Laugardagur, 16. júlí 2011
Almenningur segir NEI TAKK
Ég vil byrja á því að þakka Gylfa fyrir vökul augu. Hann er sannur baráttumaður fyrir almenning (neytendur) landsins. Verðlagseftilit ASI er orðinn einn mikilvægasti þáttur í neytendavernd á Íslandi í dag og það má einmitt þakka þetta verðlagseftilit að vörverð og þá sérstaklega matvara hefur ekki hækkað meira en raun ber vitni. (samt of hátt) Og stuðlar á meiri samkeppni (sem er lítil samt) t.d var Víðir að opna matvörubúð með mjög lágt verð og lofar góðu.
Það er forkastanlegt að ein stétt ákveður að hækka verð um 25% á einu bretti. Algjör skanndall og þeir gera það vegna þess að þeir eru með einokun. Engin samkeppni. Þeir geta leikt sér með verð einsog þei vilja útaf einokunarstöðu. Við almenningur eigum bara að þegja og borga.
Ég hlusta á Gylfa sem er greindur maður, doktarsgráðu í hagfræði og alvöru baráttumaður fyrir lífskjarabætur fyrir almenning. Ég ætla að hætta að láta okra á mér og sniðganga Íslenskt lambakjöt. Ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Yfirlýsing sauðfjárbænda einkennist á lýðskrumi. Þeir segja að störf tapist við því að sniðganga lambakjöt. Sem er ekki rétt. Fólk hættir ekkert að borða og það verða til störf annarstaðar í öðrum matvælagreinum.
Þeir eru að fytja 40% af kjöti til útlanda á mjög háu verði. Sauðfárbændur eru komin með dollarmakeri í augum og vilja græða á daginn og grilla lambakjöt og almenning á kvöldin. Sannkölluð 2007 hugsun.
Landssamtök segja alltaf að það er ekki sjálfgefið að þessi hækkun fari útí verðlag á Íslandi. En geta þeir lofa því að þetta mun ekki hækka verð fyrir almenning? Geta þeir fullyrt það? Ef þeir geta lofað því að þessi hækkun bitnar ekki á almenningi og neytendum þá skal ég draga þessar yfirlýsingar til baka.
hvells
![]() |
Sauðfjárbændur svara Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Þeir eru að fytja 40% af kjöti til útlanda á mjög háu verði. Sauðfárbændur eru komin með dollarmakeri í augum og vilja græða á daginn og grilla lambakjöt og almenning á kvöldin. Sannkölluð 2007 hugsun. "
Já... sauðfjárbændur eru nefnilega svo gífurlega efnaðir og stunda ekkert annað en 2007 hugsun. Ekkert nema dollaramerki í augunum. *kaldhæðni*
Hvað heldur þú að meðal sauðfjárbóndi fái mikið af pening í sinn eiginn vasa á ári? Þótt að ég hafi ekki tölurnar fyrir framan mig þá kæmi mér það alls ekki á óvart að það sé langt fyrir neðan lágmarkslaun. (og það var þannig fyrir kreppu einnig) Mér finnst persónulega ótrúlegt að það séu ennþá til sauðfjárbændur í landinu miðað við kjör þeirra.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 14:24
7.000kr X 1.25= 8750 per lamb. Þessi færsla þín er ekki sett til að bæta hag almennings heldur til að vekja andúð á bændum og réttlæta aðgerðir ESB. Verslanir þyrftu ekki að minka álagningu sína um nema 3% til að halda aftur af þessu.
Gylfi greindur? um það má svo sannarlega deila, en sennilega má flokka samfylkingar heilaþvott gáfur, þá er hann Albert Einstein. Annars kom það honum á óvart það að hækka laun hækkaði verðlag og það hækkaði verðbólgu. Það er ekki vottur af viti í manninum.
Brynjar Þór Guðmundsson, 16.7.2011 kl. 14:25
Þú veist ekkert um bændur!
Margir bændur reikna sér um 100 þúsund í mánaðarlaun eða jafnvel minna það eru engin dollara merki í þeim augum sem sætta sig við það.
Þessi færsla sýnir einungis fáfræði þína, að þú trúir því virkilega að í kjötframleiðslu og sölu séu það bændur sem græði, 420 kr á kg þá er dregið frá kostnaður sem er áburður, viðhald á vélum, olíukostnaður, fóðrunarkostnaður og svo margt margt meira sem þú hefur ekki hugmynd um. Þeir græða heldur ekki stórar fjárhæðir af 525 kr á kg, þeir sem græddu, hafa grætt og munu græða eru milliliðirnir og þar má nú athuga hvort allt sé slétt og fellt.
-Efað fólki er illa við að einhver sé að reyna að troða uppá það þeirra trú ætti að taka eftir svona löguðu trúboði
Anna Guðný Baldursdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 15:22
Flestir Verkalýðsleiðtogar bera þess greinileg merki á vaxtarlaginu að hafa borðað ótæpilega mikið af lambaketi gegnum tíðina.Eða ættu kannski að fara að vinna fyrir kaupinu sínu.Verðlag á íslandi er hátt og landbúnaðarvörur(íslenskar)eru í algjörum minnihluta.Innfluttar matvörur eru ekkert síður dýrar miðað við nágrannalöndin.Flutningskostnaður er einfaldlega mikill.Landbúnaðarvörur eru niðurgreiddar í nágrannalöndunum eins og á íslandi.Matvaran er dýr hérna í noregi en kaupið er helmingi hærra og vextir eru lágir .Norðmenn hafa það betra en aðrar Evrópuþjóðir og þakka það að hafa ekki látið platað sig í ESB.
jósef ásmundsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 17:26
Brynjar
Einsog þú veist vonandi þá veit Gylfi allt um víxhækkanir launa og verðs.
Gylfi vildi hófsamar launahækkanir og einbeyta sér á kaupmátt. Vegna þessara skynsamlega skoðana hjá honum Gylfa var honum úthýst af almenningi og púaður niður af ræðustól. Hann var ásakaður um að ganga hönd í hönd við SA.
Ekkert er fjærri lagi.
Vissulega þarf ASI og SA gott samstarf sín á milli. Að skapa einhverkonar óvinskap þeirra á milli er ekki heillvænlegt fyrir umboðsmenn þeirra.
En lýðskrumið á Íslandi var það mikið að allir vildu fá 300þús króna lágmarkslaun og annað slíkt. Svo betur fer var það ekki gert. En vissulega voru laun hækkuð mjög mikið. Aðalega vegna þess hvernig andinn í samfélaginu var.
EN og stórt EN
Gylfi og Vilhjálmur settu ströng skilirði af hálfu ríkistjórnarinnar. Ríkisstjórnin átti að fara í fjárfestingar og VG átti að hætta að hindra allt sem tengist atvinnu til þess að hagvöxturinn mundi standa undir þeim miklu launahækkunum. En ríkistjórnin hefur ekki staðið við sinn hluta af samningnum... og verðbólgan er svarið. Þvert á það sem Gylfi lagði upp með.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.7.2011 kl. 17:48
Anna og Jóhannes.
Það er alveg ótrúlegt að heyra fólk verja með kjafti og klóm 25% verðhækkun... sem ÞIÐ. ÉG og ÞÚ. ALMENNINGUR. Þarf að borga.
Einusog þið getið ekki beðið með að borga uppsprengt verð á lambakjöti.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.7.2011 kl. 17:51
Svo erum við með dýrasta landbúnaðarkefi í heimi skv OECD.
Viljið ekki verja það líka?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.7.2011 kl. 17:52
Sæll.
Gylfi A. er að verða sér til skammar í einn eitt skiptið. Hvenær losar ASÍ sig við hann? Hann talar án efa ekki í umboði allra félaga ASÍ, eins og þegar hann er með þennan ESB og evru boðskap sinn. Merkilegt að forkólfur verkalýðsfélags boði árásir á aðra stétt manna!?
Ástæðan fyrir þessu dýra landbúnaðarkerfi er það fyrirkomulag sem ríkið hefur komið á, það er bændumm ekki að kenna frekar en umferðarreglurnar eru þér að þakka/kenna.
Þú talar líka um að hann sé alvöru baráttumaður um lífskjarabætur fyrir almenning. Tölum um það þegar þessir arfavitlausu kjarasamningar sem hann stóð að eru farnir að ýta upp verðbólgunni og fólk verður farið að missa vinnuna vegna þeirra. Þá skaltu hrósa honum og Vilhjálmi!! Sennilega verður það upp úr haustinu. Gylfi er því sennilega ekki eins öflugur hagspekingur og þú lætur í veðri vaka!
Hagfræðingar sem sjá ekki gallana við evruna hljóta eiginlega að hafa fundið prófið sitt í Cheerios pakka. Nú eru fleiri og fleiri að átta sig á ókostum evrunnar vegna þess að veruleikinn í mörgum evrulöndum lýgur ekki. Hvenær trúir Gylfi því sem veruleikinn sýnir honum? Honum er sjálfsagt líka slétt sama þó hans umbjóðendur fari að missa vinnuna í haust, hann bendir bara á aðra og þykist sjálfur hvergi fundinn þó hans ábyrgð á því sé veruleg.
Helgi (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 19:01
Bjarni&co, Gylfi nemdi ekki orð á skattalækkanir í síðustu kjarasamningum og beitti sé ekki á nokkurn hátt gegn Ríkisstjórnini þó að við báðir vitum það að 2% lækkum á tekjuskatti hefði gert meira en 20% hækun launa. Við vitum báðir að lækkun VSK um 1% hefur meiri á hrif á heimilin og betri en 10% hækkun launa, af hverju tók maðurinn ekki þann pólin í hæðinna? Maðurinn er annað hvort spilltur eða ofur heimskur, hvort sem er þá er maðurinn ekki starfi sínu vaxinn. Á þeim tímum sem við lifum skipta góð samskipti milli ASÍ og samtaka atvinnulífsinns miklu máli og því er er ég þér sammála, sérstaklega í kreppu, af hverju ræðst hann á á bændasamtökin? LÍÚ? SA? samtök smábáta? og Í raun öll atvinnusambönd? Maðurinn er skaðvaldur og ætti að vera dreginn úr starfi. Eitt sinn hélt einn ykkar því fram að þið væruð að nema hagfræði, hvernig sendur á því að þú/þið hafið ekki barist fyrir skattalækun?
Samfylkingin er inn í þessari ríkisstjórn, þó ríkisstjórnin hafi spilað sig úr buxunum þá bera VG og samfylkingin 100% ábyrð á þessu eins og Sjálfstæðisfokkurinn og samfylkingin báru ábyrð á Hrunstjórninni, þó þáttur samfylkingarinnar hafi gleymst þar.
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.7.2011 kl. 00:29
Er það semsagt sjálfsagt að ef ASÍ fer fram á launahækkun þá eigi að sniðganga íslenskt launafólk og ráða í þess stað erlent verkafólk á lægri launum.
Júlíus Guðni Antonsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 02:08
Benda lesendum á við hverja færslu er kvittað með "nick" viðkomandi. Óþarfi er ávarpa alla.
Að segja að hér séu allir fylgjandi ESB er rangt. Við erum 4 pennar með 4 misjafnar skoðanir.
sleggjan (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 02:12
Brynjar
Ég er sammála þessu hjá þér. Ég vill lækka skatta. Ég hef reyndar bloggað um það nýlega þegar ég hvatti til þess að allur VSK mundi færast í 20% einsog OECD mælti fyrir um.
Svo á líka að einfalda skattkerfið. Jafnvel hafa allann skatt óháð tekjur 20%. Hækka svo persónuafsláttinn á móti fyrir fólk með lágar tekjur.
Því einfaldara skattkerfið því betra. Það er of mikil sóun með því að hafa flókið skattkerfi. Þá eru of margir skattasérfræðingar á launum en skapa engin verðmæti.
Það þarf fyrst og fremst að koma ativnnulífinu af stað en VG er að hindra það. Alla daga.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 13:36
Júlíus
Nei það eru ein lög í landinu og lágmarkslaun á að gilda fyrir alla. Ekki bara Íslendinga.
Svo er ASI ekki að ráða fólk. Ef þú heldur að ASI er að ráða fólk þá er það STÓR misskilningur. Það eru viðkomandi fyrirtæki sem er ráða fólk t.d verktakar
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 13:42
Bjarni&co, ef allir skattar(VSK) yrðu færiðir í 20%, þ.a.s. 7% í 20% og 25.5% í 20, þar sem fók notar meira mat(7%) þá væri það hækkun en ekki lækkun og bitnar verst á þeim sem minna eiga. VG er ekkert annað en blóraböggul fyrir samfylkinguna en VG hefur engu fengið að ráða nema að það samræmis Samfylkingunni
Ef ASÍ myndi hugsa um hag almennings myndu þeir hafa farið í verkfall MEÐ SA gegn helferðastjórninni og krafist þess að launaskattur yrði færður niður og sleppt launahækkun. Sú leið sem farin var sínir svart á hvítu að stjórn ASÍ og aðildarféla þess eru annaðhvort hálfvitar eða spilltir inn að rótum
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.7.2011 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.