Laugardagur, 16. júlí 2011
"þeir þora ekki"
Helstu rök NEI sinna voru á þá leið að það mundi enginn þora að fara í mál við okkur vegna Icesave.
Skynsami hlutinn af almenningi vildi fara sáttarleiðina og allir stjórnmálaflokkarnir nema einn. (ef smáflokkurinn Hreyfingin er ekki tekin með).
NEI sinnar þurfa að fara að svara fyrir gjörðir sínar. Þeir þurfa að bera ábyrgð á því sem þeir hafa haldið fram.
Nú fer Iceave málið fyrir dómstóla í september með tilheyrandi kostnaði. Peningalegum kostnaði og manndómskostnaði. Það treystir enginn nokkrum manni sem svíkist um að borga.
Ef dómurinn fellur á þá leið að við Íslendingar þurufm að borga þá verður það ekki höndlað með einhverum silkihönskum einsog seinasti samningur. Við þurufum að borga alla upphæðina með hæstu dráttarvöxtum.
Þá fyrst fer landið í þrot.
hvells
![]() |
Icesave til EFTA-dómstólsins í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er beinlínis rangt hjá yikkur að helstu rök okkar sem vildum og felldum ICESAVE samningana tvisvar sinnum hefðu verið þau "að það myndi enginn þora að fara í mál við okkur vegna ICESAVE"
Helstu rökin voru þau:
1. Að okkur bæri ekki að greiða þetta eftir neinum þeim skuldbindingum sem stjórnvöld eða þjóðin hefðu löglega umdirgengist og ekkert í regluverki EES samningsins um Tryggingarsjóð innistæðueigenda segði að það ætti að vera ríkisábyrgð á þeim sjóði dygði hann ekki til að bæta skaða innistæðueigenda við hugsanlegt bankagjaldþrot, hvað þá algert kerfishrun bankakerfisins eins og hér varð.
2. Rök margra voru líka þau að svona alvarleg alþjóðleg ágreiningsmál væri eðlielegast að leiða til lykta fyrir dómstólum. Það sem Bretar og Hollendingar með aðstoð ESB höfðu reyndar alls ekki viljað fram að því.
Þetta voru okkar alhelstu og sterkustu rök.
Mjög skiptar skoðanir voru um hvernig málið færi ef það færi fyrir EFTA dómstólinn og hvernig því myndi reiða af þar. Allmargir löglærðir menn í Evrópurétti, innlendir sem erlendir töldu okkur eiga mikla möguleika á að vinna það mál þar.
Einstaka menn sögðu að Bretar og Hollendingar og ESB apparatið myndu ekki þora að taka þá áhættu að málið færi fyrir EFTA dómsstólinn, því að sama hvernig það færi þar þá myndi það hafa margvísleg og margfaldar kerfislegar hættur fyrir þá sjálfa og allt heila regluverkið þeirra.
Síðan ber á það að líta að margir reiknuðu út að þó svo að málið færi fyrir EFTA dómsstólinn og tapaðist þar þá yrði það margfallt ódýrara heldur en að samþykkja ICESAVE.
Síðan er EFTA dómsstóllinn enginn Stóri dómur sem hefur hér lögsögu til beinnar aðfarargerðar. Ef hann dæmdi okkur í óhag sem alls ekki er víst og tekur sjálfssagt nokkur ár að fjalla um. Þá yrðu kröfuhafar að byrja á að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og síðan jafnvel Hæstarétti Íslands til þess að gera fjárkröfur. Alls ekki er víst að þessir íslensku dómsstólar myndu dæma eftir EFTA dómsstólnum.
En þið setjið málin fram með þessum villandi hætti eins og að þetta "hvort málið færi fyrir EFTA dómsstólinn eða ekki" hafi verið aðalrök okkar sem felldum ICESAVE.
Það er bara alrangt hjá ykkur eins og sést á blaða- og bloggskrifum frá þessum tíma.
Þetta lýsir eiginlega bara mest hvað þið eruð óskaplega tapsárir ennþá.
En þetta tap var kannski bara ágætis æfing fyrir ykkur í því að tapa, því að þið skuluð brátt fara að búa ykkur undir jafn vel enn stærra og sárara tap fyrir ykkur:
Þegar þjóðin kolfellir með miklum mun ESB- helsið og ánauðina !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 15:36
Sælir; Hvellur - Sleggju söfnuður - sem og; aðrir gestir, hér á síðu !
Um leið; og ég tek undir, með Gunnlaugi, í flestu - er rétt; að benda ykkur síðuhöfum á, að ''dómstólar'' Evrópskra nýlenduvelda, hafa öngva lögsögu, yfir ríkjum annarra Heimsálfa, sem Íslands, sem er jú;; Norður- Ameríku ríki, eins og kunnugt er.
Ég vona; Sleggu - Hvells - Hamars grey, að þú fáir ekki broddskitu - eða þá Iðrakvef slæmt, þó svo hræddur kunnir að vera, við sukk veizlu stjóra ESB, suður á Brussel völlum.
Svo; þykist þú Íslendingur vera, hálf lamaður af ótta, við einhverja hvíflibba prláta, niður í Evrópu.
Ekki; er nú reisn þín mikil, garmurinn !
Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 16:01
Það beinlínis stóð í samningum. ICESAVE SAMNINGINUM að þetta voru ekki lögvarðar kröfur. Ef þetta voru helstu rök ykkar þá eru þau nokkuð þunn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.7.2011 kl. 16:03
Ég vil benda ykkur kappana tvo á.... að íslenskir dómstólar hafa örsjaldan dæmt á móti EFTA dómstólnum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.7.2011 kl. 17:40
Sælir, að nýju !
Fyrir það fyrsta; er EFTA aðild, sem viðurkenning einhver, á ''dómstól'' þess óforsvaranleg - og því, markleysa ein.
Ísland á ekki; og má ekki, hengja sig, á klakk Evrópskra kúgunar stofnana, á nokkurn hátt.
Betra; seint en ekki, að viðurkenna þá staðreynd.
Aðrir valkostir; bjóðast Íslendingum, sem eru NAFTA, og svo ECO / Fríverzlunarbandalag Mið- og Suður Asíu, til dæmis.
Með, þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 23:52
Benda lesendum á við hverja færslu er kvittað með "nick" viðkomandi. Óþarfi er ávarpa alla.
Að segja að hér séu allir fylgjandi ESB er rangt. Við erum 4 pennar með 4 misjafnar skoðanir..sleggjan (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 02:13
Þið félagarnir "Sleggjan - Þruman og Co. eruð sem sagt enn volandi yfir því að ICESVE I eða ICESAVE II og líka ICESAVE III þrælasamningunum var algerlega hafnað af þjóðinni.
Eruð þið virkilega enn þeirrar skoðunar að rétt hefði verið að samþykkja þennan ósóma !
Svo talið þið um að rök okkar andstæðinga ICESAVE hafi ekki staðist, en ég hef nú hrakið það algerlega hér að ofan.
En það kom hinns vegar algerlega í ljós eftir að þessum samningum var endanlega hafnað af þjóðinni að hræðsluáróður ykkar ICESAVE aðdáenda um það hvaða ógnarlegu hamfarir hér myndu hefjast ef þjóðin vogaði sér að hafna ICESAVE.
Ég held að ykkur væri hollt að rifja upp drungalegar lýsingar t.d. Þórólfs Matthíassonar, Gylfa Arnbjörnssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur í þessum málum.
Ekkert af þeirra hræðsluáróðri gekk eftir sem betur fer, ekki einn einasti, því var nefnilega alveg þveröfugt farið !
Þannig að ykkur ferst mjög illa að tala um að málflutningur og rök okkar ICESAVE andstæðinga hafi klikkað!
Þjóðin veit betur og hefur algerlega séð í gegnum holan málflutning ykkar í þessu máli !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 10:32
Óskar
Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að við mundum fara í einver suður asíu samtök???
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 13:20
Gunnlaugur.
Það sýn alveg í gegn að þú stígur ekki í vitið.
Enda ómenntaður sígarettustubb-innflytjandi sem býr í ESB landi en finnur því allt til foráttu.
Mér er alveg sama hvað Þórólfur, Gylfi eða Jóhanna hefur sagt. Staðreyndin er sú að höfnun á Icesave samningum hefur skaða land og þjóð. Ég studdi alldrei þessa "kúba norðursins" kenningu. Ég einfaldlega sagði og segji ennþá að það er kostnaðarasamara og áhættusamara að hafna samningum.
Þessi höfnun á samningi og skaðinn sem því fylgir á ennþá eftir að koma í ljós. Og þetta dómsmál er bara einn angi af því. Eitthvað sem þið NEI-sinnar sögðu að aldrei mundi koma til.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 13:25
Sælir; sem fyrr !
Sleggju - Hvellur !
Samheldni Íslands; með Mið- og Suður Asíu ríkjum, er sjálfsögð, í ljósi hins gjörbreytta umhverfis, í veröldinni. Og; á ekki síður við, um aukin tengsl við Mið- og Suður Ameríku einnig, ásamt Rússlandi - Kína og fleirrum. Að; ógleymdum öðrum Norður- Ameríku ríkjum og Afríku, sem Eyjaálfu, einnig.
Fjarlægðir; skipta jú, öngvu máli, í dag.
Það hefir; beinlínis skaðað okkur, niðurnjörvunin, við nýlenduveldin gömlu (EFTA/ESB), austur í Evrópu, sem kunnugt er.
Svo að; tími er kominn til, endurmats, í öllu tilliti.
Með; hinum sömu kveðjum, sem seinast /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 14:17
Þú vilt semsagt allt NEMA Evrópu. ???
Djöfull ertu langt leiddur í hatri á ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 16:24
Sleggjan, Þruman & Co.
Þetta comment ykkar á mig hér að ofan er ekkert annað en ókurteisi og hroki og lýsir ykkur sjálfum best en ekki mér.
Að ráðast að mér persónulega fyrir hvað ég stunda ómerkilega atvinnu og segja svo í ofna á lag orðrétt:
"Það sýn nú alveg í gegn að þú stígur ekki í vitið"
Síðan fullyrðið þið í niðurlægingartón að ég sé ómenntaður sígarettustubb-innflytjandi sem býr í ESB landi en finnur því allt til foráttu.
Þið vitið akkúrat ekkert hvað ég er menntaður, en ég er bara ágætlega fjölmenntaður maður með víðtæka reynslu af margskonar atvinnustarfssemi og nýsköpunarverkefnum.
En mikill er menntahroki ykkar háskólaguttanna !
Síðan virðist þið hneykslaðir á því að ég búi í ESB landi og megi þar af leiðandi varla vera á móti stjórnsýsluapparatinu ESB.
Það er nú ennþá ekki alveg orðið svo slæmt í þessu yfirþjóðlega valdaapparati að það leyfi enga andstöðu við sig og valdaapparat sitt, en það styttist í slíkar tilskipanir því að þetta miðstýringarapparat er allt að stefna að einskonar miðstýrðri og einsleitri Sovéttvæðingu eins og Sovéski vísindamaðurinn og andófsmaðurinn Vladímír Bukovski hefur oftlega bent á og varað mjög alvarlega við.
Sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=bM2Ql3wOGcU
Hinns vegar þekki ég hér nokkra innfædda sem eru algerlega á móti ESB apparatinu og í Bretlandi þar sem ég áður bjó þekkti ég nær eingöngu innfædda Breta sem voru algerlega andvígir þessu bjúrókrati.
Færa má að því sterkar líkur að meirihluti fólks í öllum ESB löndunum sé andvígur þessu misheppnaða stjórnsýsluapparati og tilraunum þess með framtíð og líf fólksins sem þar býr !
Enda hafa fæstir íbúa ESB landanna nokkurn tímann verið spurðir að því, hvort þeir vildu þetta apparat yfir sér og að það tæki sífellt til sín meiri völd !
En svona ómálefnaleg umræða af ykkar hálfu með útblásnum hroka og yfirlæti og persónulegu níði er ykkur og málsstað ykkar ekki til framdráttar strákar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 16:40
Sælir; enn !
Helzt til lítill; er rökstuðningur þinn, í þínu síðasta andsvari, við mínu síðasta innleggi, svo sem.
Þegar rökþrot ykkar; aðdáenda Fjórða ríkisins (afkomanda þess Þriðja; 1933 - 1945 / og gömlu Sovétríkjanna, jafnframt), er með þeim hætti, sem þú lýsir bezt, ættir þú nú aðeins að taka þér tak, ágæti drengur.
Já; það er rétt, ég vil fremur, samstarf við ÖLL ríki Evrópu, sem standa utan við - (og hyggjast áfram, svo) Brussel skrifræðis báknið.
Ekki; er um neitt sérstakt hatur mitt að ræða, á ESB, en ég er einn þeirra, sem gert hafa sér fyllilega ljóst, hversu margvíslegu tjóni þetta bákn hefir valdið, í sinni eigin álfu, sem og víðar um veröldina.
Hefir þú tekið eftir; að þá Bandaríkjaher kallar eftir liðsafla útí frá (Írak - Afghanistan, og víðar), eru ESB lepparnir ætíð, í start stöðu.
Segir þetta okkur ekki talsvert, um hið eiginelga eðli ESB - vel; NATÓ tengdu, og Pentagon hryðjuverka miðstöðinni ?
Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 16:46
eiginlega; átti að standa þar. Afsakið; Helvítis amböguna, piltar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 16:49
Gunnlaugur
Mín kennig er bara að þú ert á móti svokalla "menntaelítu" og þess vegna á móti ESB. Þinn málflutningur alltaf í kringum "búrakratar" "brussel aftaníossa" einhverskonar ESB elíta sem er til sem borgar ekki skatta.
Hef örsjaldan heyrt þig tala um málefnin. Ertu til dæmis á móti byggðarstefnu ESB?
Þú ert kannski smá spældur og öfundsjúkur yfir embættismenninan í ESB vegna þess að þeir eru hátt launaðir í þægielgri vinnu. Þú vilt fá starf þarna... en getur það ekki.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 17:29
Skulum ekki missa okkur fyrren við sjáum samninginn. Kjósum um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu og meirihlutinn ræður. Hvað segiði um það.
Menntaðir eða ómenntaðir. Hverju er ekki sama. Það á ekki að koma málinu við. Það er hægt að vera vel lesinn og með mikla vitneskju án þess að vera langskólagenginn (Egill Helgason t.d.) Svo er hægt að vita ekki mikið út fyrir bækurnar ( Þekki sko marga þannig). Þeir sem eru með bloggsíðu og eru að kommenta hérna eru líklega mjög inní málum líðandi stundar. Því ef ekki , þá væru þið líklega ekki á bloggsíðum að ræða málin, heldur á Faceboo, bland.is og bleikt.is og svoleiðis miðlum.
sleggjan (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.