo er eignarnám alls ekki það sama og þjóðnýting. Eignarnám er lögmæt aðgerð sem er beitt þegar það er talið borga sig, þ.e.a.s. að ávinningur ríkisins af aðgerðinni sé meiri en væntur kostnaður vegna eignarnámsbóta. Þá eru einfaldlega sett lög sem kveða á um eignarnámið, eins og stendur til að gera vegna vegskála við gangamunna Vaðlaheiðarganga, og eins og var gert við vatnsréttindin sem hurfu undir Hálslón við Kárahnúkavirkjun, og eins og var veitt heimild til með neyðarlögunum. Eignarnám er það algengt að starfandi er sérstök matsnefnd eignarnámsbóta og ákvarðanir hennar eru kæranlegar til dómstóla. Þjóðnýting er hinsvegar mun harkalegri aðgerð sem er gjarnan kennd við byltingarstjórnir en er í raun neyðaraðgerð, til dæmis vegna þjóðaröryggishagsmuna, sem ríkið hefur kannski ekki endilega greiðslugetu til að staðgreiða eignarnámsbætur fyrir á slíkum augnablikum. Ef ég man rétt þá kom upp nokkurnvegin þannig staða hérna haustið 2008...

--- Sleggjan (nú með IP-tölu skráða! ;)

Bankarnir eru flestir í einkaeigu.  Bankar eru ekki og hafa aldrei verið sanngjarnir. Lánasöfnin þeirra eru eignir þeirra. Þeimdettur ekki í hug að gefa eignir sínar frekar en önnur fyrirtæki.

Þess vegna þarf einmitt að skylda þá til þess, eins og er ástæðan fyrir því að slík heimild er til staðar. Skattar eru nákvæmlega eins, það er heimild sem ríkið hefur til að svipta þig eign þinni, og gera það með valdi ef þörf krefur. En þegar ríkið, sem á að halda uppi lögum og reglu og standa vörð um réttindi borgaranna, beitir þessu valdi til að færa eignir þeirra erlendum kröfuhöfum fjárglæpamanna, þá er eitthvað verulega mikið að.

Þegar skipt var úr gömlu í nýju banka átti þá að koma  eitthvað skilyrði frá ríkinu með þessi stökkbreyttu lán , en það var ekki gert og nú er það of seint. So sorry.

Eins og áður sagði fóru verðmyndandi viðskipti með umrædd verðbréf fram á um það bil hálfvirði. Það var einmitt samkvæmt skilyrðum sem ríkið setti, nánar tiltekið Fjármálaeftirlitið, eftir heimildum sem því voru veitt með áðurnefndum lögum nr. 125/2008 (svokölluðum neyðarlögum).

Mér þykir það ekkert leitt, en svona er þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 08:45

20 identicon

Nenni svosum ekki að skrifa langt svar þar sem þú átt eflaust ekki eftir að lesa þetta en hafðu nú allavega fyrir því að kynna þér hvernig þetta virkar raunverulega í stað einhverja útópíuhugsana um að þið eigið einhvern rétt á þessu bara því þið nenntuð ekki að kynna ykkur raunverulegar áhættur því þú varst ungur og vildir eignast hluti í stað þess að fara skynsömu leiðina og ekki steypa þér í skuldir.

gunso (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband