Gott málefni. Röng aðferð.

Málefnið er gott.

Drusluganga er einfaldlega léleg hugmynd til þess að koma þessu málefni á framfæri. Það eru til aðrar leiðir en þessar.

Bara nafnið drusluganga er slæmt.....   

hvells


mbl.is Druslur á gangi í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ósammála þetta er snilldar herferð.

Hefði samt viljað sjá fleiri í druslulegum fatnaði þarna og fleiri karlmenn.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 16:19

2 identicon

Rök fyrir því? Mér finnst þetta snilldar aðferð til að koma þessum skilaboðum á framfæri. Þetta snýst nú um rétt fólks til að klæða sig eins og því sýnist án þess að vera sakað um að búa til fórnarlömb úr sjálfum sér. Nafnið snýst um að reyna að gera orðið drusla minna neikvætt. Núna þegar getnaðarvarnir eru fjölbreyttar og auðfáanlegar fyrir allar er ekki sama þörf í samfélaginu að dæma það neikvætt að eiga marga bólfélaga.

Rúnar Már (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 17:31

3 identicon

hvað er rétt og hvað er rangt ? er stóra spurninginn sem þið haldið að þið vitið, en hver og einn býr til sín velferðis mörk, við þurfum bara að gæta okkar á hættunum hvort sem það er að vera i vegi nauðgara , ofbeldismanni eða kanski fjandans byssumönnum !

og það á ekkert að senda þetta fólk i 7* lúxus fangelsi !!!
hafa þetta lið bara í skítakompu !

ragnar h (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:15

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fangelsi á a vera betrunarvist. Þ.e þú átt að kome betri út úr fangelsinu heldur en þú komst inn.

Þess vegna á að hverja til menntunar eða annað slíkt meðan maður er inni.

Það er ekki hægt að læra í skítakompu.

Ég held að enginn komi betri maður til baka til samfélagsins þegar hann er búinn að dúsa í skítakompu í mörg ár.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2011 kl. 18:52

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rúnar

Þetta er meðal annars neikvæða við þessa aðferð. Opnar á misskilning.

Þessi ganga sníst ekki um að koma því á framfæri að það er í góðu lagi að eiga marga bólfélaga.

 hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2011 kl. 18:57

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skólafélagi minn var barinn illa aðfaranótt sunnudags fyrir nokkrum vikum. En hann var með svolítið hommalega hárgreiðslu og í bol með stuðandi áletrun, svo kannski kallaði hann þetta yfir sig...

Það er ÞETTA sem þessar konur og stelpur eru að benda á. Þú afsakar ALDREI glæp, eða reynir að skýra, með því að fórnarlambið hafi litið svona eða hinsegin út.

Hafi druslugangan vakið fólk til að hugsa um þetta er það flott.

Skeggi Skaftason, 23.7.2011 kl. 18:57

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skeggi

Málefnið er gott... það er mjög mikilvægt að vekja athygli á þessu. 

En ég mundi einfaldlega nálgast það á öðrvísi hátt en með druslagöngu. That´s all.

Þakka innlitið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2011 kl. 22:12

8 identicon

Ég hef nú persónulega aldrei heyrt neinn segja að það sé fórnarlambinu að kenna að því sé nauðgað, nema kannski einhverjar fáeinar karlrembur sem hafa fengið sér einum of marga og það er svo sannarlega langt því frá að þetta sé eitthvað samfélagsálit á Íslandi(Landið með mesta kynjajafnrétti í heiminum btw).

Þannig að ég sé nú bara ekki tilganginn með þessu, þar sem drukknu karlremburnar munu nú eflaust aðeins pirrast á þessu og jafnvel auka slíkt soratal og ekki stoppar þetta nú nauðgara.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 02:58

9 identicon

Ps: þá er ég sammála þessu með nafnið, væri það ekki eitthvað meira epic að kalla þetta til dæmis Frelsisgönguna eða Jafnréttisgönguna?

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 03:00

10 Smámynd: Egill

það er ástæða fyrir því að margar konur finna fyrir sektarkennd þegar þær verða fyrir nauðgun eða tilraun til þessa, einmitt vegna þess að þó svo að enginn líti svo á að nauðgarinn sé saklaus nema einhverjir klúthausar sem líta á konur sem búfénað, þá er enn undirliggjandi hugarfar hjá mörgum, helst eldri kynslóðum að fórnarlambið sé að einhverju leiti sekt um einhverja vitleysu, svo er ekki og gangan var til þess að vekja á því athygli.

Spyr sleggjuna hvað það var sem var ekki nógu gott við svona göngu, þ.e. hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi/betur etc.

finnst svolítið þunnt að sitja í sófanum og halda á skilti sem stendur á "þetta suckar, reyndu aftur" án þess að koma með góða gagnrýni um hvað er ekki nógu gott, hvað þyrfti að taka út alveg, hvaða áherslur mætti fara framar á sviðið etc.

ég get líka setið og sagt við allt og alla um allt og ekkert að "þetta er léleg leið til að gera þetta" og ekki komið með neinar útskýringar og liðið voðalega vel með sjálfan mig þar til einhver biður mig um rök og útskýringar

Egill, 25.7.2011 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband